Vikan


Vikan - 24.07.1941, Qupperneq 3

Vikan - 24.07.1941, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 30, 1941 Æfintýri Fords kosti að gefa af sér 12 milljónir punda, sem eftir núverandi verði (20 cent fyrir pund- ið) er 2400000 dollara virði. Ford á landsvæði, sem er um 2500000 ekrur. Þar lifa 7000 menn, konur og börn í velbyggðum húsum. Þar er vatnsleiðsla, skolpræsi, kirkjur, sjúkrahús, skólar, kvik- myndahús, og steinlagðar götur. Fjárfram- lag Fords er talið vera 8 milljón dollarar. Nokkrum hluta þess f jár var varið þannig, að það varð til einskis. Það var enginn í allri veröldinni, sem gat sagt Ford, hvernig ætti að rækta gúmmítré í Brasilíu. Sagan um alla erfiðleikana, sem þurfti að yfir- vinna, ber vott um dirfsku, vísinda- mennsku og hugvitssemi. En gúmmíræktunin hefir alltaf vakið áhuga. Þegar Charles Goodyear fann 1839, hvernig hægt er að koma í veg fyrir að gúmmi springi í kulda og verði lím- kennt og daunillt á sumrum, þá byrjaði eftirspurnin eftir gúmmíkvoðu fyrir alvöru. Brasilíubúar fluttust þúsundum saman til héraðanna í kringum Amazon. Erlent, einkum enskt, fjármagn kom inn í landið. Nýjar borgir risu upp. Hás flaut gufubátanna, sem búnir voru til í Liver- pool, fældu apana frá ánni, því að áður kom varla fyrir, að bátur færi um ána. Forna borgin Fortaleza de Barra breyttist í gullborgina Manaos, með stórri höfn og frægu söngleikahúsi, sem gúmmíauðmenn- imir létu reisa. Alls staðar voru gúmmí- tré og ef hægt var að fá menn til að safna gúmmíkvoðunni þá var grundvöllurinn að velgengninni lagður. Úr því vandamáli var leyst á ýmsa vegu, og aðfarirnar ekki alltaf^ jafn mannúðleg- ar. Indíánar, sem bjuggu meðfram ánum urðu oft þeim að bráð, sem voru að leita að þrælum. Heil þorp voru tæmd af vinnu- færum mönnum. Sums staðar voru aðferð- irnar brögðóttar. Ef hægt var að ná í Indíána og venja þá á að borða salt, þá var björninn unninn. Þá urðu þeir að vinna sér fyrir fötum og salti og jafnvel grunn- hygginn bókhaldari gat haldið þeim í skuld við sig alla ævi. I öllum þessum gauragangi er mjög vafasamt, hvort nokkur í Brasilíu hafi vitað, að nálægt Singapore voru Malaya- verkamennirnir að byrja að taka óunnið gúmmí úr fyrstu trjánum, sem ræktuð voru. Englendingur, Henry Wickham að nafni, sem farið hafði til Brasilíu til að gerast plantekrueigandi, hafði útvegað þeim fræ. Hugmyndin um að rækta gúmmítré, í stað þess að eiga allt undir villtum trjám, heillaði Henry Wickham. Árið 1872 skrif- aði hann bók um Brasilíu og setti þar fram hugmyndir sínar. Brezka stjórnin bað hann þá að koma með gúmmítrjáafræ til Eng- í Brasilíu. Framhald af forsíðu. lands. Ef til vill gat þetta orðið jarðar- gróði fyrir brezku hitabeltisnýlendurnar. Wickham safnaði 70 þúsund fræurn með- fram Rio Tapajoz, þar sem harðgerðustu trén vaxa, og sendi þau til London. „Kew Gardens“ gróðurhúsin höfðu miskunnar- laust verið tæmd, og allar fágætu jurtirn- ar teknar þaðan. Síðan var gert rakt, heitt hitabeltisloftslag þar. Sumt af fræi Wickhams spíraði og litlu trjávísarnir voru fluttir gætilega til brezku Malaya. Bretarnir hlúðu að þeim í kyrrþey, á meðan þau voru að þroskast og breiða sig út og byrjuðu svo að setja á stofn ekrur. Á þessum tíma var eitthvað vísindalegt við þessa tilraun Breta, en ekkert, sem hræddi hina þráu gúmmíeigendur í Brasi- líu, sem djarflega buðu hitasóttum, högg- ormum, hungursneyðum og villimönnum birginn, til þess að geta sent með mikilli reglusemi svörtu kúlurnar með gúmmíinu niður að höfninni í Manaos. En loftbóla Brasilíu sprakk allt í einu. Árið 1910 náði gúmmí hæsta verði, sem það hefir nokkru sinni náð; meðaltal árs- ins var 2,07 dollarar fyrir pundið. Sama árið kom ofurlítið gúmmí frá Malaya-ekr- unum á markaðinn. Árið 1912 var farið að bjóða gúmmí frá ekrunum í stórum stíl. Gúmmíið úr villtu trjánum gat ekki keppt við það. Gúmmíið frá ekrunum var hreinna, betur búið til og ódýrara. Auður 3 Amazon-héraðanna leið undir lok og land- ið féll í afturför og hirðuleysi hitabeltisins. I fyrstu tóku Bandaríkin við lægra verð- inu og betra efninu með mikilli gleði. En seinna bundustu brezkir og hollenzkir ekrueigendur samtökum um ákveðið verð og gerðu samkomulag um að halda því uppi. Henry Ford og Harvey Firestone urðu fyrstir til að gera uppreisn. Firestone valdi Liberiu til sinna tilrauna, en Ford fór til Rio Tapajoz, þangað sem forfeður allra ekrutrjánna í Asíu áttu rót sína að rekja. Þar fékk hann einkaleyfi hjá stjórninni til að fá 2470000 ekrur af landi. Landsvæðið var skírt ,,Fordlandia“. Undir umsjón Bandaríkjanna var tekið til að ryðja frumskóginn. Nýtízku borg, Boa Vista, ,var reist með vísindalegu tilliti til frumskóganna. Þetta var ekki auðvelt verk. Það hafði í för með sér baráttu við slöngur, skor- dýr og fjandsamlega Indíána, sem reyndu að ræna konunum úr nýlendunni. Vinnan olli erfiðleikum. Fullorðnir menn, sem komu og voru spurðir um fyrri atvinnu, sögðust aldrei hafa unnið áður. Læknarnir rannsökuðu þá, gáfu þeim kínin og sendu þá í vinnuna, sem þeir fengu ótrúlega hátt kaup fyrir í augum þeirra innfæddu. Skógurinn var rifinn niður með geysileg- um hraða. Stór tré voru söguð niður í byggingarvið eða voru send til Bandaríkj- anna. Kjarrið undir trjánum var höggvið og brennt. Lengra inni í skóginum var safnað saman fræi villtra gúmmitrjáa, sem voru gróðursett á brennda land- svæðinu. Það var byrjað að vinna seint á árinu 1928. I lok ársins 1929' var búið að gróðursetja um það bil 1000 gúmmitré. Að Einkennisbúningar 1917 og 1941. Hér er samanburður á ein- kennisbúningum Bandaríkja- hersins 1917 og 1941. Tilvinstri er John M. Rice frá Homer, sem ber einkennisbúninginn frá 1917. Til hægri er John J. Murphy frá Jersey City, sem ber einkennisbúninginn, eins og hann er núna. Báðir þessir menn eru í hernum í Fort Dix.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.