Vikan


Vikan - 20.11.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 20.11.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 47, 1941 3 Karlakórinn Fóstbrœdur 25 ára. verið meðlimir kórsins en þeir, sem voru í K.F.U.M. Frá 1924 til 1936, er nafnbreytingin átti sér stað, var í raun- inni afarlítið samband á milli kórsins og K.F. U.M., nema hvað hann söng þar stöku sinnum. Árið 1936 er kórinn svo skírður upp og nefnist eftir það Karlakórinn Fóstbræður. Karlakórinn hefir aldrei lagzt niður eða hvílt sig þessi 25 ár; hann hefir starfað óslit- ið og haldið konsert á hverju ári, og mun vera elzti karlakór landsins, sem starfað hefir sam- fleytt. Og þar að auki hefir kórinn sungið við afar mörg hátíðleg tæki- færi, þar sem á slíkum söngkröftum þurfti að halda, og í því liggja meðal annars hinar miklu vinsældir, sem . kórinn nýtur meðal landsmanna. Nokkrir menn hafa, auk söngstjórans, tekið þátt í starfi kórsins frá upphafi, og eru það þeir Guðmundur Ólafsson bakarameistari, Hallur Þorleifsson verzlunar- maður, Helgi Sigurðsson húsgagnasm., Magnús Guðbrandsson verzlun- arm., Jón Guðmundsson verzlunarmaður, Sveinn Þorkelsson kaupmaður og Sæmundur Runólfs- son innheimtumaður. Árið 1924 kom ,,Han- delsstandens Sangforen- ing“ hingað til lands í söngför. Er meðlimir þess kórs höfðu heyrt NOREGSFARAK 1326. Fremsta riið, frá v. til h.: Sig Bogason, Þorb. Olafsson, Gottfred Bernhöft, Pétur Helgason, Gísli Sigurðsson. Önnur röð: Steini Helgason, Jón Guðmundsson, Björn E. Arnason, Símon Þórðarson, Jón Hall- dórsson, Óskar Norðmann, Hallur Þorleifsson, Hafliði Helgason, Pétur Halldórsson. Þriðja röð: Helgi Sigurðsson, Guðm. Ölafsson, Indriði Ölafsson, Einar Jónsson, Sig. Waage, Magnús Pálmason, Guðm. Magnússon, Magnús Guð- brandsson, Jón Dalmannsson, Viggó Þorsteinsson. Ef'sta röð: Guðm. Kr. Símonarson, Einar Leo, Magnús Ágústsson, Magnús Vigfússon, Sæm. Runólfsson, Guðm. Sæmundsson, Þorvaldur Thoroddsen, Jón Hj. Kristinsson, Kjartan Ölafsson. IS~ arlakórinn Fóstbræður á 25 ára afmæli í þessum mán- uði. Menn vita ekki nákvæmlega stofnunardaginn, en 23. nóv. held- ur kórinn fyrsta afmælissamsöng sinn og þá kemur út minningarrit í tilefni afmælisins. Hinn 29. nóv. verður haldið afmælishóf í Odd- fellow. Tildrög stofnunarinnar voru þau, að innan K.F.U.M. hér í bæ var mikið sönglíf og höfðu ýmsir haft þar söngstjórn á hendi. En í nóvember 1916 verður sú breyting á, að stofnaður er karlakór K.F. U.M. og söngstjóri ráðinn Jón Halldórsson, en fyrsti formaður kórsins var Vigfús Guðbrandsson klæðskerameistari. Val söngstjór- ans var ekki gert af handahófi, því að Jón var þaulvanur söngvari, vel kunnugur starfi karlakóra, söng- næmur með afbrigðum — og kom- inn af miklu hljómlistarfólki í báðar ættir. Hóf hann starf sitt við kórinn af frábærri alúð, sem haldizt hefir óslitin síðan. Áður hafði söngur karlakórs þess, sem starfaði innan K.F.U.M., einungis verið bundinn við félagið, en strax éftir stofnun hins nýja kórs undir stjórn Jóns Halldórs- sonar var farið að halda konserta fyrir almenning og var þaö gert í fyrsta skipti 25. marz 1917. Fram til ársins 1924 gátu ekki aðrir Danmerkurfarar 1931. Þessir átta menn hafa verið í kórnum frá stofn- un hans. Standandi, tald- ir frá vinstri: Helgi Sig- urðsson, Magnús Guð- brandsson, Guðmundur Ólafsson, Sveinn Þorkels- son. Sitjtuidi, frá vinstri: Jón Guðmundsson, Jón Halldórsson, Hallur Þor- leifsson, Sæmundur Run- ólfsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.