Vikan


Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 2

Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 31, 1941 Pósturinn Kæra Vika! Það eru tvö atriði viðvíkjandi al- mennri kurteisi, sem mig langar til að fá staðfestingu á. 1 fyrsta lagi: Þegar menn ganga í sæti sín í kvik- nayndahúsum eða leikhúsum, á þá ekki að snúa sér að þeim, sem komnir eru inn í röðina á undan manni og standa á meðan farið er fram hjá? 1 öðru lagi: Þegar. karlmaður kemur inn í búð eða banka, á hann þá að taka ofan ög halda á hattinum á með- i an hann er inni? K. R. Svar: Jú, það er siður, að snúa sér að fólkinu, þegar gengið er fram hjá þvi. Menn þurfa ekki að taka ofan, þegar þeir koma inn i búð eða banka. Tilbúnir íyrir árásina. Kæra Vika! Mig langar til að fá ráðleggingar um, hvemig hægt er að halda ferða- töskum úr leðri gljáandi og falleg- um ? Húsmóðir. Svar: Gott er að þvo þær úr blöndu af mjólk og benzíni. Síðan má bera á þær leðurlakk af sama lit eða bursta þær vel úr skóáburði af sama lit. Að lokum má bóna ofurlítið yfir þær. V i k a n HEIMILISBLAÐ Ritstjóm og afgreiðsla: Kirkju- stræti 4. Sími 5004. Pósthólf 365. Verð: kr. 2,40 á mánuði, 0,60 í lausasölu. Auglýsingum í Vikuna veitt móttaka í skrifstofu Steindórs- prents h.f., Kirkjustræti 4. Prentsm.: Steindórsprent h.f. Brezkur tundurspillir á verði í Miðjarðarhafinu. Verðir loftvarnabyss- anna standa reiðubúnir. Frétt hefir komið um, að loftfloti óvinanna sé á stjómborða. Fjögra þumlunga og 4,7 þumlunga byssurnar eru hlaðnar og tilbúnar. lillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Sendið auglýsingar í Vikuna í Steindórsprent h.f., Kirkjustræti 4. nniiiiiiimiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. pér kunnið ekki ensku, en purfið að gera yður skiljanlegan við Englendinga, Efni bladsins nn. a.: Gilli Gúmm. Grein um Gísla Guðmundsson söngvara. „Kongurinn" og hún Karólína gamla. Smásaga eftir Loft Guðmundsson. Tvöföld ánægja af myndatök- um. Grein eftir Fulton Wil- liams. Gissur fær sér vindil. Fréttamyndir. Pósturinn. Bréf send Vikunni. Það er alveg áreiðanlegt. Heimilið. Matseðillinn - Tízku- mynd - Meðferð ungbarna - Húsráð - Þeir, sem vilja megra sig. Vippi og vondi strákurinn. Erla og unnustinn. Það er alveg áreiðanlegt! Hótelgesturinn borgaði reikning sinn og fór. Forstöðumaðurinn kallaði á yfirþjóninn: „Fenguð þér ekki manninum á nr. 30 reikninginn ?“ „Jú,“ svaraði yfirþjónninn. ,,Ég held að ég hafi ekki gleymt neinu.“ „Ekki gat ég séð það,“ svaraði for- stöðumaðurinn. „En mér þykir það skrítið, að hann fór flautandi út.“ Erla og unnustinn. Oddur: Já, Erla, elskan mín. Það er geysileg abyrgð að vera forstöðumaður í svona stóru fyrirtæki. Erla: Ástin mín, þú ert dásamlegur. Hugsaðu þér bara, ungur maður eins og þú að vera svona hátt settur. Það er ótrúlegt. til þin snemma í kvöld. — ekki leggja of hart að mér. Forstjórinn: Oddur, segið mér strax, hvað það á að þýða að hafa skiltið mitt, sem á stendur „Forstjóri" hérna á skrif- borðinu yðar? Hvers vegna tókuð þér það úr skrifstofunni minni. Oddur: Ha — hvað — ó, já ... / Forstjórinn: Segið þér eitthvað, maður! Oddur: Drottin minn! Nú skali hurð Oddur: Ég hélt, að það þyrfti að þvo það. nærri hælum. Ég hélt, að hann hefði Óli, komdu með fægilöginn eins og ég sagði þér! farið út til þess að borða hádegisvérð. Flýttu þér að þessu. {n:\\ (>. títgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarm.: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. • 'iöjin dííi'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.