Vikan - 24.07.1941, Qupperneq 6
6
VTKAN, nr. 30, 1941
Hungur■
Lestin rann af stað frá brautarstöðinni.
Tonie Tradnor, sem var með lestinni
lét sig detta ofan í sætið.
Hún byrjaði að tína innihaldið úr tösk-
unni sinni og raðaði því í keltu sína. Hún
tók umbúðir af súkkulaði, miða með heim-
ilisfangi einhvers og farmiða frá Los
Angeles til New York. Nánari rannsókn
leiddi í ljós varalit, púðurdós, greiðu, hálf-
tóman sígarettupakka og eldspýtustokk.
Hún fann líka 79 cent í smáu, lyklakippu
með þremur lyklum, hótelreikning ...
„Þá hefir það verið,“ hugsaði hún, „þeg-
ar ég stóð og var að tala við gjaldkerann.“
Hún snéri buddunni sinni við og hristi
hana. Það var ekkert þar lengur. Hún vissi,
að þar áttu að vera tveir nýir 50 dollara
seðlar.
Hár, ljóshærður, ungur maður kom inn
í klefann og settist andspænis henni. Hann
leit í keltu hennar og sagði: „Er þetta
vorhreingerning?“ Tonie virti hann ekki
viðlits.
Litlu seinna kom eftirlitsmaðurinn og
tók farmiðana. Tonie fékk honum miðann.
Nokkrar stundir liðu og stöðugt fór lest-
in fram hjá görðum með appelsínum og
ýmsum gróðri. Þá kom þjónn og sagði, að
hádegisverðurinn væri tilbúinn. Pólkið
gekk eftir ganginum fyrir utan á leið til
borðsalsins. Ljóshærði maðurinn stóð upp
og Tonie fann, að hann horfði á hana. Hún
einblíndi út um gluggann, og þá fór hann.
Hún stóð upp og gekk út á pallinn fyrir
utan og fékk sér eina sígarettu. Hún
reykti til þess að fá eitthvað annað að
hugsa um en hvað svöng hún væri. Henni
dvaldist lengi og hún reykti aðra sígarettu.
Áður en hún hafði lokið henni kom ungi
maðurinn og settist í stólinn við hliðina á
henni.
„Ætlið þér að fara langt?" spurði hann.
„Til New York,“ svaraði hún stuttlega.
„Það var einkennilegt. Ég fer líka til
New York.“
„Já, var það ekki! Það eru svo fáir, sem
fara til New York!!!“
Maðurinn horfði dimmbláum, undrandi
augum á hana. „Ég er að minnsta kosti að
fara þangað. Ég vildi, að við fengjum ein-
hverja betri ferðafélaga í Chicago. Ég
hefði átt að fljúga beina leið. Ég verð að
vera kominn til New York á föstudags-
morguninn.“
„Einmitt það,“ sagði Tonie kurteislega.
„Sannarlega! Ég ætla að halda brúðkaup
á föstudagsmorguninn. Stórt kirkjubrúð-
kaup um hádegið. Stærðar veizla á eftir.
Það væri ekki gott að koma of seint.“
„Líklega ekki,“ sagði Tonie. Það var víst
bezt að lofa honum að blaðra um giftingar
og mat, ef það var honum nauðsynlegt.
-og ást.
„Hvað segið þér mér um að fá yður glas
af víni?“ spurði hann.
Hún hristi höfuðið. „Nei, þökk!“
Hann kveikti sér í sígarettu. „Ég ætla
ekki að vera áleitinn við yður. En ég get
fullyrt að við erum þau eihu, sem erum
vNiiimmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmi<^
Smásaga
eftir
Faith Ellen Smith.
undir sextugt af öllu ferðafólkinu. Hvað
segið þér um að borða kvöldverð með mér
í kvöld?“
„Nei, þökk.“ Málrómur hennar var ofur-
lítið veikburða. Hún fann að maginn gerði
uppreisn og stóð upp. „Ég held, að ég sé
ekki alveg hraust,“ sagði hún aumingja-
lega.
Ljóshærði maðurinn fylgdi henni inn í
vagninn, hringdi á þjóninn og bað hann að
koma með kodda og vatnsglas.
Síðan fór hann, líklega til að fá sjálfum
sér eitt glas. Hún sá hann ekki aftur fyrr
en seint um kvöldið. Reyndar sá hún hann
ekki þá heldur, en heyrði hann flauta, þeg-
ar hann var að hátta hinu megin við skil-
rúmið. Henni heyrðist á honum, að hann
hefði fengið nóg að borða og drekka og
þætti vænt um allt og alla. Hún velti sér
á grúfu og tókst að lokum að sofna.
Morguninn eftir, þegar þau voru fyrir
Banamaður í annað sinn.
A. L. Tipton, sem er 16 ára, er hér í fangelsi í
Texarkana, eftir að hann játaði fyrir lögreglunni,
að hann hafi drepið John Dale Hilliard skólabróð-
ur sinn, 15 ára gamlan. Hann drap hann með
flösku, þegar þeir voru að slást. Fyrir einu ári
var han látinn laus gegn drengskaparheiti, eftir
að hafa verið tekinn fastur fyrir að skjóta mann,
þegar hann var 12 ára.
vestan Omaka, reyndi hún að slíta hugann
frá kaffinu, rjómanum, ristaða brauðinu,
gullnu smjörinu, fleskinu og eggjunum,
sem verið var að bera fram í borðsalnum.
Hún leit í spegil. Andlitið, sem mætti
henni var ekkert óvanalegt. Stór dökk
augu, dökkar augnabrýr og augnahár og
hrokkið, dökkt hár.
Henni fannst hún líta furðu lítið veiklu-
lega út. „Uss,“ hugsaði hún. „Sumir lækn-
ar segja, að það sé holt að svelta.“
Ungi maðurinn sat á móti henni og las
blað frá Omaha. Hann leit á hana og sagði:
„Góðan daginn. Þér ættuð að flýta yður,
ef þér ætlið að fá morgunverð.“
Hún brosti og sagði: „Þér hafið verið
snemma á ferli.“
„Ég sváf ekki vel. Ég hefi víst borðað of
mikið í gærkvöldi. Ég hrúgaði í mig matn-
um og borðaði þari að auki heilmikið af
ávöxtum. Ég vona, að þér hafið haft meira
vit fyrir yður.“
Tonie stundi einhverju upp. Henni fannst
hún ekki vera beinlínis svöng lengur, en
höfuðið virtist vera einkennilega létt.
Ljóshærði maðurinn rétti henni dagblað-
ið og fór út. Hún sá hann ekki aftur um
morguninn. Hún varð því fegin, því að nú
var hún farin að fá höfuðverk.
Ungi maðurinn var ekki kominn aftur,
þegar hringt var til hádegisverðar, en hún
sá allt fólkið fara eftir ganginum inn í
borðsalinn.
Hún horfði fast út um gluggann, á með-
an það var að fara framhjá. Hún mundi,
að hún hafði lesið um fólk, sem rak á
eyðieyjar eða villtist í skógum. Það hafði
allt getað lifað, á meðan það hafði nóg
vatn. Ef til vill hefði hún gott af vatns-
sopa. Hún stóð upp og gekk fram að vatns-
hananum og studdi sig við bökin á sæt-
unum. Hún drakk vatn úr pappabolla.
Áður en hún gat fyllt bollann í annað
sinn, fann hún, að eitthvað mundi gerast.
Hún leit til sætis síns. Það var marga
metra frá henni. Hún leit inn í næsta klefa
og sá, að einhver var að koma. Hún varð
að líta tvisvar við, áður en hún þekkti, að
það var ljóshærði maðurinn. Hann var
þungbrýnn og virtist hata allan heiminn.
Með seinustu kröftum sínum, hélt hún fast
í vatnskranann, þángað til maðurinn var
kominn inn í klefann. Þá sagði hún veik-
um rómi en rólega: „Fyrirgefið þér, en nú
er búið með mig.“ Síðan leið yfir hana, og
hann rétt náði að grípa hana, áður en hún
skylli í gólfíð.
Ókunnug rödd sagði: „Ég er viss um, að
það eina, sem að henni er, það er hungur.“
„Hungur?“ Þetta var rödd ljóshærða
mannsins.
„Ég gáði í töskuna hennar. Það er
ekkert, sem getur gefið neinar upplýsing-
ar um ættingja eða annað. Það er ekki
einu sinni einn dollar þar, og þjónninn
heldur, að hún hafi aldrei borðað í lest-
inni.“
„Drottinn minn dýri!“ sagði ungi mað-
urinn.