Vikan


Vikan - 17.07.1941, Síða 14

Vikan - 17.07.1941, Síða 14
14 aðfinnslur yðar til umhugsunar! Við förum og rannsökum nokkur fótspor!“ „Hvar ?“ „1 blómabeðinu, sem ekkert tré er í. Bex segir, að það séu spor garðyrkjumannsins. Við skulum vita, hvort það er rétt. Þama er hann einmitt að koma með hjólbörurnar sínar.“ Það var alveg rétt. Roskinn maður kom eftir veginum með hjólbörur fullar af jurtum. Poirot kallaði á hann; maðurinn sleppti börunum og kom haltrandi til okkar. „Ætlið þér að fá annað stígvélið hans og bera það saman við sporin í beðinu?" spurði ég og greip andann á lofti. Álit mitt á Poirot fór að aukast aftur. Þegar hann sagði, að sporin í beð- inu væru merkileg, þá hlaut það að vera rétt athugað. „Einmitt," svaraði Poirot. „En ætli honum finnist það ekki undarlegt?" „Hann tekur ekkert eftir því.“ Nú gátum við ekki talað meira saman, því að gamli maðurinn var kominn til okkar. „Vilduð þér finna mig, herra minn?" spurði hann. „Já. Hafið þér verið garðyrkjumaður hér lengi?" „1 tuttugu og fjögur ár.“ „Hvað heitið þér?“ „Auguste, herra minn." „Ég var að dázt að þessum fallegu blómum. Þau eru mjög falleg. Er langt síðan þér gróður- settuð þau?“ „Það er þó nokkuð síðan. En ef beðin eiga að vera falleg, verður alltaf að taka visnu blómin og gróðursetja ný í staðinn." „Settuð þér ný blóm í gær? Þessi þarna í miðjunni og svo önnur í hitt beðið?" „Þér sjáið vel. Það tekur alltaf einn til tvo daga fyrir þau að rétta úr sér. Já, ég gróður- setti tíu nýjar plöntur í hvort beð seinni hluta dagsins í gær. Þér vitið sjálfsagt, að það má ekki setja niður plöntur, á meðan sól er hátt á lofti." Auguste var mjög uppveðraður yfir áhuga Poirots og vildi gjama tala við hann dálitla stund. „Þama er mjög falleg jurt," sagði Poirot og benti á eitt blómið. „Kannske ég gæti fengið græðling af henni?" „Já, með ánægju." Gamli maðurinn var mjög ánægður, steig inn í beðið og skar græðling af plöntunni, sem Poirot hafði bent á. Poirot þakkaði honum mjög vel fyrir og Auguste fór aftur og tók hjólbörumar sínar. „Þama sjáið þér,“ sagði Poirot brosandi. Hann beygði sig yfir beðið og rannsakaði fótspor garð- yrkjumannsins. „Það var mjög auðvelt." „Ég skil ekl^i vel . ..“ „Að fóturinn myndi vera kyrr í stígvélinu ? Þér notið ekki gáfur yðar nægilega. Jæja, hvað sýnist yður um þetta spor?“ Ég rannsakaði beðið gaumgæfilega. „öll sporin í þessu beði eru eftir sömu stig- vélin," sagði ég að aflokinni rannsókninni. „Yður sýnist það? Jæja, ég er yður sammála," sagði Poirot. Hann leit út fyrir að vera að hugsa um eitt- hvað allt annað. „Þér hafið þó að minnsta kosti einni grillunni færri núna,“ sagði ég. „Guð minn góður, hvernig þér talið, maður. Hvað meinið þér?“ „Ég meina, að nú hættið þér að hugsa um þessi spor." Mér til mikillar undrunar hristi Poirot höf- uðið. „Nei, nei, vinur minn. Að lokum er ég kominn á rétta leið. Ég er ekki búinn að átta mig enn, en eins og ég sagði Bex, þá em þessi spor það merkilegasta, sem við höfum fundið enn. Aum- ingja Giraud, ég yrði ekkert hissa, þó að hann sæi þau alls ekki." Nú opnuðust útidyrnar, og Hautet og fulltrúinn komu út. VIKAN, nr. 29, 1941 Vikunnar. Lárétt skýring: — 1. bændasam- tökin. — 15. prangaði. — 16. yfir- gangur. — 17. knattspyrnufélag. — 18. sverð. — 19. starf. — 20. forsetn- ing. — 21. dvel. — 23. gengu í vatni. — 24. í geislum. — 26. atviksorð. — 27. mann. — 29. skammst. — 31. tónn. — 32. vinna. — 34. dvalarleyfi. — 36. opið. — 40. gagni. — 41. skart- gimi. -—- 42. bullar. — 43. felling. — 44. milli sjóa. — 45. sameining. —. 48. brotans. — 51. hrærir. — 52. pípumar. — 53. lengdareining. -— 55. vökvi. — 56. nikkel. — 57. tek. — 59. eykt. — 61. átt. — 62. skammst. — 63. ávarp. — 65. kærleikur. — 67. forsetning. — 69. vitfirring. — 70. fljóta. — 72. ekki. — 73. vafði. — 76. múgann. — 78. búshluta. Lóðrétt skýring: — 1. plögg. — 2. fara. — 3. titill. — 4. ávant. — 5. bærast. -— 6. syni. — 7. tala. — 8. hljóð. — 9. hryðjan. — 10. skinn. — 11. stafimir. — 12. sk.st. — 13. greinir. — 14. svívirt- ir. — 22. Ás. -— 23. bjóða við. — 25. korni. — 26. dýrshúðin. — 28. kaðall. — 30. straumur. — 31. máða. — 33. vinsemd. — 35. millistétt. — 37. náir. — 38. síðdegis. — 39. klaki. — 40. húss. — 45. fyndni. — 46. eigri. — 47. líta. — 48. ílát. — 49. kona. — 50. hagleikinn. — 54. ull. — 58. þjálfaðan. — 59. elta. — 60. lík. — 61. afrennsli. -— 64. gangstígs. — 66. fór í kaf. — 68. dý. — 69. reiða. — 71. útlim. — 72. atviksorð. — 74. grein- ir. — 75. glíma. — 76. gömul mynt. — 77. gull. ]Dað er alveg: áæidan legl/ Þegar hertoginn frá Lancaster reið dag nokkurn fyrir 500 árum gegnum eina af götum bæjarins, datt ein skeifan af hest- inum hans. Síðan hafa menn minnzt þessa staðar, og einu sinni á ári er gamla skeif- an tekin upp og ný látin í staðinn. * Það er álitið, að Raphael hafi sett met, sem enginn annar hefir getað hnekkt. Að undanteknum tveimur eða þremur af mál- verkum hans, sem einstakir menn eiga og sjálfsagt eru ekki föl fyrir minna en 4 milljónir króna, eru öll verk hans á lista- söfnum og þjóðminjasöfnum. • Árið 1904 kom maður til London, sem hélt því fram, að hann væri innfæddur íbúi Formosa. Á þeim tímum, hafði enginn Evrópumaður komið þangað. Maðurinn sýndi stafróf, orðabók og myndir frá For- mosa. I þrjátíu ár var hann hylltur um alla Evrópu sem ,,eini Formosinn", þangað til það kom í ljós, að hann var svikari. * I Bandaríkjunum ber meira á því, að karlmenn segi rangt til um aldur sinn en konur. Þessi veikleiki amerísku karlmann- anna, sem annars eru í alla staði karl- mannlegir, var staðfestur í manntali síð- ustu fimm ára, þar sem töluvert fleiri karl- menn gáfu upp rangan aldur en konur. Hvort þeir skrifuðu sig eldri eða yngri, skal þó látið ósagt. Lausn á 96. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. orf. — 3. kænlega. — 9. skó. — 12. fá. — 13. busl. — 14. rofa. — 16. óð. — 17. skjóm'i. — 20. slumpa. — 22. öfl. — 23. fák. — 25. sló. — 26. æri. — 27. fella. — 29. iðn. — 31. arð. — 32. bar. — 33. elg. — 35. sæl. — 37. K. N. — 38. hengiflug. — 40. má. — 41. kerti. — 42. aflar. — 44. elli. — 45. gólf. — 46. ótætt. — 49. lesna. — 51. tá. — 53. afarkosti. ■— 54. át. — 55. ill. — 57. aka. — 58. stó. — 59. ýfa. — 60. mak. — 62. Snata. — 664. æta. — 66. und. — 68. ari. — 69. oft. — 71. útpára. ■—■ 74. hrauka. — 76. ló. — 77. ræna. — 79. kyrr. — 80. og. — 81. ama. — 82. matbúri. -—■ 83. ýti. Lóðrétt: •— 1. ofsi. — 2. rák. — 3. kuml. — 4.. Æsi. — 5. N. L. — 6. er. — 7. gos. — 8. aflá- — 10. kóp. — 11. óðar. — 13. bófi. — 15. auli. — 18. jörð. — 19. kál. — 21. móðs. — 23. fergi. — 24. klefa. ■— 26. ærn. — 27. fantataks. — 28.- allflesta. — 30. næm. — 31. akneyti. — 32. ber. — 34. gul. -— 36. lágfóta. — 38. heita. — 39. gagni. — 41. kló. — 43. róa. — 47. æfa. — 48. trana. — 49. losti. -— 50. stó. — 52. álm. — 54. áfa. — 56. laup. — 59. ýttu. — 61. knár. — 63. arm. — 664. æfar. -— 65. múla. — 67. dræm. — 69. orri. — 70. bagi. — 72. tóm. — 73. ana. — 74. hyr. — 75. kot. — 78. at. — 79. kú. Svör við spurningum á bls. 5. 1. Ölfusvatn. 2. Frægur grískur harmleikahöfundur, uppi 525—456 f. Kr. 3. 1 Karibiskahafinu, sem liggur upp að Mið- Ameríku. 4. Pólskur píanóleikari og tónskáld (1810—49). 5. Þórður Andrésson, sem Gissur jarl tók af lifi 1264. 6. Danskur sagnfræðingur, uppi um 1200. 7. Japönsk eyja, fræg fyrir framleiðslu garð- ávaxta. Þar urðu hræðileg eldgos 10. jan. 1914. 8. Fram til 999, fimmtudaginn í 10. viku sumars, en eftir það fimmtudaginn í 11. vikunni og stóð tvær vikur. 9. 22. eða 23. apríl 1564 í Stratford on Aron, um 100 km. norðvestur frá London. Hann and- aðist 23. apríl 1616. 10. 1286; þá var stefnt utan öllum handgengn- um mönnum og 240 bændum til hernaðar gegn Svíum. En alþýða manna á Islandi neitaði þeirri utanstefnu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.