Vikan


Vikan - 29.08.1940, Page 14

Vikan - 29.08.1940, Page 14
14 VIKAN, nr. 35, 1940 — heimkynni fellibylja og sjórœningja miðaldanna. Hertoginn af Windsor, áður Játvarður VIII. Bretakonungur. Hertogafrúin af Windsor, áður frú Simpson Bahamaeyjarnar, þar sem hertoginn af Windsor var nýlega gerður að land- stjóra, er nyrzti eyjaklasinn í Vest- ur-Indíum. Saga eyjanna hefir verið næsta viðburðarík frá þeim degi, að Columbus steig fæti sínum þar á land fyrstur hvítra manna árið 1492. Indíánar bjuggu fyrir í eyjunum, en Spánverjar hnepptu þá alla, 40 þúsund að tölu, í þrældóm og fluttu þá til Haiti og Cuba, til að láta þá þræla í gull- og silfur- námum sínum. Eyja'rnar voru svo ábyggð- ar, þangað til 1666, að Englendingar lögðu þær undir sig. En nýlenduríki Spánverja var þá enn í fullum blóma og hröktu þeir Englendinga þaðan aftur. Spánverjum tókst þó ekki að festa byggð þar, og í meira en heila öld voru eyjarnar hæli fyrir sjóræningja, sem oft veittu siglingaflota Spánverja þungar búsifjar. Ótal munnmælasögur hafa gengið um fólgna fjársjóði sjóræningja þarna á eyj- unum, sem enn í dag eru langflestar óbyggðar, og hafa margir freistað gæf- unnar í leit að þeim, en fæstir með nokkr- um árangri. En það er víst, að sjóræningj- ar áttu víða felustaði á eyjunum. Seint á átjándu öld lögðu Englendingar svo eyjarnar undir sig aftur og hófu rækt- un þar, en vinnukraftinn fengu þeir með þrælaskipum frá frumskógum Afríku. — Megin þorri íbúa þeirra, sem nú byggja eyjarnar, eru afkomendur þessara Afríku- negra og leggja þeir mesta stund á aldin- rækt og svampveiðar. Hræðilegir fellibyljir geysa þar tíðum á sumrin, en á veturna er veðráttan mild og þurr og þá sækir þangað f jöldi Kanada- og Bandaríkjamanna sér til skemmtunar. Þótt íbúarnir vinni þannig fyrir lífinu með því að yrkja jörðina og þjóna erlend- um auðkýfingum, þá lifa hin heillandi ævin- týri um fólgna fjársjóði sjóræningjanna í hugu,m fólksins og lokka stundum auð- trúa skýjaglópa af hinum dyggðuga vegi daglegs strits, en eins og áður segir hefir ábatinn oftast orðið heldur smár — aðeins fyrirhöfnin og vonbrigðin.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.