Vikan


Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 31, 1941 3 Gilli Gúmm. Framhald af fyrstu síðu. Fyrstu kennsluna, sem hægt er að segja að Gísli hafi fengið, fékk hann hjá Þor- steini járnsmið Jónssyni, sem stjórnaði söngfélaginu ,,Svanur“ á Seltjarnamesi og það var fyrsti söngflokkurinn, sem Gísli var í, þá átján ára gamall. En þegar hann var á sextánda árinu byrjaði hann að syngja í kirkjunni hjá Jónasi Helgasyni organleikara. Meðan Gísli var í Svan byrjaði hann að leika á lúður hjá Helga Helgasyni, en hann var dugnaðarmaður hinn mesti á mörgum sviðum: smiður, kaupmaður, slökkviliðs- stjóri og tónskáld, og mikill áhugamaður um lúðraleik, sem hann þó stundaði ein- ungis í hjáverkum. Helgi stofnaði fyrsta lúðraflokk landsins árið 1874, og hafði far- ið utan því til undirbúnings og naut til- sagnar hjá Baldvin Dahl, hljómsveitar- stjóra í Tivoli, sem Helgi minntist oft með virðingu. Hér við land var þá herskip, sem Heimdallur hét. Lúðraflokkur skipsins hélt skemmtun í Iðnó með lúðrafélagi Helga og var aðstoðað með píanói og harmoníum og básúnu-einleik, sem Gísli annaðist. Þóttu þessir hljómleikar takast vel og lýkur Einar skáld Benediktsson lofsorði á þá í blaðinu íslandi. Stjórnandi lúðrasveitar skipsins bauð Gísla með sér út með Heimdalli, svo að hann gæti full- komnað sig í söng- og hljóðfæraleik, en Gísli gat ekki þegið það sökum fátæktar. Þegar Gísli hafði verið um tvö ár í Svan, var hann eitt sinn staddur niðri í Austur- stræti. Var þá allt í einu tekið í eyrað á honum og sagt: „Þú hefir gott eyra. Langar þig ekki að vera með í söngfélaginu okkar, 14. jan.?“ Þorsteinn Jónsson. Þetta var þá Steingrímur Johnsen, en hann var söngstjóri þess og í þyí voru beztu söngkraftar bæjarins. Hann var móður- bróðir Árna Thorsteinsson tónskálds. „Það var fjörugasta og skemmtilegasta söngfélag, sem ég hefi verið með í og Steingrímur hinn glæsilegasti maður og stjórnarhæfileikar hans miklir,“ segirGísli. Félag þetta var stofnað fyrir aldamót og helztu söngmenn í því voru: Sigurður Waage verzlunarm., 1. tenor; Guðmundur Olsen kaupm., 1. tenor; Þórður Pálsson læknir, 2. tenor; Einar Sæmundsson stúd- ent, 2. tenor; Júlíus Jörgensen veitinga- maður, 2. tenor; Sigfús Einarsson tón- skáld, 2. tenor; Jón Aðils sagnfræðingur, 1. bassi; Brynjólfur Þorláksson söng- stjóri, 2. bassi; Björn Blöndahl lögfræð- ingur, 2. bassi; Þórður Guðmundsson frá Hól, 2. bassi; Þorkell Þorláksson lands- höfðingjaritari, 2. bassi. Brynjólfur Þorláksson var í „14. jan.“ og stofnaði eftir lát Steingríms söngfélag- ið „Kátir piltar.“ Það starfaði lengi af miklu f jöri og þótti takast ágætlega, eink- um í rómantískum lögum. Helztu söng- menn í því félagi voru: Valdimar Steffen- sen læknir, 1. tenor; Pétur Jónsson óperu- söngvari, 1. tenor; Guðmundur Pétursson nuddlæknir, 1. tenor; Jón Rósinkranz lækn- ir, 2. tenor; Guðmundur Gunnlaugsson verzlunarm., 2. tenor; Jónas Rafnar læknir, 2. tenor; Friðrik Rafnar vígslubiskup, 2. tenor; Hendrik Erlendsson læknir, 1. bassi; Þorkell Þorláksson, 2. bassi; Ólafur Rósin- kranz leikfimiskennari, 2. bassi; Páll Jóns- son frá Hlíðarendakoti, 2. bassi; Guðmund- ur Oddgeirsson bankaritari, 2. bassi; Jón Jónasson sonur Jónasar Helgasonar organ- ista, 2. bassi — „og væri nú gott að eiga þeim þrem síðasttöldu bössum á að skipa“, bætir Gísli við. Á sama tíma og „14. jan.“ var hér starf- andi, einnig með mestu prýði, annað félag, sem Halldór Lárusson, bróðir Péturs fyrrv. söngkennara, stjórnaði. Það félag hét „Hlín“ og söng Gísli þar líka með. Hall- dór var sönghneigður mjög og hinn mesti hæfileikamaður, en andaðist 22 ára gamall 1903. Allan þennan tíma, frá 16 ára aldri og til þessa dags — eða rúma hálfa öld —- hefir Gísli sungið í dómkirkjunni, nema um átta ára skeið og var það vegna þess, að sóknarnefnd neitaði að hækka greiðslu fyrir söng hans úr 12 krónum á mánuði í 15, þótt hann héldi einn uppi tenorrödd- inni í kórnum. — „I kirkjunni hefi ég sungið undir stjórn Jónasar Helgasonar, Brynjólfs Þorlákssonár, Sigfúsar Einars- sonar og Páls Isólfssonar, hins alþékkta, snjalla organista og góða drengs.“ Það var mikið um félagslyndi í gamla daga og dugnaðarmenn til að annast for- ustu, segir Gísli. Aldamótakvöldið dreif Helgi Helgason saman 80 manna blandað- an kór, sem söng á Austurvelli við góðan orðstír. Um og eftir aldamótin fór lúðrafélag Helga oft skemmtiferðir á sunnudögum, venjulega upp á Akranes, að Saurbæ á Hvalf jarðarströnd eða vestur að Búðum á Snæfellsnesi og var bæjarbúum gefinn kostur á að vera með og kostaði farið oft- ast 2 kr. og alltaf fullskipað. „Þá var nóg að drekka“, segir Gísli, „bæði bjór og brennivín, en enginn fullur og sungið alla leiðina heim af miklum krafti.“ Oft var farið með Reykjavíkinni og bauð eigandi skipsins, sem var norskur stórkaupmaður, Gísla tvisvar sinnum að kosta hann til náms erlendis. En Gísli gat ekki sinnt því. Álfakongur var Gísli fyrst fyrir alda- mótin á Austurvelli og þá voru þar um 180 álfar og mikið um dýrðir og allir álf- arnir tóku undir sönginn. David Heilman prentari, sem nýlega er látinn í Kaup- mannahöfn, var álfadrottning. Löngu síðar Standandi frá vinstri: Vigström klæðskeri, Gísli Guðmundsson bókbindari, Eiríkur Bjarnason járn- smiður, Gísli Finnsson járnsmiður, Þorsteinn Jónsson járnsmiður, Davíð Heilmann prentari, Ólafur Hjaltested kaupmaður. Fremri röð sitjandi: Helgi Helgason, Halldór Halldórsson verzlunarmaður (bróðir Gunnþórunnar Halldórsdóttur kaupkonu).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.