Vikan - 17.07.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 29, 1941
13
Dularfullur atburdur
Framhaldssaga
eftir AQATHA CHRISTIE.
Poirot er frœg' persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaður — hliðstæður Sherlock
Holmes í sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir.
„Já, rétt er það. Þetta er skóflan, sem gröfin
var grafin með,“ sagði Giraud. „En það hjálp-
ar okkur ekkert. Henauld átti skófluna sjálfur,
og maðurinn, sem notaði hana, var með hanzka.
Þarna eru þeir.“ Hann benti á tvo óhreina hanzka,
sem lágu á jörðinni. ,,Og þá átti Renauld líka,
■eða réttara sagt garðyrkjumaðurinn hans. Ég
segi yður það satt, að mennirnir, sem frömdu
þennan glæp, voru ekki að taka á sig neina
áhættu. Maðurinn var rekinn í gegn með sínum
eigin rýting og mundi hafa verið grafinn með
sinni eigin skóflu. Þeir álíta sig ekki hafa skilið
eftir nein ummerki! En ég skal samt ná í þá.
Það er alltaf eitthvað að fara eftir! Og það ætla
■ég að finna."
En nú virtist Poirot vera upptekinn af ein-
hverju allt öðru. Stutt, blettótt blýrör lá við
hliðina á skóflunni. Hann snerti það gætilega með
fingrunum.
„Átti sá myrti þetta lika?“ spurði hann, og
mér fannst eins og vottaði fyrir hæðni í rödd-
inni.
Giraud yppti öxlum, eins og til þess að sýna
að hann hvorki vissi það eða kærði sig um að
vita það.
„Það getur hafa legið hér vikum saman. Ég
hefi að minnsta kosti engan áhuga fyrir því.“
„Mér finnst það aftur á móti mjög merkilegt,"
sagði Poirot blíðlega.
Ég gat þess til, að hann væri bara að reyna
að stríða leynilögreglumanninum, og hafi það
verið ætlun hans, þá tókst honum það. Giraud
snéri sér við með þjósti og sagði, að hann mætti
engan tíma missa. Siðan fleygði hann sér aftur
á hnén og hélt áfram að leita.
Á meðan datt Poirot eitthvað í hug og hafði
gengið inn í garðinn og tók i handfangið á skúr-
hurðinni.
„Hún er læst,“ kallaði Giraud og leit við. „En
garðyrkjumaðurinn notar hann bara, til þess að
geyma blómsturpotta og annað slíkt. Skóflan var
úr geymsluskúmum uppi við húsið, þar sem líkið
liggur, en ekki héðan."
„Dásamlegt,” tautaði Bex ánægður. „Hann er
bara búinn að vera hér i hálfa klukkustund, og
samt veit hann um alla hluti! Hvílikur maður!
Giraud er vafalaust bezti leynilögreglumaður
samtíðar sinnar.”
Enda þótt mér væri í raun og veru ekkert um
þennan drembiláta leynilögreglumann, þá var ég
þó innst inni hrifinn. Maðurinn virtist dugnaðar-
legur að sjá. Ég gat ekki varist þeirri tilfinn-
■ingu, að hingað tii hefði Poirot ekki unnið neitt
þrekvirki, og það gramdist mér. Athygli hans
virtist öll vera við ómerkilega smámuni, sem ekki
'kæmu málinu hið minnsta við. Og nú spurði hann
allt í einu:
„Hr. Bex, viljið þér gjöra svo vel og segja
niér, hvers vegna þessi kalkaða lína er í kring-
um gröfina? Er það eithvað, sem lögreglan hefir
fundið upp á?“
„Nei, herra Poirot, þetta tilheyrir golfvellin-
um. Það er viðvíkjandi golfspilinu.”
„Viðvíkjandi golfspilinu?" Poirot snéri sér að
Jnér. „Þetta er ólöguleg hola, fyllt með sandi og
•halli niður frá henni öðru megin. Er það ekki
rétt?“
Ég kinkaði kolli.
Forsaga:
Hercule Poirot, leynilög-
reglumaður, hefir hvatt
félaga sinn til að skrifa niður frásögu af
dularfullum atburði, sem gerðist í námunda
við „Villa Geneviéve” í Frakklandi, en þeir
bjuggu saman í London, er þetta átti sér
stað. Frásögumaður byrjar á því, að hann
hittir í járnbrautarlest einkennilega stúlku,
sem Segist vera leikkona. Hún kallar sig
„Öskubusku", þegar þau skilja. Nafn sitt
vill hún ekki segja honum. Poirot fær bréf
frá miljónamæringnum Renauld, sem biðst
hjálpar, af því að hann er hræddur um líf
sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve” í Frakk-
landi. Þegar þeir félagar koma þangað, er
þeim sagt, að Renauld hafi verið myrtur.
Poirot ákveður að taka þátti í rannsókn
málsins með frönsku lögreglunni. Rann-
sóknardómarinn yfirheyrir Francoise ráðs-
konu. Hún segir frá konu, frú Daubreuil,
sem Renauld hafi verið í þingum við og
hafi heimsótt hann kvöldið áður. En Denise,
þjónustustúlka segir, að það hafi verið
önnur kona. Hótanabréf, undirritað „Dulcie“
finnst í frakkavasa Renaulds. Þeir skoða
skrifstofu Renaulds og Poirot finnur hom
af rifinni ávísun, sem á er ritað nafnið
„Duveen“. Eftir það fara þeir að skoða lik-
ið. Ráðskonan kemur og segir, að frú Ren-
auld geti tekið á móti þeim. Þeir fara upp
til hennar og hún segir þeim frá þvi, sem
bar við um nóttina. Þeir finna úr, sem
morðingjarnir hafa brotið á glerið. Sonur
hennar er á ferðalagi til Buenos Aires og
Santiago. Síðan fara þau í líkhúsið. Þar
fellur frúin í yfirlið, er hún sér lík manns
síns. Eftir líkskoðunina fara þeir að rann-
saka morðstaðinn. Rétt fyrir utan húsið
finna þeir spor í blómsturbeði, en halda að
þau séu eftir garðyrkjumanninn. þeir hitta
Giraud leynilögreglumann.
„Leikið þér golf, hr. Poirot?“ spurði Bex.
„Ég? Nei, aldrei! En sá leikur!” Hann varð
mjög ákafur. „Hugsið þér yður; allar holumar
eru mismunandi á lengd. Hindranirnar eru ekki
stærðfræðilega útreiknaðar. Jafnvel grænu blett-
irnir eru ójafnir! Það er aðeins eitt, sem er alveg
rétt og það er þetta, sem kallað er þúfur! Þær
eru þó að minnsta kosti reglubundnar.”
Ég gat ekki stillt mig um að brosa að þessari
einkennilegu skoðun Poirots á golfspilinu og litli
vinurinn minn brosti til mín og nú vottaði ekki
fyrir hæðni í svip hans.
„En Renauld hefir án efa spilað golf?“
„Já, honum þótti mjög gaman að því. Það var
aðallega honum að þakka, að þessi völlur var
búinn til. Hann studdi það fjárhagslega. Hann
tók sjálfur þátt í að gera uppdráttinn.“
Poirot kinkaði kolli og var hugsi. Síðan sagði
hann;
„Það var ekki mjög hentugur staður, sem
glæpamennirnir völdu til að fela líkið á! Þegar
verkamennimir byrjuðu að grafa, hlutu þeir að
finna likið.“
„Einmitt,” sagði Giraud sigri hrósandi. „Og það
sýnir, að þeir hafa verið ókunnugir hér um slóðir.
Það er ágæt, óbein sönnun.“
,,Já,“ sagði Poirot dálítið efablandinn. „Enginn,
sem væri kunnugur myndi grafa lík hér, nema
hann óskaði eftir, að það findist. Og það er mjög
ósennilegt, eða er það ekki?“
Giraud var ekki að ómaka sig á að svara.
„Já,“ sagði Poirot dálítið óánægður. „Jahá,
það er mjög ósennilegt.“
VII. KAPlTULI.
Hin dularfulta frú Daubreuil.
Þegar við vorum á leið til hússins aftur, af-
sakaði Bex sig og sagðist þurfa að láta rannsókn-
ardómarann vita um komu Girauds. Giraud hafði
virzt mjög glaður, þegar Poirot sagðist vera bú-
inn að sjá allt, sem hann þyrfti að sjá. Það
seinasta, er við sáum, þegar við yfirgáfum golf-
völlinn, var Giraud, sem skreið á fjórum fótum
og rannsakaði allt með mikilli nákvæmni. Ég gat
ekki látið vera að dást að honum. Poirot las af
svip mínum, það sem ég var að hugsa og undir
eins og við vorum orðnir einir, sagði hann
hæðnislega;
„Að lokum hafið þér fundið þá tegund leyni-
lögreglumanna, sem þér dáizt að — mann, sem
er sporhundur. Er það ekki rétt?“
„Hann reynir þó að minnsta kosti að gera eitt-
hvað," sagði ég kuldalega. ,,Ef eitthvað er að
finna, þá finnur hann það áreiðanlega. En þér . ..“
„Jæja, ég hefi líka fundið ofurlítið! Það er blý-
rör.“
„Vitleysa er þetta, Poirot. Þér vitið vel, að það
kemur glæpnum ekkert við. Nei, ég átti við smá
merki — spor, sem myndu leiða okkur rakleitt
til morðingjans.”
„Vinur minn; þráður, sem er meira en hálfur
meter á lengd, hefir ekkert meiri þýðingu en
þráður, sem er tveir millimetrar á lengd! En
það er þessi ágæta hugmynd yðar, að öll um-
merki séu meira virði, ef þau eru lit.il. Ef þér
segið, að þetta blýrör komi glæpnum ekkert
við, þá er það aðeins af því, að Giraud sagði
yður það.“
Þegar ég ætlaði að skjóta einni spurningu inn
í, sagði Poirot:
„Nei, við skulum ekki tala meira um það.
Lofið þér Giraud að leita og mér að hugsa. Þetta
lítur út fyrir að vera mjög einfalt — og þó,
vinur minn, er ég ekki ánægður! Og vitið þér
af hverju? Vegna armbandsúrsins, sem flýtir sér
um tvær klukkustundir á sólarhring. Þar að
auki eru nokkur smáatriði, sem ekki virðast vera
rétt. Ef til dæmis morðingjamir hafa ætlað að
hefna sín, hvers vegna ráku þeir þá ekki rýting-
inn í gegn um Renauld í rúminu og létu sér
nægja það?“
„Þeir vildu ná í „leyndardóminn”, sagði ég.
Poirot hristi kusk af erminni sinni og var
óánægður á svipinn.
„Já, en hvar í veröldinni er þessi „leyndar-
dómur" ? Sennilega spölkorn héðan, fyrst þeir
vildu láta Renauld klæða sig. Þó finnst hann
myrtur rétt hjá húsinu. Og er það tilviljun, að
vopn eins og þessi rýtingur skuli liggja svona á
glámbekk ?“
Það komu hrukkur í ennið á honum og hann
þagnaði. Eftir stundarkom sagði hann:
„Hvers vegna heyrði þjónustufólkið ekkert?
Var búið að gefa þvi svefnlyf? Er einhver með-
sekur í húsinu, sem sá um, að dymar væm í
hálfa gátt? Gæti skeð að ... ?“
Við námum allt í einu staðar. Við vorum komn-
ir að veggnum, sem lá heim að húsinu. Allt í einu
sneri Poirot sér að mér.
„Vinur minn, nú ætla ég að koma yður að
óvömm, ég ætla að gleðja yður! Ég hefi tekið