Vikan


Vikan - 29.08.1940, Síða 12

Vikan - 29.08.1940, Síða 12
12 VIKAN, nr. 35, 1940 Rasputin Framhald af forsíðu. greiða Yusupov fursta- frú 550 þúsund krón- ur í skaðabætur, því að hún taldi sig móðg- aða og höfðaði mál fyrir enskum dómstóli. Hún hélt því fram, að myndin sýndi það, að hún hefði gefið sig á vald munkinum Ras- putin. Þessar skaða- bætur eru meðal þeirra hæstu, sem ensk- ur dómstóll hefir dæmt í slíku máli. Rétt- arsalurinn var fullskipaður alla þá daga, sem málið var á döfinni, og einkum þó, er Yusupov fursti skýrði frá því, að hann hefði drepið Rasputin, af því að hann viðurkenndi, að hann stæði í þjónustu Þýzkalands og ætlaði sér að setjast í há- sæti Rússlands. — Ég áleit hann hættu- legan þjóð minni, sagði furstinn fyrir rétt- inum. Það var ekki talinn neinn vafi, að Ras- putin hafi verið hættulegur þjóð sinni. Hann var sonur bónda í héraðinu Tobolsk í Síberíu, naut engrar menntunar og lærði ekki einu sinni sæmilega að skrifa. Árið 1895 kvæntist hann efnaðri stúlku og átti með henni þrjú börn. En 1904 ákvað Rasputin að breyta til í lífi sínu. Hann Síðasti keisari Rúss- lands, eins og hann er sýndur í frönsku kvikmyndinni. Það var dularkraftur Rasputins og áhrif hans á heilsufar ríkiserfingjans, sem greiþdi honum götu að hirðinni. Á myndinni sést hann með drottningunni og ríkiserfingjanum. Áhrif Rasputins í stjórnmálum urðu svo mikil, að flestar ábyrgðarmestu stöðumar voru veittar að undirlagi hans og hinum furðulegustu mönn- um fengnar þser í hendur. Er ólifnaður hans þótti keyra úr hófi fram, ákváðu nokkrir liðsforingjar að ráða hann af dögum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.