Vikan


Vikan - 03.10.1940, Qupperneq 3

Vikan - 03.10.1940, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 40, 1940 3 i' \ t Grafið í gamlan Þann 9. september voru verkamenn að grafa fyrir hitaveit- unni í Kirkjustræti. Voru þeir rétt sunnan við girðingu þá, sem er utan um trjá- og blómagarðinn á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. En þar var áður fyrr kirkjugarður Reykvíkinga. Matthías Þórðarson fornminjavörður og Jón Steffensen pró- fessor höfðu eftirlit með uppgreftri beinanna og voru þau síðan flutt suður í Háskóla til rannsóknar. Vegna þess, hve beinin voru blaut, gat rannsókn ekki farið strax fram, en fornminjavörður hefir tjáð blöðunum. að líkur bendi til, að kisturnar séu frá 16. og 17. öld. Það kom mönnum ekki á óvart, að mannabein fundust þarna, - - bm Mynd af Raykjavík á dögum „innréttinganna" (um 1770). Kirkjan og gamli kirkjugarðurinn sjást vel á myndinni. Hvita steinhúsið er hegn- ingarhúsið, núverandi stjórnarráð. (Myndin er gerð af dr. Jóni Helga- syni biskupi). aldir í þessum garði, „senniiega nær í miðjum garðinum“, segir Klemens Jónsson í Sögu Reykjavíkur. Mundi hann mjög vel, hvernig garðurinn var „áður en honum var umturnað og breytt í blómagarð. Ég man vel eftir einstökum legsteinum, t. a. m. yfir Geir biskup Vídalín. En ég man ekkert eftir neinum ummerkjum eft- ir kirkju; hefir þá verið búið að slétta yfir og grafa í kirkjurústunum, enda voru þá hðin um 80 ár síðan hún var rif- in, er ég man fyrst eftir garðinum.“ Það er ókunnugt, hve- nær kirkja var fyrst reist í Reykjavík, en talið er, að það hafi ver- ið mjög snemma. „Þeir voru annars ekki kirkju- lausir, Seltirningar, því auk kirkju í Vík var kirkja í Laugarnesi, Nesi við Seltjörn, og hálfkirkja í Engey, að ótöldu sjálfu klaustrinu í Viðey. Víkurkirkju er fyrst getið í máldaga- bók Oddgeirs Skálholts- biskups (Hítardalsbók) 1367, og þess einungis getið, að Jóns kirkja postula í Vík eigi landið að Seli og 12 kýr.“ (Saga Reykjavíkur). Það er að sjá á lýsingum á þessarri Víkurkirkju, að aldrei hafi hún virðuleg verið, enda voru tekjur hennar oft rýrar. Reykjavík 1802, eftir að dómkirkjan var byggð á nýja staðnum. Girðingin við húsaþyrpinguna er gamli kirkjugarðurinn. (Myndina gerði dr. Jón Helgason biskup). því að vitað er, að gamli kirkjugarðurinn var stærri heldur en trjágarðurinn er nú. Þannig segir í grein eftir Georg Ólafsson bankastjóra í Þáttum úr sögu Reykjavíkur, sem félagið Ingólfur hefir gefið út: „Núverandi garður er nokkru minni en kirkjugarð- urinn var, því að 1879 fékk N. S. Kriiger lyfsali sneið austan af kirkjugarðinum til viðbótar sinni lóð.“ Og Kirkjustræti, sem áður var kallað Kirkjubrú, var lagt yfir syðsta hluta kirkjugarðs- ins. Einu sinni lá við að Veltusund væri líka látið liggja yfir garðinn, því að 1880 var ráðgert að fram- lengja þá götu gegnum garð- inn og láta hana ná alla leið suður að tjörn, en úr þessu varð þó ekki, því að þrem árum síðar er samþykkt á fundi byggingarnefndar og veganefndar að hætta við að framlengja Veltusund. Víkurkirkja stóð í margar Þessar myndir eru frá greftrinum í Kirkjustræti. T. v. gryfjan, t. h. kassi með leggjum og höfuðkúpum. Verkamenn hitaveitunnar komu niður á líkkistur og fundu mannabein, er þeir voru að grafa í Kirkjustræti. — kirkjugarð.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.