Vikan


Vikan - 10.10.1940, Side 6

Vikan - 10.10.1940, Side 6
6 VTKAN, nr. 41, 1940 Jack komst að því, að mikill hluti af fyrri verkum hans, sem fyrst höfðu komið út í tímaritum, voru ekki lengur hans eign. 1 félagi við hið nýstofnaða, ameríska rithöfundafélag barðist hann ákaft fyrir því, að fá lögin endurskoðuð, svo að rit- höfundur, sem selt hafði tímariti réttindin til að birta verk sitt neðanmáls, héldi eftir sem áður öllum öðrum réttindum sínum. Hann lagði alla orku sína og fé í þessa lögfræðilegu baráttu, sem stóð mörg ár; hann fór til New York og Hollywood, réði lögfræðinga sér til aðstoðar, mætti sjálf- ur fyrir rétti og sendi frá sér ótal bréf og skeyti. 1 marzlok árið 1914, skömmu eftir að hann hafði lokið við „Spenni- stakinn", tóku Banda- ríkin í taumana í Mexi- co. Allt frá því að Jack hafði orðið að hverfa frá Kína án þess að fá leyfi til að uppfylla skyldur sínarsemstríðs- fréttaritari í rússnesk- japanska stríðinu 1904 —1905, hafði hann hlakkað til þeirrar stundar, er hann fengi fulla uppreisn æru sinn- ar sem stríðsfréttarit- ari. Nú fékk hann tilboð um 1100 dollara viku- laun auk alls ferða- kostnaðar, ef hann vildi fara sem fréttaritari til Mexico. Hann tók því strax og hélt af stað til Galveston og þaðan til Vera Cruz. — En hann fékk heldur ekki leyfi til að segja frá stríðinu í þetta skipti — af því að það varð ekkert úr stríði. Það eina, sem hann hafði upp úr ferðinni, var heiftug blóðkreppusótt og efni í nokkr- ar smásögur um Mexico. Það leið á löngu áður en hann náði sér eftir veikindin og hann þjáðist af kvölum. Þegar „Cosmopolitan Magazin", sem ákveðið hafði að birta Mexicosögumar hans, hætti allt í einu við það, vegna þess að ritstjórinn áleit, að amerískir lesendur væru orðnir þreyttir á að lesa um Mexico, lagði Jack allt efnið til hliðar, án þess að skrifa eitt orð um það meira. Meðan hann var upp á sitt bezta, mundi hann hafa skrifað Mexicosögurnar, hvað sem á gekk, og fengið blöðin til þess að taka þær gildar og góðar. Og ef þess- ar ráðgerðu sögur hefðu orðið jafngóðar og sú, sem hann skrifaði, „Mexicomaður- inn“, þá fóru bæði hann og heimurinn var- hluta af góðum verkum. „Andleg deyfðartímabil Jacks, þegar hinn þróttugi lífsvilji hans næstum fjaraði út,“ svo að notuð séu orð skáldvinar hans, Cloudsley Johns, urðu æ tíðari og tíðari; hringrásin varð nú hraðari. Það varð hon- um stöðugt erfiðara og erfiðara að afkasta þúsund orðum á dag. Þó tilkynnti hann útgefanda sínum haustið 1914, að hann væri byrjaður á nýrri skáldsögu, sem mundi verða hans mesta og bezta verk, og „í búningi, sem á ekki sinn líka í heims- bókmenntunum. Stórkostleg þrenning í stórkostlegum kringumstæðum. Er ég blaða gegnum þessa skáldsögu, finnst mér jafnvel, að ég hafi náð því marki, sem ég hefi verið að keppast við allan minn rit- höfundarferil. Þetta verður nýung, með allt öðrum blæ en það, er ég hefi fram að þessu leyst af hendi.“ Þetta var skáldsagan „Litla frúin í stóra húsinu“. Hún byrjar sem sveitasaga, byggð á hugmynd hans um að endurreisa land- búnaðinn í Kaliforníu og þróast í það að verða lýsing á ástum þriggja persóna, skrifuð í hinum ákafa og smámunasama stíl nítjándu aldarinnar. Hún er svo ýkju- blandin og tilgerðarleg, að lesandann rekur í rogastanz. Sjálfstraust hans var ennþá óskert, skipulagningargáfan og kröfurnar til sjálfs sín var eins og áður og löngunin til að skapa eitthvað nýtt hafði aldrei verið meiri, en heili hans var nú loks farinn að þreytast, er Jack hafði skrifað 41 bók á fjórtán árum. Hann gerði enn eina tilraun til að öðlast ást dóttur sinnar. Er hún sendi honum menntaskóla-leikrit, sem hún hafði skrifað, var hann jafn hrifinn af því og sínum eigin verkum. „Ég er mjög hugfanginn af því og á bágt með að trúa, að ég sé faðir stúlku, sem er svo miklum hæfileikum bú- in að geta skrifað þetta leikrit." Á næstu mánuðum segir hann frá því með hreykni í bréfum sínum, að hann eigi dóttur, sem er í menntaskóla. Þetta gefur honum vonir um, að honum muni takast að fá hana á sitt band. Greftrun sveitarómaga. I engi hefir það viljað brenna við, að ^ sveitarómögum sé gert lægra undir höfði en öðrum mönnum, bæði lífs og liðnum. Var það talinn óþarfi að kosta miklu til greftrunar þeirra, enda voru hreppstjórár og síðar oddvitar, vanir að klambra saman slíkar líkkistur, hvort sem þeir gátu skammlítið rekið inn nagla, eða ekki. Gott dæmi um kröfur þær, sem gerð- ar voru um hóflegan útfararkostnað hreppsómaga, ekki fyrr á tímum en 1906, er bréf frá hreppsnefnd Mosvallahrepps, til sýslumannsins í ísafjarðarsýslu, dag- sett 1. marz það ár. Bréfið er svohljóðandi. „Með bréfi 10. f. m. hafið þér, herra sýslumaður, óskað umsagnar hreppsnefnd- arinnar um erindi frá Rauðasandshreppi um legu- og útfararkostnað Halldórs snikkara Halldórssonar, og fylgdu bréfi yðar reikningar nefndrar hreppsnefndar yfir legu- og útfararkostnaðinn. Við reikning nefndarinnar höfum vér þetta að athuga: 1. Reikningi þessum fylgja engin sönn- unargögn. 2. Smíði á líkkistu teljum vér of hátt, þar sem sveitarlimur á í hlut, og viljum borga fyrir það kr. 8,00. 3. Efni í líkkistu virðist vera tilfært II kr. og 70 au. alls, og teljum vér það óþarflega mikið, af sömu ástæðu og greint er við tölulið 2, og viljum borga fyrir það aðeins kr. 7,00. 4. Útfararkostnaður til prests og kirkju og líkmanna er talinn kr. 36,00. Þar sem sveitarlimur á í hlut, ber ekkert að greiða til prests og kirkju. Líkmannskaup virðist ekki geta hafa farið fram úr 20 krónum, eða 18 kr. til líkmanna og 2 kr. fyrir skips- lán o. fl„ og aðeins 20 kr. viljum vér borga þennan lið á reikningnum. ...“ Grímur prestur og Hans Wíum. ú’ rímur prestur Bessason var maður gáf- aður og hagmæltur vel. Ekki notaði hann gáfu sína þó mjög til sálmakveð- skapar, en kastaði oft fram meinlegum kveðlingum um bresti og misgerðir ná- ungans. Grímur átti í væringum við Hans Wíum sýslumann, sem einnig gat kastað fram stöku. Kváðu þeir hvor um annan og stundum ekki sem fegurst. Endaði sýslu- maður með því, að yrkja vísu þessa, um föður Gríms prests: Á Hrafnkelsstöðum bóndi bjó, Bessi fyrr á dögnm, eldi bæði og eitri spjó eftir norskum lögum. En Grímur snéri vísunni og hafði hana um Jens, föður Hans Wíums: Á Skriðuklaustri valdsmann var Wíum fyrr á dögum, með korða sinum kauða skar kontra norskum lögum. Gils Guðmundsson. Joan, elzta dóttir Jacks London. Hann gerði margar, árangurslausar til- raunir til að vinna hana á sitt band, en hún var alla tíð með móður sinni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.