Vikan - 20.11.1941, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 47, 1941
Heimilið
Mafseðillinn.
Áfasúpa.
2 1. áfir. Heil kanelstöng. 2
sítrónusneiðar. 50 gr. rúsínur.
70 gr. hveiti. 2 dl. mjólk. Syk-
. ur eftir smekk.
Suðan er látin koma upp á áfunum,
hveitijafningnum bætt út í og iátið
sjóða í 5 minútur. Þá er kanelstöng-
inni, sítrónusneiðunum, rúsínunum og
sykrinum bætt út í. Bezt er að láta
rúsínumar í kalt vatn áður og láta
suðuna koma upp á því.
Fiskbollur. ,
750 gr. fiskur. % 1. mjólk. ^ 1.
rjómi. 1 matsk. hveiti. 1 tesk.
kartöflumjöl. 50 gr. smjör. 1
matsk. salt. Ví tesk. múskat.
Roð og bein eru tekin úr fiskinum.
Fiskurinn er hreinsaður vel, þveginn
og þerraður og hakkaður fjórum
sinnum með hveitinu, kartöflumjöl-
inu, saltinu og 'smjörinu. Síðan er
fiskurinn enn hakkaður sex sinnum
og % 1. mjólk hrært í smátt og
smátt. Þá er farsið hrært vel og því,
senj eftir var af mjólkinni og rjóm-
anum, bætt út í smátt og smátt.
Deigið er tekið með skeið og steikt
í brúnuðu smjöri á pönnu. Roðið og
beinin er soðið í vatni. Á hverja
pönnu, sem steikt er, er hellt Vz dl.
soði. Soðið er látið sjóða með bollun-
um í fáeinar mínútur og að lokum
hellt yfir bollurnar á fatinu.
Hrísgrjónabúðingur.
200 gr. hrísgrjón. 80 gr. smjör.
iy2 1. mjólk. Salt. 40 gr. sykur.
20 gr. möndlur. 40 gr. rúsínur.
3 egg.
Hrísgrjónin eru þvegin vel úr heitu
og köldu vatni og soðin í mjólkinni,
þangað til þau eru orðin meyr (um
það bil 2 kl.st.). Grauturinn er færð-
ur upp, köldu smjörinu, saltinu, sykr-
inum, hökkuðum möndlunum og
rúsinunum bætt út í. Þegar grautur-
inn er orðinn kaldur, er eggjarauðun-
ALLT,
sem þér þurfið
í ljúffengustu
réttina,
fáið þér hjá
um og þeyttum eggjahvítunum hrært
saman við. Síðan er búðingnum hellt
í mót, sem hefir verið smurt og stráð
innan með tvíbökumylsnu, og bakað
í vel heitum ofni í eina klukkustund.
Saftsósa er borin fram með búðingn-
um.
Hentugur morgunkjóll.
þ
7
Þessi kjóll er mjög einfaldur og
þægilegur. Hann er úr gulu striga-
efni með grænúm röndum. Rendum-
ar liggja þvert í uppslögunum á erm-
unum og berustykkinu, en langsum
í blússunni og ermunum og á ská í
pilsinu, vösunum og kraganum. Á
blússunni eru tveir litlir vasar, sem
eru eins og V í laginu. Að aftan eru
tvær litlar lokufellingar frá beru-
stykkinu niður að mitti. Grænt leður-
belti er notað við kjólinn. Um höfuð-
ið er ,,túrban“ úr sama efni og
kjóllinn.
Húsráð.
Ef þér kaupið kjöt og þurfið að
geyma það ósoðið í einn eða tvo daga,
er gott að dýfa því í blöndu af ediki
og matarolíu. Setjið eina matskeið af
ediki, tvær eða þrjár matskeiðar af
matarolíu og ofurlítið salt og pipar.
Fyrir skömmu sagði ég við einn
vina rninna, að ég ætlaði að dvelja
hjá systur hans, sem býr utan við
borgina, þá um kvöldið.
,,Ef ég hefði vitað það,“ sagði
hann, „hefði ég beðið þig fyrir bréf
til hennar, sem ég skrifaði í dag. En
ég er búinn að setja það í póst, svo-
að hún fær það í fyrramálið. Það er
dálítið einkamál, sem ég kæri mig
ekki um að aðrir en Anna viti um.
Jafnvel ekki maðurinn hennar. En
hún minnist auðvitað hvorki á það
við Tom eða neinn annan."
„Auðvitað ekki," svaraði ég.
Pósturinn kom, á meðan Anna,
maðurinn hennar og ég vorum að
borða morgunverð daginn eftir.
„Hér er bréf frá Bob!“ hrópaði hús-
móðirin ánægð. Hún opnaði það, las
það þegjandi og varð stöðugt alvar-
legri. Þegar hún hafði lokið lestrin-
um, rétti hún manni sínum það yfir
borðið.
„Þú munt hafa áhuga á því, sem
Bob skrifar,“ sagði hún.
Síðan las Tom bréfið og fékk henni
það aftur án þess að segja nokkuð.
Hann var éinnig alvarlegur.
Orð Bobs hljómuðu fyrir eyrum
mér. „Ég kæri mig ekki um, að aðrir
en Anna viti það. Jafnvel ekki mað-
urinn hennar. En hún minnist auð-
vitað ekki á það við Tom."
Þar eð Bob var piparsveinn, þekkti
hann ekki, að -flest hjón segja hvort
öðru allt.
Fyrir nokkrum árum sagði ég
náinni vinkonu minni frá ofurlitlu,
sem ég ætlaði að gera.
„Segðu engum frá þessu,“ sagði ég,
„því að þetta er allt óákveðið enn-
þá.“
„Auðvitað ekki,“ svaraði hún. „Þér
er óhætt að treysta mér.“
Nokkrum dögum seinna mætti ég
manni hennar úti á götu, og hann
sagði mér, að Mary hefði verið að
segja sér frá fyrirætlunum mínum.
„En það er ekki fullráðið enn,“
svaraði ég. „Og ég bað hana að minn-
ast ekki á það.“
„Hún gerir það heldur ekki,“ sagði
hann. „En hún hefir auðvitað engin
leyndarmál gagnvart mér.“
Þegar ég var ung, fannst mér ég
líka þurfa að segja manninum mínum
allt. Við höfðum aðeins verið gift í
nokkrar vikur, þegar ég sagði við
hann:
„Helen sagði mér leyndarmál og
bað mig að þegja yfir því. En auð-
vitað segi ég þér þáð — það er allt
annað."
„Nei, alls ekki,“ sagði hann vin-
gjamlega. „Hún sagði þér það, en
ekki mér. Það er ekki víst, að hún
kæri sig um, að ég viti leyndarmál
hennar, þó að við séum gift."
Ég horfði undrandi á hann. Þá
lærði ég, hvað er að þegja yfir leynd-
armálum vina sinna.
Hve oft segjum við ekki ,,í trún-
aði“ það, sem okkur hefir verið trúað
fyrir! Og hvað skyldu þeir vera
margir, sem í raun og veru vita, hvað
er að þegja yfir leyndarmáli ?
Fyrir mörgum árum kvartaði kona
nokkur yfir því við mig, að frægur
rithöfundur, sem var góður vinur
minn, hefði talað ruddalega við hana.
„Ég var að tala við hann um mann,
sem við þekktum bæði vel,“ sagði
hún. „Við vorum að tala um sögum-
ar, sem ganga um, að hann sé ást-
fanginn af giftri konu. Ég sagðist vita,
að þetta væri satt, því að maðurinn
hefði sjálfur sagt mér í trúnaði, að
hann elskaði þessa konu. Ég sagði
honum, að ég væri sennilega eina
manneskjan, sem hann hefði trúað
fyrir þessu, því að við hefðum þekkzt
frá bamæsku. Rétt í þvi að ég sagði
þetta, tók vinur þinn fram i fyrir
mér og sagði: „Hann hefir ekki valið
rétta persónu fyrir trúnaðarvin —
eða finnst yður það?“ Mér fannst
þetta mjög ruddalegt af honum!"
Það getur verið, að þetta hafi ver-
ið ruddalegt. En það var líka satt!
Kona þessi sá ekki, að hún sveik
manninn, sem hafði gert hana að
trúnaðarvini sínum.
Það er gaman að geta vakið eftir-
tekt með hinum og þessum sögum og
sjá ákafann í fólkinu. Það snertir
hégómagirnd okkar. En það er veik-
leiki, sem á skylt við óheiðarleik.
Ef einhver biður mig' að geyma
gimstein fyrir sig, hefi ég þá nokkurt
leyfi til að fá bezta vini mínum hann?
Þó væri hægt að skila gimsteininum,
þegar ég færi fram á það. Leyndar-
máli, sem látið hefir verið ganga til
annarra, er ekki hægt að skila aftur
til eigandans. Þegar við segjum ein-
um manni frá því, sem okkur hefir
verið trúað fyrir, getum við búizt við,
að hann geri það líka, og þannig
gengur það koll af kolli.
En leyndarmál vina okkar er ekki
okkar eign. Okkur hefir verið trúað
fyrir þeim til varðveizlu. Það eru
svik, að láta fleiri fá hlutdeild í þeirri
varðveizlu.
ÁRN! JÖNSSON,
HAFIMARSTR.5 REYKJAVÍK