Vikan


Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 7

Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 31, 1941 7 VIPPA-SÖGUR Vippi og vondi strákurinn ----- BARNASA6A. ____ Dó að Vippa litla liði yfirleitt prýðilega í útilegunni við Sil- ungavatn og tjaldbúarnir væru oftast ákaflega skemmtilegir, þá átti hann líka sína döpru daga og erfiðleika og áhyggjur. Hann fékk stundum snupr- ur hjá hinum og þessum fyrir ýms smávægileg prakkarastrik, sem hann gerði, en þau voru ekki framin af illu innræti, heldur i bamaskap og af völdum ævintýralöngunar og til- breytingahneigðar. Skammt frá tjaldi Vippa var annað tjald. Það var nokkuð stórt, enda voru í því hjón með f jögur börn. Eitt þeirra var um fermingu, annað tiu ára, þriðja átta ára og fjórða fjögra ára. Af því að þessi börn voru nábúar Vippa, kom það oft fyrir, að hann hitti þau. Stundum voru systkinin að leika sér með fótbolta á sléttum velli rétt við lækinn. Þau höfðu búið sér til mark á milli tveggja all-stórra steina. Þegar Vippi kom til þess að horfa á leikinn, settist hann áiengdar og klappaði saman lófunum í hvert skipti sem elzta bróðurnum, Jónasi, tókst að setja mark hjá þeim næst elzta, sem hét Gísli. Þeir létu venju- iega Ivar, yngsta bróðurinn, gæta Diddu, systur sinnar, af því að hún var óviti, sem gat farið sér að voða, væri hennar ekki gætt. En Ivari þótti leitt að geta ekki líka tekið þátt í leiknum og var því alls hugar feginn, þegar Vippi kom til þeirra, því að hann var svo viljug- ur að leika sér við Diddu litlu. Hann fann upp á ýmsu skritnu og barrva- legu, sem hún hafði gaman af. Stund- um steypti hann sér kollhnís fyrir framan hana, stóð á höfðinu eða gekk á höndunum og þá kallaði hún af kátínu: „Meira, Vippi, meira!“ Stundum bjó hann til lítinn götu- spotta fyrir Diddu, með því að raða steinum og bera mold og sand á milli þeirra. Þá setti hún litlu brúðuna sina i litla bílinn sinn og dró hann eftir þessum litla vegi. Oft sat hann hjá Diddu og horfði á knattspymu þeirra bræðranna og söng þá fyrir hana mörg af falleg- ustu kvæðunum, sem hann kunni. Og þá henti það stundum, að hún stein- sofnaði hjá honum, einkum ef hann söng aftur og aftur „Erla, góða Erla“. Þegar Vippi tók eftir því, hvaða áhrif þetta lag hafði á Diddu litlu, sá hann, að það var heillaráð, ef hann var þreyttur á að leika sér við hana og vildi heldur horfa á knattspyrnuna, að láta hana setjast hjá sér og syngja þessa fögru vöggu- vísu. Eitt sinn sem oftar var hann búinn að svæfa Diddu svona og sat og horfði á Jónas og ívar skjóta á mark hjá Gísla. . Ivari tókst að skora þrjú mörk, hvert á fætur öðru, og Vippa þótti svo gaman að því, að hann hrópaði: „Húrra fyrir Iva! Húrra fyrir Iva! Eitt mark enn!“ Gísli leit Vippa óhýru auga, og þegar ívar gerði fjórða markið og Vippi hrópaði húrra, þá varð Gísli vondur og kallaði: ■ „Þegiðu, Vippi! Ég skal svei mér taka í lurginn á þér seinna.“ Gísla þótti sem sé ekkert leiðinlegt, þó að Jónas setti mörk hjá sér. En það var öðru máli að gegna með Ivar. Hann var yngri og Gísla þótti það miður, að hann skyldi geta sett svona mörg mörk í einu og þess vegna kunni hann illa húrrahrópun- urn í Vippa. Eftir þetta var Vippi aldrei óhultur fyrir Gísla. Þegar hann átti sér einskis ills von, kom boltinn fljúgandi aftan á hann, svo að hann steyptist fram yfir sig og meiddi sig stundum, ef hann lenti á steini. Og svo heyrði hann hláturinn í Gísla, er hann sagði: „Hitti ég ekki veld mark á Vippa- tetri núna! Er ekki reglulega gaman að fá svona skot í rassinn? Ætlarðu ekki að hrópa: Húrra, húrra! Eitt mark enn! Bíddu á meðan ég næ í boltann!“ En Vippi beið aldrei boðanna. Hann reyndi að forða sér í burtu hið fljót- asta, en stundum varð hann of seinn og fékk boltann aftur og valt enn um koll. Þetta var hræðilegt fyrir litla vin- inn okkar, því að hann hafði ekki meint neitt illt með þessum húrra- hrópum. Og þessar ofsóknir Gísla urðu til þess að Vippi hætti að þora að koma nálægt þeím bræðrunum, þegar þeir voru í knattspýrnu, eins og það hafði þó verið gaman. Ivar skildi ekkert í þessu og sótti Vippa stundum til að biðja hann um að hafa af fyrir Diddu. Þá hélt Vippi sig eins langt frá Gísla og hann gat. Ekki hafði Vippi klagað þennan óþokka- skap fyrir nokkrum manni. En ekki var Gísli enn búinn að ná sér eins niðri á Vippa og hann ætlaði sér. Honum þótti það of lítil ráðning að skjóta boltanum nokkrum sinnum í bakhlutann á honum. Eitt kvöld sat Vippi í mesta sak- leysi fram á lækjarbakkanum og skvampaði með fótunum í vatninu. Þetta var þó nokkuð langt frá tjald- inu. Hann hafði farið einn á göngu og var nú að hvíla sig, áður en hann héldi heim. Allt í einu heyrði hann þyt í lofti og eitthvað voðalega hart kom í bak- ið á honum, svo að hann steyptist út í lækinn. Þetta varð alveg óvænt og því fylgdi mikill sársauki, og þarna var djúpur hylur í læknum. Vippi fór á bólakaf og hann var nærri kafnað- ur, þegar hann skaut aftur upp koll- inum og gat dregið andann. En haldið þið, að Gísla hafi verið þetta nóg? Nei! Hann hafði alið með sér svo ljóta hefndarlöngun, að hann vildi kvelja Vippa sem mest. Þegar Vippi ætlaði að kornast upp á bakkann, hafði hann náð sér í langan lurk og varnaði Vippa að komast upp úr læknum. Hann varð því að synda aftur og fram í hyln- um, svona á sig kominn eins og hann var: þreyttur og særður. „Svona fer maður með hvolpa, sem eru að gelta, þegar þeir eiga að halda sér saman," sagði Gísli illilegur á svipinn. „Ég er svo þreyttur. Lof mér að komast á land,“ stundi Vippi litli upp. „Þú ert ekki orðinn nógu hreinn ennþá! Þér veitir varla af að vera svolítið lengur í baðinu! Ætlarðu ekkert að hrópa húrra núna?“ sagði Gísli. Vippi fór að þreytast mjög. þótt hann væri ágætur sundmaður. Vatn- ið var líka ónotalega kalt. En enga miskun virtist vera að finna hjá Gísla. Hann gætti þess vandlega, að Vippi kæmist hvergi upp að bakkan- um, svo að hann var alveg hættur að reyna það. Þegar Vippi var orðinn svo ör- magna, að hann var farinn að hugsa um að gefast upp, þá barst honum óvænt hjálp. Þrjár stúlkur, sem dvöldu í sumar- fríinu sinu í gistihúsinu við Silunga- vatn, komu gangandi niður með læknum. Þegar Gísli varð þeirra var. tók hann boltann sinn og flýtti sér í burtu. Vippi var orðinn ósköp máttfarinn, en gat þó náð í birkihríslu, sem slútti niður í lækinn. Stúlkurnar tóku ekki eftir honum og hann hafði ekki rænu á að gefa sig á tal við þær, svo að þær héldu áfram leiðar sinnar. Loks komst hann upp úr læknum, en gætti þess að vera ekki sömu megin og strákurinn hafði verið. Vippi hvíldi sig lengi í lítilli, grasi vaxinni laut og lötraði svo í hægðum sínum heirn í tjaldið — en sagði eng- um frá viðskiptum sínum við Gisla. Og feginn varð Vippi að sofna i hlýja svefnpokanum sinum þetta kvöld. þaó er aíveg áveíðartlegí/ Þó að William L. Currie frá Ontario í Kanada sé enn við góða heilsu, hefir hann leigt einn af veitingasölum bæjarins og borgað leiguna fyrir fram, til þess að fjöl- skylda hans og vinir geti haldið stórveizlu, þegar hann er dauður. * Árið 1831 varð járnbrautarslys í Suður- Karolína í Bandaríkjunum. Slysið orsakað- ist af því, að kyndarinn, sem var negri, varð svo leiður á hávaðanum í öryggislok- unni á gufukatlinum, að hann tók lokuna úr sambandi, og þá sprakk gufuketillinn. 1 mörg ár eftir þetta, varð að setja vöru- flutningavagn með baðmull inn á milli eim- vagnsins og farþegavagnanna, til þess að fólk þyrði að fara með lestinni, sem fór þessa leið. # Alheimurinn er víst það eina, sem ekki er hægt að búa til smálíkan af. Það er hægt að sjá þetta á því, að sé sett kúla, sem er 3 cm. í þvermál, í staðinn fyrir jörð- ina, þyrfti næsta fastastjarna að vera rúma 90000 km. frá henni. Mannagildr-ur í líkingu við dýragildrur, með öflugum stálskoltum, sem bitu utan um fæturna á mönnum, voru um eitt skeið mikið notaðar af enskum bændum til að grípa veiðiþjófa. En svo margt saklaust fólk lenti í gildrunum, að þær voru að lok- um bannaðar árið 1827. Stóra, gráa pokadýrið, sem lifir í Norð- ur-Ástralíu, er vafalaust það spendýr, sem met á í hástökki. Þó að það vegi um 180 pund, vita menn dæmi til þess, að á flótta undan veiðihundi hafi það stokkiö yfir limagirðingu, sem var 3 y2 meter á hæð. Ef Vestu-meyjarnar í Róm vanræktu skyldur sínar eða sviku loforð sín, voru þær múraðar lifandi inn í hofmúrinn. Af 25000 jómfrúm, sem hafa gætt eldsins helga í þau 1100 ár, sem venjunni var haldið uppi, hafa aðeins 18 vestumeyjar verið dæmdar til þess að taka þessa hegn- ingu út. * Hundasýningar munu vera vinsælustu dýrasýningar í Bandarikjunum. Árið 1935 kepptu 200000 hundar í fegurðarsam- keppni og kapphlaupi. Áhorfendurnir voru um eina milljón.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.