Vikan


Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 31.07.1941, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 31, 1941 var Gísli álfakongur uppi á íþróttavelli, í slitringsbyl, fjögrastiga frosti og norðan kulda. Þá söng Gísli öll álfakvæðin einn og var það mikil þrekraun — og sagt var, að söngurinn hefði heyrzt alla leið vestur á Bakkastíg. Fyrir þetta átti Gísli að fá 100 krónur, en fékk aldrei nema 75. Árið 1934 stofnaði Sigfús Einarsson blandaða kórinn ,,Heimir“, sem flutti verk, er ekki. höfðu þekkst hér áður. Kórinn samanstóð af dómkirkjukómum og öðrum beztu söngkröftum, sem völ var á. Þessi Helgi Helgason. merkilegi kór féll úr sögunni með dauða Sigfúsar. Enn er ótalinn einn þáttur í söngstarf- semi Gísla. Hann er búinn að syngja í 50 ár við jarðarfarir yfir mörg þúsund manns. ,,Að ég gat sinnt því starfi átti ég að þakka mínum gamla og góðviljaða hús- bónda, Bimi sál. Jónssyni, — og síðan stjórnendum Isafoldarprentsmiðju og nú síðari árin Gunnari Einarssyni, og er það ekki það eina, er hann hefir gert vel til mín,“ segir Gísli. ,,En í hvaða söngfélagi ertu núna?“ spyrjum vér. „Undanfarin ár hefi ég haft þá ánægju að mega telja mig félaga ,,Fóstbræðra“, undir hinni fáguðu söngstjóm Jóns Hall- dórssonar. Og vona ég að mega tilheyra þeim, það sem eftir er, þótt lítils verði kannske vert það lið, sem ég legg þeim.“ ,,En viltu nokkuð segja um Reykjavík á þessum tímum?“ ,,Það er alltof mikil víðátta að tala um hana í þessu sambandi,“ sagði Gísli. Gísli Guðmundsson hóf að vinna að bók- bandi 18. maí 1888 í ísafold og hefir verið þar alla tíð, nema þrjú ár, sem hann var við steinsmíði og eitt ár í vegavinnu. Hann segist vera reglulega ánægður með hlut- skipti sitt og aldrei hafa haft áhyggjur af því að safna auði — alltaf verið afar heilsugóður. alltaf nóg og alltaf verið ánægður. Auk þess, sem að framan getur, var Gísli lengi starfandi í Lúðrasveit Reykja- víkur og átti mikinn þátt í því, að „Hljóm- skáli“ félagsins við Tjörnina komst upp. Hann hefir alla tíð verið mikill áhuga- maður, ef hann hefir viljað koma ein- hverju fram. Og ekki má gleyma þátttöku Gísla í hin- um vinsæla „Þjóð- kór“ útvarpsins, en í honum hefir hann verið frá upphafi. Gísli Guðmundsson er hár maður og höfðinglegur og mundi hafa sómt sér vel sem ,,hetjutenor“, hvar sem verið hefði — en hlutverk hans hefir orðið það að syngja meðal alþýðu manna og fyrir fólk- ið hér á hinu svo að segja leiksviðslausa landi voru, og fá að launum hlýjan hug og þakkir almúgans á Islandi — og „það ^im„mh<mm„<m„„mim,m„,,,<<„,„„„„„ii„„,„iMi(MiMMMiMi<M„„„M,„M„„r,<, I Vitið pér pað? : 1. Hvað eru eyktarmerkin mörg og hvað = | heita þau? \ 2. Hver er formaður herforingjaráðs | I ameriska hersins? i C = = 3. Hvar á Islandi eru ræktaðar aprikósur, I \ perur og vinber? i j 4. Hvaða Islendingur var nýlega gerður i 5 að ráðherra í Kanada ? : 5. Hvað heitir stærsta borg á Jótlandi? § 6. Hvar féll Ólafur konungur Tryggva- | I son og hvenær var það ? : 7. Hvaða lönd liggja að Lettlandi? = 8. Hvenær fór kaffi að flytjast til Is- | | lands ? i 1 9. Hvað heitir Japanskeisari ? 1 10. Hver var fyrsti biskup á Islandi? | Sjá svör á bls. 14. eru mín beztu laun“, segir Gilli Gúmm að lokum. Þessa vísu sendi alþýðumaður Gísla, þegar hann var 50 ára: Söngsins fjör þú sífellt ber, samhljóm lúðra í brjósti þér. Kirkjuhvelfing hljómi fyllt hefir nafn þitt logagyllt. Tvöföld ánœgja af myndatökum. Eftir Fulton Williams. Síðastliðið sumar hafði ég meiri ánægju af myndavélinni minni en nokkru sinni fyrr, beinlínis af því að ég fór að mínum eigin ráðum og tók fyrir að mynda vissa tegund hluta. Ég tók til að mynda villt blóm, án þess að hafa nokkra sérstaka þekkingu á þeim. Eftir sumarið átti ég safn af blómamyndum, alls 150 myndir. Og í vondu veðrunum í vetur, eyddi ég mörgum ánægjulegum stundum við að greina í sundur, merkja og raða myndunum inn í hefti. En á þessu hefi ég lært ýmislegt, sem ég vissi ekki áður. I stuttu máli, ég hefi slegið tvær flugur í einu höggi: aflað mér fróðleiks og haft enn meiri ánægju af myndavélinni minni. Ég hefi mikla ánægju af að taka mynd- ir. En það er aukin ánægja í því að taka einn sérstakan hlut fyrir og safna sem flestum tegundum mynda af honum, rétt eins og maður væri sendur og ætti að safna öllum slíkum myndum, sem hægt væri að fá. Ég lærði þetta af vinkonu minni, sem allt lífið tók myndir af brúm. Það kemur ekkert málinu við, af hverju hún valdi brýr; það sem máli skiptir er, að nú á hún stórt safn af brúm, stórum og litlum. Við sérhverja mynd, bætir hún ofurlítið við þekkingu sína. Safn hennar sýnir á stór- merkilegan hátt þróun byggingarlistarinn- ar, hvað brúm viðvíkur. Því lengur, sem maður fylgir sama þræð- inum, þeim mun meiri ánægju hefir mað- ur af því. 1 Sacramento í Bandaríkjunum er maður, sem heitir D. R. Joslyn, er hefir í f jörutíu ár tekið myndir af járnbrautum. Hann á nú jTir 3000 jámbrautamyndir, sem nú eru orðnar ótrúlega mikils virði. En þar að auki hefir hann með þessu afl- að sér svo mikillar þekkingar um allt, sem járnbrautum viðvíkur, að hann er einn hinna fróðustu manna lands síns um sögu járnbrautanna. Að vísu getur maður ekki gert sér vonir um að standa jafnfætis Joslyn. En með því að byrja strax, þá gæti maður komizt nokkuð langt með t. d. bíla, skip eða eitt- hvað þti um líkt. Þetta má líka framkvæma á mörgum öðrum sviðum. Ég þekki mann, sem hefir Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.