Vikan


Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 4, 1941 VIPPA-SOGUR Vippi og storkurinn. ___________ Barnasaga eftir Halvor Asklov. - Vippi litli sat á vatnsbakkanum og buslaði með fótunum í volgu vatninu, en það var svo gruggugt, að hann langaði ekki til að baða sig í því. Hann fór dýpra með fæturna, til þess að vita, hvort það væri svona hlýtt nema á yfir- borðinu. En þá missti hann handfestuna og rann út í. Það var laglegt að fá sér bað í fötunum, hugs- aði Vippi, þegar hann kom upp aftur eftir þetta óvænta bað, og fyrst hann á annað borð var orðinn blautur væri bezt að hann synti svolítið. Hann stakk sér nokkrum sinnum og synti síðan að stórum og fögrum vatnsliljum og lyktaði af þeim. Það var annars reglulega þægilegt að baða sig í volgu vatninu. Honum lá ekkert á upp úr aftur. Vatnið var spegilslétt. Nei, þarna sá hann dá- litlar gárur, eins og eitthvað væri þar á ferðinni. En þegar hann synti þangað, var yfirborðið orðið slétt aftur. Allt i einu sá hann glitta á eitthvað niðri í vatninu. Það var stór fiskur og Vippa sýndist hann vera alveg hreyfingarlaus. Það var naum- ast hægt að sjá að tálknin bærðust. „Góðan daginn, herra þorskur, ég hefi séð yður áður,“ sagði Vippi glaðlega, því að honum sýndist þessi fiskur líkastur þorski, er hann hafði einu sinni hitt úti í hafi. Fiskurinn svaraði ekki, og Vippa datt fyrst í hug að synda til hans og vita, hvort hann svæfi, en þá var eins og hvíslað væri að honum, að hann skyldi ekki nálgast þetta dýr. Augun í ,,þorskinum“ voru uppglennt og ósköp illileg. Nú var gin hans galopið og skein í marg- ar oddhvassar tennur. Vippi sneri við á augabragði og fiskurinn tók á rás líka. Vippi náði i eina vatnslilju og ætlaði að reyna að komast upp úr vatninu. Hann rak frá sér hljóð og reyndi að sparka i fiskinn, sem var alveg rétt fyrir aftan Vippa. Nú er öllu lokið fyrir mér, hugsaði Vippi, þvi að honum tókst ekki að komast upp úr vatn- inu. En þá var hann allt í einu gripinn úr lofti með einhverju, sem líktist helzt rauðum skærum, og lyft upp úr vatninu. 1 sömu svipan heyrðist skvamp mikið. Það var frá fiskinum, sem reynt hafði að seilast eftir bráð sinni, en varð að láta í minni pokann og gefast upp við það. Vippi lá í grasinu og horfði sljóum augum á rauðu skærin, sem nú voru búin að sleppa takinu. Hann neri augun og glápti. Hvað var þetta? „Skærin“ voru áföst við höfuð. Og i rauninni voru þetta alls engin skæri, heldur nef á risafugli með stóra vængi, er voru svartir og hvítir, og langan, rauðan fót. „Þú ert meiri risafuglinn!“ sagði Vippi undr- andi. „Hvað segirðu, er ég risi?“ sagði fuglinn móðg- aður. „Ég vil ekki hafa, að þú uppnefnir mig. Sjálfur ertu bara pottormur. Þykistu kannske vera maður, peðið þitt!“ „Fyrirgefið — ég átt bara við það, að þér eruð stórfenglegur, mikilfenglegur fugl, því að þér eruð fugl, er það ekki?“ Fuglinn hristi höfuðið undrandi. „Kannast þú ekkert við mig? Því hefði ég aldrei trúað! Fyrr á timum var ég mjög frægur, hvert mannsbarn þekkti mig, en nú er öllu farið aftur. Ótal sögur eru til um mig. Eg er storkurinn. Hefirðu aldrei heyrt getið um það, að ég hafi komið með böm- in, sem foreldramir þráðu og treystu heimilis- böndin betur en nokkuð annað? Áður fyrr var ég í heiðrum hafður — nú segir fólkið ekki einu sinn bömunum, hvað ég heiti. Ég hefi jafnvel ver- ið að hugsa um að flýja til Egyptalands, vegna alls þessa skilningsleysis og virðingarleysis héma, en konan mín er á öðru máli. Á hverju vori verður hún ólm i að komast hingað til Dan- merkur. Hún er vanaföst, blessunin!“ „Ég þakka yður kærlega fyrir að bjarga mér,“ sagði Vippi, þegar hann loksins komst að. „Blessaður vertu, það var ekki neitt. Ég gerði það aðallega til að stríða geddunni, þvi að annars hefði hún gleypt þig með húð og hári.“ „Hann er svei mér fallegur fóturinn yðar,“ sagði Vippi hrifinn. „Já, mér finnst það líka,“ sagði storkurinn. „En hefði ekki verið heppi- legra að hafa tvo venjulega fætur, heldur en einn svona stóran?" spurði Vippi. Storkurinn virti Vippa fyrir sér. Svo rétti hann frá sér ann- an vænginn og þá kom í ljós annar fótur, sem hafði verið í felum. „Á hvað ertu að glápa?“ spurði hann Vippa. „Mig langar til að vita, hvort það eru fleiri fætur?“ sagði Vippi. „Hvað gengur að þér, dreng- ur, heldurðu að ég sé einhver ófreskja?" spurði storkurinn og reigði höfuðið, og einkenni- legt, skröltandi hljóð heyrðist. Vippi tók um eyrun, og þeg- ar þessi hávaði hætti ekki, ætl- aði hann að læðast burtu, en þá lét storkurinn af látunum og sagði: „Vertu bara rólegur, litli vinur! Hvert ætlarðu?“ „Ég skal segja yður eins og er, að ég þoli bara ekki þennan hávaða." „Hávaða! Sagðirðu hávaða?“ spurði fuglinn sármóðgaður. „Það er naumast! Ég sem var að syngja." „Kallið þér þetta söng? Þér ættuð að heyra í næturgalanum. Hann syngur vel, það verð ég að segja!“ „Hver fugl syngur með sínu nefi,“ sagði stork- urinn, „en nú skulum við koma heim til mín.“ „Og ég líka?“ spurði Vippi. „Já, auðvitað. Ég hugsa, að ungamir hafi gam- an af að leika sér við þig.“ Og storkurinn tók hann aftur í nefið og flaug með hann heim í hreiðrið sitt. Storkamamma ávítaði bónda sinn fyrir að hafa verið of lengi i burtu. „Ungamir ekki heima og þú ekki heima. Mér leiðist að vera svona ein.“ sagði hún. „Ég er með leikfang handa börnunum,“ sagði storkurinn og lagði Vippa frá sér í hreiðrið. „Þetta!“ sagði storkamamma undrandi. „Það líkist rnanni!" „Ég er mannsbarn frú,“ sagði Vippi, „og ég vil alls ekki vera neitt leikfang." „Þetta er svo sem líkt honum gamla mínum," sagði storkamamma. „Ungarnir eru orðnir full- orðnir. Þeir leika sér ekki að brúðum. Auðvitað hefir hann komið með þig hingað til þess að leika sér sjálfur við þið.“ „Svona .. . svona,“ sagði storkurinn, en hún greip framm í fyrir honum: „Finnst þér ekki vera nógu margir í þessu litla hreiðri?" „Hann tekur ekki mikið rúm,“ svaraði stork- urinn, „og ég get sofið standandi." „Já, en bara að þú fallir þá ekki niður af þakskegginu, vinur minn, en þú um það — og nú er kominn timi til að kalla á ungana. Það er orðið meira kvölddrollið á þeim!“ Og nú byrjuðu storkahjónin að kalla á ung- ana sína og eftir stutta stund sáust þrír fugl- ar koma langt í burtu. „Þeir eru ekki enn þá orðnir leiknir i að setj- ast,“ sagði storkapabbi við Vippa, meðan þeir flugu yfir bændabýlin. „En það kemur með æf- ingunni -— hafðu ekki svona hátt, kona góð, þeir verða ekki eins öruggir ef þú ert alltaf að þessum köllum til þeirra." En hún hrópaði hvatningar og ráðleggingar um það, hvemig þeir ættu að fljúga. Fyrst þegar ungarnir kom i hreiðrið héldu þeir, að Vippi væri matur handa sér og urðu fyrir vonbrigðum, er þeir fengu að vita, að þeir máttu ekki éta hann. En svo féll allt í ljúfa löð á milli þeirra og þegar Vippi komst að því að honum var engin hætta búin, tók hann aftur gleði sina, þvi að honum þótti i rauninni anzi gaman að því að heimsækja storkana. S ON THE HOTTEST £>AY OF YEAR THE COMMITTEE VJOUUD PICK A SUBJECT UIKE THIS COf’VRian. 19,0. KINC fCATUMS lrl.tHCATt I—. WOAkO Q-& A heitasta degi sumarsins. Fyrirlesarinn: „Og nú leggjum við leið okkar yfir eyðimörkina, þar sem hitinn er að meðaltali 45°

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.