Vikan


Vikan - 10.10.1940, Page 11

Vikan - 10.10.1940, Page 11
VIKAN, nr. 41, 1940 Maðiiriiii, i» keypti Mn 40 Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE Hann leit í kringum sig eftir hæfilegum krók og fann snaga á bak við hurðina, sem var nógu sterkur til að bera hann. Það var góður staður. Hann batt í skyndi lykkju á annan enda snúr- unnar og huldi hana í hendi sér fyrir aftan bak. Svo sneri hann snerlinum og gekk inn í dagstof- una. Vera sat við gluggann og stóð undrandi á fætur. „Hvað varstu að gera inn í herberginu mínu?“ spurði hún. „Stela skartgripunum þínum,“ sagði hann glettnislega. En hún varð ekki róleg við þessa uppgerðar kæti hans. „Hvernig dirfist þú að fara inn í mitt her- bergi?“ hrópaði hún. Óttinn við dauðann ásótti hana, og í gegnum heila hennar þutu ráðagerðir um flótta, knúðar fram af þeim óróleika og skelk, sem hann skaut henni í bringu. „Það er ýmislegt, sem ég þarf að tala við þig um,“ sagði hann og rétti út hendina til þess að snerta við henni. Hún hörfaði undan. „Hvað ertu með fyrir aftan þig?“ spurði hún með óttablöndnu hvísli. Hann rauk á hana, og greip utan um hana þannig, að báðar hendur hennar voru fastar. Þeg- ar hann lyfti annarri hendinni til þess að gripa fyrir munninn á henni, skyldi hún hvað hann ætl- aði sér. Snúran vafðist utan um hægri handlegg- inn á honum, og hann skipti um og lagði vinstri hendina fyrir munn hennar. „Miskunn!" stundi hún. Hann hló framan í hana. Hann fann lykkjuna og lét hana renna yfir höfuð hennar. Svo — „Kerry veit það — Kerry veit það,“ sagði hún með óskýrri röddu, „ég skrifaði honum það. Leynilögreglumaður vakir yfir húsinu hérna dag og nótt. Ó!“ Lykkjan var farin að herða að hálsi hennar. „Þú hefir skrifað ?“ „Sagt honum — morð — ég gef mérki á hálf- tíma fresti — eftir fimm mínútur —“ Hann losaði hana varlega og hló stöðugt á meðan hann flutti hana til, svo að hann gæti séð út um gluggann. Maður stóð með bakið að garð- veggnum og reykti stuttan vindil. Þegar leið að því, að gefa skyldi hálftíma merkið, leit hann rannsakandi upp í gluggann. „Þú hafðir aldrei imyndað þér, að ég væri svona góður leikari,“ sagði Hermann og brosti stirðlega. Hún reikaði yfir að glugganum og lét fallast niður í stól. „Ég hefi vonandi ekki gert þig hrædda?“ spurði hann með röddu, sem átti að vera blíðleg. Hún skalf frá hvirfli til ilja. „Farðu!" sagði hún. „Farðu burtu. Nú veit ég hvert leyndarmál þitt er!“ Hann sá þann kost vænstan að fara og tók silkisnúruna með sér. Hún var allt of þýðingar- mikið sönnunargagn til að skilja þannig eftir. Hún beið þangað til hún heyrði hann tala niðri í forstofunni, þá flýði hún inn í svefnherbergi sitt og læsti hurðinni. Með skjálfandi höndum klæddi hún sig í eins fljótt og hún gat og hljóp niður stigann. 1 forstofunni rakst hún á Martin. „Láttu mig fá göngustaf — fljótt, það er sama hver það er. Hann hlýddi, og þegar hann kom aftur með göngustaf með fílabeins handfangi, sem bróðir hennar átti, var hún komin út í dyr. Hún leit á klukkuna, hana vantaði tuttugu mínútur í níu. Hún náði sér í leigubíl og ók í Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig ,,L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. —^ L-hringurinn hefir feikna 'miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sína and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear. Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af því að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir þeirra setti það skilyrði í erfðaskránni, að þau byggju saman í fimrn ár og nú eru að- eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera óttast bróður sinn. Bray kemur til að sækja Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn nemendanna, fær verðlaun. Hjá Zeberlieff eru fjórir menn til miðdegisverðar. Vera vill ekki koma niður til þeirra, en Zeber- lieff fer þá upp til hennar og ætlar að ráða hana af dögum. áttina til Vigo Street, og því nær, sem hún kom manninum, sem hún vissi að elskaði hana og því frelsi, sem beið hennar, því hughægra varð henni. Gordon Bray beið, hún borgaði bílinn og lét hann fara. „Ég vissi, að þér mynduð koma," sagði hún fegin og stakk hendinni undir arm hans. „Gordon," sagði hún og var mikið niðri fyrir, — það er undarlegt hvemig tvær manneskjur gátu sama daginn orðið snortnar af þvi að vera nefndar með fornafni — „þér hafið þekkt mig í þrjú ár.“ „Og tuttugu og fimm daga, ungfrú Zeberlieff," sagði Gordon, „ég tel dagana.“ Augun, sem horfðu á hann stöfuðu Ijóma, sem hann hafði aldrei séð fyrr. „Kallaðu mig bara Veru,“ sagði hún blíðlega. „Þú mátt samt ekki halda, að ég sé mjög frek .... ég vil aðeins að — þér þykir vænt um mig, er það ekki?“ Gordon varð svo ringlaður, að honum fannst allt snúast fyrir augum sér. „Ég elska þig,“ sagði hann alvarlegri röddu. „Þá verðurðu eflaust umburðarlyndur við mig, þótt ég geri eitthvað, sem þér geðjast ekki full- komlega að,“ sagði hún enn blíðari en áður. „Ég trúi ekki, að þú gerir neitt slíkt,“ sagði Gordon. Og þarna í Regent Sti’eet, mitt í iðandi um- ferðinni, rétti hún honum varir sínar og hann kyssti hana. Þetta gat vakið furðu, verið skemmtilegt eða hlægilegt — allt eftir því, hvemig á það var litið. Svo ýtti hún honum fram á við með sér og sagði: „Og sýndu mér nú nýju búðina hans Kings Kerry.“ „Þarna er hún,“ sagði hann og benti á húsa- röð. Hún hljóp yfir gangstéttina og að glugga verzl- unarinnar. Allt í einu hóf hún stafinn með fílabeinshand- fanginu á loft, sló honum í rúðuna og mölbraut hana. Lögregluþjónn tók stúlkuna. 11 „Almáttugur!“ sagði Gordon Bray. Én Vera hló og hún hló áfram, þegar lögreglan ók henni í bíl til Marlborough Street og enn hló hún morg- uninn eftir, er hún var dæmd í þriggja vikna fangelsi. King Kerry, sem sat á ákærendabekknum ásamt Bray, virtist skemmta sér ágætlega. Eftir þrjár vikur átti Vera að taka á móti sínum hluta föðurarfsins og allar brellur bróður hennar hlutu nú að verða árangurslausar. Út úr fangelsinu myndi hún koma sem frjáls kona i fyllstu merk- ingu þess orðs. En það er af Bray að segja, að hann skyldi nú, hvernig i öllu lá, en þó horfði hann áhyggjufullur á hið fagra andlit hennar. Hvernig mundi hún þola þessar þrjár vikur í fangelsinu. Og hvað um hann sjálfan? Þessi tími yrði honum óbærilegur. En minningin um heitar varir hennar mundi vera honum huggun harmi gegn. 15. KAPlTULI. Maðurinn, sem las á milli línanna. „Ég gat ekki komið í skrifstofuna aftur i gær- kvöldi,“ sagði Elsie, ,,og ég reyndi að ná í yður í síma, en þér voruð hvergi, þar sem maður gat átt von á að þér væruð.“ Það var dálítil ásökun í röddinni, því að hún hafði gjarnan viljað hitta hann, til þess að segja honum það, sem henni lá á hjarta. „Nei, ég var þar ekki,“ sagði King Kerry og strauk grátt hárið. Milljónamæringurinn gat ver- ið bamslegur, er honum fannst hann vera í sök og Elsie þótti hann þá sérstaklega aðlaðandi. „Ung kunningjakona min braut rúðu í Regent Street,“ sagði hann afsakandi. „Ég ætla aldrei að verða laus við þessar bölvaðar lögreglustöðv- ar,“ bætti hann við í gremjulegum tón. „Er nokkuð að frétta af nýja félaginu?“ „Ætli það ekki,“ sagði Kerry og beit af vindl- inum, ,,en stúlkan er i fangelsi." „Nú!“ sagði Elsie í mótmælatón, „þér hafið þó ekki látið setja hana inn?“ „Jú, víst gerði ég það,“ sagði hann og brosti elskulega. Hann sá, að Elsie var áhyggjufull á svipinn og að hún beið eftir skýringu. „Þetta er svo óiíkt yður,“ sagði hún og það vottaði fyrir ásökun í röddinni. „Þér eruð vanir að vera umhyggjusamur um fólk, sem lendir í vandræðum. Mér er óljúf sú hugsun, að þér séuð öðra vísi en ég hélt þér væruð.“ „Allir eru öðru vísi en menn halda að þeir séu,“ sagði hann með áhyggjusvip. „Ég býst við, að þér hafið ekki lesið það, sem sum New York- blöðin skrifuðu um hinar miklu jámbrautafyrir- ætlanir mínar. Nei, ég bjóst ekki heldur við því,“ bætti hann við, er hún hristi höfuðið. „Einhvern tíma skal ég finna úrklippumar og sýna yður þær, svo að þér sjáið, hve slæmur maður getur verið, án þess að lenda i fangelsi." „Þér getið ekki sannfært mig,“ sagði hún ákveðin, „ég er ekki einu sinni viss um að þér hafið gert það, sem þér sögðuð mér frá.“ „Jú, það gerði ég vissulega,“ sagði hann, „en ég get bætt þvi við strax, að stúlkan er vinkona min, og að hún var ólm í að komast í fangelsi og að ég var neyddur til að hjálpa henni. Annars getið þér eflaust séð eitthvað um þetta í blöð- unum.“ Hún rétti honum eintak af „Evening Herald“. „Þér getið lesið um það í yðar eigin blaði,“ sagði hún hreykin og rétti honum morgunútgáf- una. Hann flautaði. „Því hafði ég nærri gleymt,“ sagði hann. „Þér eruð búnar að kaupa það?“ Hún kinkaði kolli. Hún var fögur á að líta, þar sem hún stóð með hendur fyrir afí.an bak, rjóð í kinnum og augun leiftrandi af ákafa. Hún var eins og bam, sem finnst það eiga hrós skilið og bíður óþolinmótt eftir viðurkenningu. „Hve mikið borguðuð þér?“ „Getið þér!“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.