Vikan


Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 26.09.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 39, 1940 11 Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE * Hann vissi, að hún var vel efnuð, og þó leit hann ekki á peninga hennar sem nokkra hindrun. Það var hún sjálf, persónuleiki hennar, sem hélt ástríðu hans í skefjum. „Mig langar til að biðja yður að gera mér greiða,“ sagði hún. ,,Ég skal gera allt, sem ég get.“ Það var engin áherzla eða ofsi í röddinni, og þó var það eitt- hvað í látleysi orðanna, sem kallaði fram roða í kinnum hennar. „Það vissi ég, að þér mynduð vilja,“ sagði hún, „en yður mun kannske finnast þetta óviðeigandi. Ég vil að þér mætið mér í Regent Street annað kvöld, — ég — ég er hálf smeyk við suma menn." Hún lauk ekki við setninguna, gaf enga frekari skýringu á þessu stefnumóti, sem var allt annað en óviðeigandi í augum Gordons. „Klukkan 9 á horninu á Vigo Street,“ sagði hún, þegar hún skildi við hann fyrir framan húsið í Park Lane. „Þér verðið að vera hlýðinn og þol- inmóður.“ Hún rétti honum hendina og hann tók hana; hún lyfti henni upp, hærra og hærra. And- artak skildi hann ekki neitt. Svo laut hann niður og kyssti á hendina. Hún hafði tekið ofan hanzk- ann í bílnum með þetta fyrir augum. 13. KAPlTULI. Búðin, sem Kerry keypti. King Kerry las aftur bréf, sem hann hafði feng- ið með morgunpóstinum, og aldrei þessu vant, stakk hann þvi í brjóstvasann. Elsie horfði kvíða- full á hann, eins og hún væri hrædd um, að hún ætti eftir að lifa upp aftur hina slæmu daga for- tíðarinnar. En hann brosti og hristi höfuðið. Stundum las hann hugsanir hennar svo greini- lega, að hún varð bæði vandræðaleg og undrandi. „Þetta er „raunverulegt“ bréf,“ sagði hann. Sum bréf kallaði hann „raunveruleg einkabréf“, önnur aðeins „einkabréf". Hún hafði einu sinni byrjað að pæla í gegnum hrúgu af þeim síðar- nefndu, en Jcomst brátt að raun um, að þau voru flest betlibréf. Stundum las hann „einkabréfin“, og ákvað þá eftir utanáskriftinni eða stimplin- um, hvort bréfið væri vipskiptalegs eðlis. Kerry sat stundarkom við skrifborðið hugsi. Svo tók hann bréfið upp aftur og las það enn einu sinni. Það, sem í því stóð olli honum sýnilega kvíða, því að eftir stundarkorn bað hann um símanúmer, sem hún vissi, að var á varðstofu Pinkertons leynilögreglumanns, og bað um leynilögreglu- mann strax. Svo settist hann við að skrifa eins og lífið lægi við. Hann átti enn eftir nokkrar síður óskrif- aðar, þegar leynilögreglumaðurinn kom. Loks var hann búinn og rétti manninum bréfið. „Þetta bréf verður þú að lesa vandlega og eyði- leg'g'ja svo,“ sagði hann. „Eyrirmælin verður þú að framkvæma út í æsar, og segðu húsbónda þínum, að hvað sem fyrir komi, hvíli ábyrgðin undir öllum kringumstæðum á mér.“ Þegar maðurinn var farinn snéri hann sér að Elsie. „Það er erfitt fyrir konur að lifa í þessum heimi,“ sagði hann raunalega; öðrum orðum vék hann ekki að bréfinu og innihaldi þess. Á veggnum á skrifstofunni hékk merkilegt kort. Það var af London, i stórum mælikvarða, sem sérstaklega hafði verið búið til handa kóng- Það, sem skeð hefir liingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, ameriskur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig „L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. ■— L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum i sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sína and- stæðinga og á meðal þeirra éru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear. Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af því að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir þeirra setti það skilyrði í erfðaskránni, að þau byggju saman í fimm ár og nú eru að- eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera óttast bróðir sinn. Bray kemur til að sækja Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn nemendanna, fær verðlaun. inum (blöðin kölluðu hann í háði konung Lundúnaborgar). Varla leið sá dagur, að ekki væri einhversstaðar á kortið teiknaður lítill, grænn ferhyrningur, sem átti að tákna búð eða hús. Græni liturinn breiddist út um kortið. Auð- hringurinn keypti lóðir og húsatóftir, i norðri, suðri og vestri. Ealing, Forest Hill, Brockley og Greenwich voru nærri algræn. Kennington, Southwark, Wandsworth, Brixton, Clapham og Tooting voru öll grænflekkótt, en ætlun hrings- ins var sýnilega að mynda grænt belti einhvers staðar mitt á milli Oxford Circus og Piccadilly. Innan þessa hrings, sem var eina mílu í ummál var núverandi hagsmunasvæði hringsins. Elsie leit á kortið, og sá, að þrír nýir fer- hyrningar höfðu bæzt við þá um morguninn. Svo mætti hún brosandi augnatilliti Kings Kerry. „Hvernig lízt yður á að heimsækja gamlar slóðir?" spurði hann glaðlega. „Tack & Brighten?“ spurði hún undrandi. Hann kinkaði kolli. „Ég veit ekki,“ hún var á báðum áttum. „Ég held, að ég yrði dálítið feimin.“ „Því verðið þér að reyna að sigrast á,“ sagði hann uppörfandi. „Auk þess munuð þér ekki hitta marga af yðar gömlu starfsfélögum.“ Nokkrum mínútum síðar kom bíllinn, og hún settist upp í við hliðina á honum. „Menn spyrja um, hvað ég hafi í hyggju," sagði hann eins og hann hefði lesið hugsanir hennar, „og íbúar þessarar gömlu borgar hrista höfuðið yfir mér. Tack & Brighten seldi vörur fyrir 100,000 pund í fyrra, og hún mun selja fyrir hálfa milljón næsta ár.“ Hún brosti. „Ég sé, að þér efist um það,“ sagði hann með þeirri innilegu kæti, sem oft kom henni til að roðna. „Hafið þér nokkra hugmynd um hvernig á að reka slíkt fyrirtæki?" spurði hún, og svaraði þannig spurningu hans með gnnarri spurningu. Hann hristi höfuðið. „Nei, ég er ekki útlærður vefnaðarvörukaupmaður, eða hvað þér viljið kalla það. Það em til hundruð af feðrum, sem eru hreiknir af þvi, að þeir hafi látið syni sina byrja verzlunarmenntun sína sem sendisveinar og smáhækka svo upp í forstjóra. Mitt álit er, að með því móti gangi þeir fram hjá hinu rétta starfssviði sinu, sem liggur einhversstaðar milli botns og efstu brúnar. Maður þarf ekki að byrja sem frímerkjasleikjari til þess að komast að raun um, að maður sé góður sölumaður, og þó að maður sé góður sölumaður, er ekki þar með sagt, að maður sé hæfur forstjóri." Hún hafði yndi af að hlusta á hann, þegar þessi gállinn var á honum. Það var leiðinlegt, að það skyldi vera svo stutt til Tack & Brighten, en stöðvun á umferðinni í Regent Street gaf hon- um tækifæri til að útskýra frekar skoðanir sínar á verzlun og viðskiptum. Sá maður, sem skoðar búðargluggana til þess að komast að raun um hvaða vörur seljist bezt, getur lært mikið, ef hann er þolinmóður og hefir góðan tíma, en hætt er við, að honum verði kalt á fótunum. Maður verður að fara til verksmiðj- anna til þess að komast að raun um hvað sé út- gengilegast, og til þeirra, sem selja verksmiðju- vörurnar til þess að fá að vita hvort þessi eða hin frúin vilji heldur 4 hnappa á geitarskinns- hanzkana sína eða 3. Það er allt komið undir úrráðum framleiðandans." Hann sneri sér aftur að Tack & Brighten og framtíð hennar. „Vörur fyrir hálfa milljón punda,“ sagði hann og hló lágt, „sem allar eiga að seljast á einu ári í lítilli búð, sem aldrei hefir haft meiri tekj- ur en hundrað þúsund. Það er sama og 1600 punda sala á dag. Jú, þér skuluð fá að sjá sölu, sem segir sex!“ Hún hló dátt. Tack & Brighten hafði tekið miklum stakka- skiptum á þeim stutta tíma, sem liðinn var síðan hún hætti þar. Húsið hafði verið nokkurn veg- inn viðunandi. King Kerry var þegar byrjaður að láta byggja það um, og heill hópur af verka- mönnum vann dag og nótt við að endurbyggja það. Það var lítil viðbygging við húsið. Hún hafði verið reist eftir að húsið var fullsmiðað, af þvi að menn höfðu uppgötvað, að eftir hafði verið 20 sinnum 20 feta lóðarsltiki, sem tilheyrði Tack & Brighten. Verkamennirnir voru nú í óða önn að rífa hana niður. „Ég ætla að láta byggja tvær stórar lyftur," sagði Kerry. „Þær verða hér um bil eins stórar og neðanjarðarlyfturnar, en þær verða miklu hraðskreiðari." Tack hafði alltaf verið á móti því að hafa lyft- ur. Hann hélt því fram, að fólk fengi ekki nóga hreyfingu nú á tímum, og hann vildi ekki verða til þess að ala upp í mönnum leti. „En verða þær ekki alltof stórar?“ spurði Elsie. Kerry hristi höfuðið. Sextán hundruð pund á dag er sama og sextán þúsund viðskiptavinir á dag, eða tæpt þúsund á klukkutíma." Hún hélt, að honum hefði skjátlazt í reikningn- um, en leiðrétti hann þó ekki. Hann reiknaði vafalaust með 24 stunda vinnudegi. Aðrar breytingar voru meðal annars þær, að gerð voru ný .búningsherbergi uppi á lofti. Sum búðarborðin höfðu verið tekin burtu og hinir breiðu gluggar, sem lögð hafði verið svo mikil áherzla á í gamla daga, voru minnkaðr um fjórð- ung. 1 plássið, sem vannst við það, höfðu verið settar upp flatar hillur. Rafmagnsmenn voru að setja upp ljóskastara í gömlu sýningargluggana, þar sem átti að hafa dýrustu vörurnar tl sýnis. „Á hverjum hlut á að vera stórt númer og verð með greinilegum tölum. 1 kjallaranum á að vera sýnishomageymsla, þar sem viðskiptamenn- imir þurfa ekki annað en að segja númerið á vöru þeirri, sem þeir ætla að kaupa. Þegar hann hefir gert kaupin, fer hann upp á fyrstu hæð, þar sem hann fær vömna tilbúna í umbúðum. Enginn þarf að bíða. Sérhver afgreiðslustúlka á að hafa lítinn síma, sem er í beinu sambandi við innpökkunarherbergin, hún merkir vöruna, og viðskiptavinirnir þurfa ekki annað en að fara að kassanum, sem hefir þeirra merki, gefa upp nafn sitt og táka við pakkanum."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.