Vikan


Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 10

Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 4, 1941 ! «=* Heimilið Matseðillinn. Navarin úr kindakjöti. 3 kg. kindakjöt (frampartur). 1 y2 líter vatn. 4 vænar gulrætur. 1 dós grænar baunir. 2 matskeiðar tómat eða ensk sósa. y2 matskeið salt. iys matskeið matarlitur. 3 vænir laukar. 50 gr. hveiti. 75 gr. smjörliki. Kjötið er þvegið með vel uppundnum lérefts- dúk, höggvið eða skorið i hæfilega stóra bita. Gulrætumar em afhýddar og skomar í litla ten- inga, laukurinn brytjaður fínt og kjötið brúnað á pönnu og látið upp í pott með vatni ásamt salti, matarlit, tómat, brúnuðum gnlrótum og lauk. Soðið hægt í 5 til 6 stundarf jórðunga. Þá er kjötið tekið upp, sósan jöfnuð með hveitinu, sem áður hefir verið hrært út í köldu vatni, meira salt og matarlit, ef þarf. Sósan er soðin í-8 min- útur og hrært vel í á meðan. Kjötið látið í pott- inn aftur og því haldið heitu. Borið á borð með soðnum eða brúnuðum kartöflum, en er bezt með kartöflumauki. Ef þér emð þreyttar á að kalla á börnin í mat, þegar þau em úti að leika sér, þá fáið yður litla flautu næst þegar þér farið í bæinn að verzla; það sparar yður bæði fyrirhöfn og erfiði. Ef þér eruð að sjóða eitthvað, sem sterk lykt er af, þá setjið á eldavélina svolítið af ediki á pönnu. Það eyðir allri matarlykt. Karrýsúpa. 4 litrar gott fisk- eða kjötsoð. 80 gr. smjörlíki. 80 gr. hveiti. 1 teskeið karrý. iy2 peli þeyttur rjómi. 100 gr. heilsoðin hrísgrjón. Soðið er hitað, smjörið brætt og hveiti og karrý jafnað saman við. Þynnt út með sjóðandi soðinu. Súpan er soðin í 5 til 8 mínútur og bætt út í salti, ef soðið hefir ekki verið nógu salt. Rétt áður en súpan er borin fram, er þeyttum rjómanum og hrísgrjónunum jafnað saman við. Húsráð. Ef límið í limglasinu hefir þomað eða harðnað, er hægt að mýkja það með því að setja út í það ögn af ediki og láta það standa einn eða tvo daga. Notið pappírsklemmur í stað tituprjóna, þegar þér erað að falda eitthvað úr þykku efni. Klemm- umar halda alveg eins vel og þær skaða efnið ekkert, eins og hætt er við, að títuprjónarnir geri þegar þeir em þvingaðir gegnum þykkt efni. Tómas Guðmundsson: Stjörnur vorsins. Nú er komin út þriðja ljóðabókin eftir Tómas Guðmundsson. Sú fyrsta kom út árið 1925 og nefndi hann hana „Við sundin blá“. Kvæðin í þeirri bók voru viðfeldin og vel ort, en báru þó ekki svo sérstakan svip né voru svo stórfelld, að þau næðu að afla honum mikillar viður- kenningar. 1 því safni eru þó kvæði, sem ekki mundu skera úr, þótt þau hefðu birzt í annarri hvorri síðari bóka hans, eins og t. d. þetta, sem heitir „Seytján ára!“: Svo ung ertu ennþá, að ekki hót þig grunar hve undisleg sértu; en bráðum færðu að vita að unnustan mín ertu! Og brúðkaup vort skal standa er vorsins fyrstu vindar af víðisdjúpi anda. Svo búumst við til ferðar til framandi landa. Ég á þar litla heimsálfu handa okkur tveimur. — Nei, handa okkur einum! Og hallir læt ég reisa úr heimsins dýrstu steinum. Við vorþyt villtra skóga, við vín og angan blóma skal vakað allan daginn. — Og djúp skal okkar gleði þó sígi sól í æginn. Því höllin okkar ljómar með hvítum kertaljósum. — Með hvítum björtum ljósum! Svo leiði ég þig til sængur. — Við sofum á rósum! Árið 1933 kom önnur ljóðabókin út eftir Tómas Guðmundsson. Hana kallaði hann „Fagra veröld“. Og nú hlaut Tómas fulla viðurkenningu á svipstundu. Allir voru á einu máli um það, að hann hefði skipað sér á bekk meðal fremstu ljóðskálda sam- tíðar sinnar hér á landi. Ljóðin komu í þremur útgáfum á stuttum tíma og er það óvenjulegt um kvæðabækur. Og nú hefir hann sent frá sér þriðja ljóðasafnið: „Stjörnur vorsins“. Þar er jafnfáguð efnismeðferð og í „Fagurri ver- öld“. Óvenjulegur tónn og skemmtilegur er í sumum þessum kvæðum, eins og t. d. „Þegar ég praktíseraði", og skulu hér birt fjögur erindi úr því: Svo opnaði ég kontór með skrifborð, skáp og sima. Það skorti ekki vitund á þessi húsakynni, nema ofurlítinn praxis og útborgunartíma, sem var algerlega vanræktur á skrifstofunnni minni. Því á skrifstofunni minni, þar rikti ró og næði. Jafnvel mkkamir bmgðust og þóttust ekki sjá mig. Og var þá nokkur furða, þó ég færi að yrkja kvæði um þau fyrirbrigði lífsins, er sóttu tíðast á mig? Þá kvað ég um þær hugsanir, sem hendi næstar vom, um harma mína, gleði og alls kyns tilfinningar. Á vandaðasta skjalapappír orti ég öðru hvom, en oftast nær á stefnur eða víxiltilkynningar. En seinast, þegar eyðublöðin entust mér ei lengur, hvað átti ég þá framar við skrifstofu að gera? Með kærri þökk fyrir viðskiptin ég kunngerði eins og gengpir, að cand. jur. Tómas Guðmundsson væri hættur að praktisera! Og að lokum þetta meistaralega gerða kvæði, „Þjóðvísa“: Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans. Ég var sælust allra í bænum. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum, þvi meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að og sorgin gleymir engum. Og seinna vissi ég betur, að birtan hverfur ótt og brosin deyja á vörum. Því seinna hef ég vakað við sæng hans marga nótt. Þeir sögðu hann vera á föram. Þá talaði hann oft um hið undarlega blóm, sem yxi í draumi sínum. Og orð, sem gáfu tungu hans töfrabjartan róm, urðu tár í augum mínum. Svo tóku þeir úr örmum mér hinn unga fagra svein og eftir var ég skilin. Við sængina hans auðu ég síðan vaki ein, unz sólin roðar þilin. En systur mínar! Gangið þið stillt um húsið hans, sem hjarta mitt saknar! Ég er dularfulla blómið í uraumi hins unga manns, og ég dey, ef hann vaknar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.