Vikan


Vikan - 17.07.1941, Page 3

Vikan - 17.07.1941, Page 3
VIKAN, nr. 29, 1941 3 Dauda-Geisuriir jt Nýtt mpn í (hz>iáítunn.L i/jub SYKLAHA Framh. af fyrstu síðu. legum tækjum. Nýjar uppgötvanir voru þá árangurinn af brautryðjendastarfi af- burðamanna. Það var því ekki að undra, þótt að um tvær aldir liðu áður en menn tóku að renna grun í, að smáverur þær, sem Leeuwenhoek uppgötvaði, hefðu ákveðið hlutverk að vinna í lífsheildinni. Einn hinn merkasti brautryðjandi vís- indanna á nítjándu öldinni var Louis Pasteur. Nafn hans er skráð gullnu letri í sögu vísindanna og mannkynsins, og það er sem óafmáanlegur minnisvarði um hina þrotlausu þekkingarleit mannsins og þrautseigju. Það var Louis Pasteur, sem sýndi fram á þá staðreynd, að gerjun, rotn- un og sjúkdómar eiga rót sína að rekja til starfsemi ósýnilegra gerla. Árið 1864 lá öll vínframleiðsla Frakk- lands undir skemmdum sökum einhverrar dularfullrar sýkingar. Pasteur var fenginn til að rannsaka vandamál þetta. Honum tókst von bráðar að finna gerilinn, sem orsakaði sýkinguna. Þó var ekki öll lausn- in fengin. Það varð að finna ráð til að upp- ræta gerilinn, án þess að spilla bragði og gæðum vínsins. Tilraunir Pasteurs leiddu til þeirrar niðurstöðu, að með því að hita vínið í nokkrar mínútur við hæfilegt hita- stig, mátti drepa gerilinn, án þess að rýra gæði vínsins. Þetta var upphafið að þeirri alþekktu gerilsneyðingaraðferð, sem kennd er við Pasteur og nefnd „Pasteurization“. Eftir þetta tóku rannsóknir á þessu nýja sviði miklum og skjótum framförum. Menn öðluðust æ meiri þekkingu á eðli þeirra smávera, er orsökuðu gerjun, rotnun og sjúkdóma í mönnum og skepnum. Þégar búið var að finna orsökina, varð að finna ráð til að vinna bug á henni. Pasteur benti á leiðina með gerilsneyðingaraðferð sinni. Aðrir vísindamenn komu til sögu og leit- uðust við að leysa viðfangsefnið með því að nota ýms kemisk efnasambönd til að l. eyða gerlum. Fyrstan þeirra má nefna Uster lávarð, ér fann upp á því snjallræði, að sótthreinsa sár með karbólsýru og nota karbólsýruúða til sótthreinsunar við hol- skurði. Með aðferð þessari tókst Lister að Dr. Harvey C. Rentschler, höfundur hinnar nýju gerilsneyðingaraðferðar. Hann er talinn einn hinn mesti vísindamaður, sem nú er uppi. bjarga lífi og limum margra manna, sem að öðrum kosti hefðu orðið örkumla eða dáið af blóðeitrun. Þessi aðferð Listers fékk almenna útbreiðslu meðal lækna víðs- vegar um lönd, og fyrir þessa uppgötvun sína er hann nú talinn einn af mestu vel- gerðarmönnum mannkynsins. Þessi gerilsneyðingaraðferð Listers skóp nýtt tímabil í baráttu mannsins við hina ósýnilegu óvini, sýklana. Vísindamenn víða um heim kepptust um að finna kemisk efnasambönd, er gætu drepið sýklana, hvar sem þeir væru í mannlegum líkama, án þess þó að valda sjálfum sjúkiingnum skaða. Slík allsherjar sótthreinsun var á læknamáli nefnd Sterilisatio Magna. 1 sambandi við slikar tilraunir uppgötvaði Ehrlich arsenik-sambönd, er drápu Syphilis- eða sárasóttar-sýkilinn í blóði mannsins. Hér var einnig um mikinn vísindalegan sigur að ræða, er gerði nafn Ehrlichs frægt um allan heim. Pasteur, Koch (sem fann tæringarsýk- ilinn) og fleiri, unnu að því að framleiða blóðvatn (serum) gegn banvænum sýklum. Og Pasteur krýndi verk sitt með því að framleiða blóðvatn við hundaæðinu (hydro- phohiunni), sem læknar höfðu allt til þess tíma staðið ráðþrota gagnvart. Þannig mætti lengi telja, en þar sem tilgangurinn er ekki sá, að gefa yfirlit yfir alla þá stórsigra, sem maðurinn hefir unn- ið í baráttu sinni við sýklana, skal ekki farið lengra út í þessa sálma. Þessar þrjár aðferðir, sem hér hefir ver- ið minnst á, sem sé hitun, kemisk efna- sambönd og blóðvatn, hafa verið megin- vopn mannsins í hinni þrotlausu baráttu hans við gerlana, sem láta hann ekki í friði, hvorki dag né nótt, — alla æfina á enda. En nú hafa vísindin fengið manninum nýtt og öflugt vopn í hendur, sannkallaða ,,dauða-geisla“, sem strádrepa gerlana á nokkrum sekúndum í loftinu og allsstaðar þar, sem geislarnir ná til þeirra. Geislar þessir eru viss tegund af hlnum svonefndu útfjólubláu geislum. Nú munu máske ýmsir spyrja: Hvað eru útfjólubláir geislar? Enginn, er sér dagsins ljós, mun hafa farið varhluta af því, að líta ljósfræðilegt fyrirbrigði eitt í náttúrunni, sem nefnist regnbogi. Fyrirbrigði þetta er í ’vitund flestra svo hversdagslegt, að þeir gefa því næsta lítinn gaum, og sjá ekkert merkilegt við það. I ritningunni, eins og menn muna, er regnboginn talinn tákn þess sáttmála, sem guð gerði við mennina eftir syndafall- ið, um það, að aldrei framar skyldi flóð eyða jörðina. En hvað sem um þetta má segja, þá er regnboginn óræk opinberun þeirra sanninda, að hið hvíta ljós er sett saman úr ótal bylgjutegundum, sem hver hefir sinn sérstaka lit og sín sérstöku áhrif á allt, sem á jörðu lifir. En þegar að er gáð, eru þessir fögru litir regnbogans, sem 3. 4. Þessar merkilegu myndir sýna, hvernig „dauða-geislarnir“ drepa gerlana. 1) Frumdýr, sem aðeins er ein cella • (paramecia), í eðli- legu ástandi. 2) Eftir 30 sekúndu geislun tekur það að tútna út. 3) Það heldur áfram að tútna út, vegna veiklunar á frumu- veggnum. 4) Að síðustu rifn- ar frumuveggurinn og frumdýrið deyr af „innvortis spreng- ingu“.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.