Vikan


Vikan - 20.11.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 20.11.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 47, 1941 5 Lingerður náungi Jennie vissi strax, hvað mundi vera að, þegar hún fann handlegg hans harðna undir fingrum sér. Þau voru að ganga niður götuna og ætluðu að fá sér sódavatn í kránni á næsta götuhorni, þegar hann nam nærri því staðar en hélt síðan hægt áfram. Hún leit þangað, sem hann horfði. Það var þessi andstyggilegur strák- ur hans Meenon. Hann var vanalega kallað- ur Butch. Og hjá honum voru náungarnir þrír, sem hann var alltaf með. Þeir stóðu fyrir framan krána, eins og þeir voru alltaf vanir að gera, þegar þau voru í menntaskólanum fyrir fimm árum. Þeir stóðu þarna í iðjuleysi og voru sennilega að tala um kappreiðar og stúlkurnar, sem gengu fram hjá. Hún þrýsti handlegg Daves og hann leit á hana og brosti hálf aumkunarlega. Hann var eins og sært dýr. Þegar hann fór að tala, gat hún heyrt á rödd hans, hvað var að gerast innra með honum. „Heyrðu, Jennie,“ sagði hann. „Hvað segirðu um að fara á hina krána? Þú manst eftir þessari, sem við fórum á um daginn.“ Hún varð hugsi. „Ja-------,“ sagði hún og dró seiminn. „Ég fékk sódavatn þama í gær,“ sagði hann og benti á krána á horninu. Hann talaði hratt og rödd hans var óstyrk. „Þeir hafa fengið nýjar vélar. Ég held að þeir kunni ekki að fara með þær. Eigum við ekki að fara á hina krána?“ Hún svaraði ekki. Það greip hana ein- hvers konar minnimáttarkennd, þegar hún heyrði hann tala svona. Hún reyndi að láta hann ekki sjá neitt á sér. „Eigum við að gera það?“ spurði hann aftur eftir stundarkorn. Rödd hans var óeðlilega skræk. Hún mundi hafa vorkennt honum, ef hún hefði ekki þekkt hann síð- an þau voru börn, og ef hún hefði ekki borið í brjósti sérstakar tilfinningar gagn- vart honum. Nei, hún vorkenndi Dave ekki. Hún skildi hann, það var allt og sumt. Það voru menn eins og Butch Meenan, sem í raun og veru voru skræfur. Dave sagði: „Heyrðu Jennie, hverju svarar þú?“ Hún gat naumast þolað að heyra hann tala svona. Hún svaraði ekki enn, heldur lét eins og hún væri að hlæja að sjálfri sér. Hann roðnaði. „Hvað er svona skemmtilegt ?“ Það vott- aði fyrir tortryggni og gremju í rödd hans. „Ekkert.“ Hún hélt fast í handlegg hans. „Ekkert, Dave. Ég var aðeins að hugsa um dálítið.“ „Um hvað?“ spurði hann. „Ég var að hugsa um vonda strákinn, sem átti heima rétt hjá þér um það bil, er við vorum að byrja í menntaskólanum. Manstu eftir honum?“ „Hvers vegna varst þú að hugsa um hann?“ Hann roðnaði aftur. „Ég veit það ekki----“ Hún var að horfa á nýja umferðaljósið, sem búið var að koma fyrir í Center Street. Ef þau gengju hægt, þá mundi einmitt koma rautt ljós, þegar þau kæmu á hornið. „Jæja, jú —“ sagði hún. „Ég geri ráð fyrir, að það hafi verið rauða afturljósið á bílnum þarna. Smásaga eftír FREDERICH LAING Það kom mér til að hugsa um flugelda. Þú manst eftir 4. júlí. Manstu eftir, þegar hann batt flugeldana aftan í rófuna á hundinum þínum og þú gafst honum glóð- arauga? Manstu eftir því, Dave?“ „Já,“ sagði Dave. „Já, ég man eftir því.“ Hann leit aftur flóttalega til krárinnar. „Það var andstyggilegt að fara þannig með vesalings hundinn,“ sagði hann. „Þú reiddist Iíka.“ Dave hló uppgerðarhlátur. „Já.“ „Þú gafst honum feiknar mikið högg á augað.“ „Það var andstyggilegt að fara þannig með aumingja hundinn," endurtók Dave annars hugar. Jennie sagði: „Ég man, hvernig hann hljóp öskrandi eftir götunni og hélt fyrir augað. Hann hljóp í burtu, en æpti stöð- ugt: „Bíddu þangað til ég næ í þig!“.“ Hún hló innilega. „Ég býst við, að honum hafi komið þetta á óvart. Hann var vanur að erta þig í skólanum, en þú varst alltaf svo . . .“ Hún hikaði, og á meðan hún var að leita að orði, sem ekki gæti sært hann, sá hún hann lyfta öxlunum, eins og hann byggist við, að einhver ætlaði að slá hann. „Þú varst svo .. . gæflynður," sagði hún. Umferðaljósið varð rautt um það leyti, sem þau komu að horninu, svo að þau urðu að bíða. „Nú eiga umsóknarbeiðnirnar að fara að koma,“ sagði Dave, eins og hann vildi skipta um umræðuefni. Rödd hans var að verða eðlileg, en hann gaut hornauga til þeirra fjögurra, sem stóðu fyrir utan krána. Hún vissi, hvaða umsóknarbeiðnir það voru. Vinkona hennar, sem vann á sama stað og Dave, hafði sagt henni frá því. Dave var aðstoðarmaður eins af umsjónar- mönnunum, en Butch var aðeins venjuleg- ur skrifstofumaður. Það gat vel komið til mála, að Dave fengi umsjónarmannsstöð- una, sem verið var að keppa um. Hann var vel gefinn. Vinkona hennar hafði sagt henni, að allir töluðu um það á skrifstof- unni. En hann lét fólk traðka á sér. Að minnsta kosti leit út fyrir það. Það var reyndar mest Butch Meenan að kenna. Hann vildi fá stöðu Daves. Hann hélt, að hann gæti fengið hana með því að lítillækka Dave og láta menn halda, að hann væri ragmenni. Dave var einn af þeim, sem átti að segja Butch fyrir verk- um. En Buteh var ýmist vanur að rugla öllu, sem Dave sagði, eða geyma það svo lengi, að Dave fékk ávítur hjá umsjónar- manninum. En nú var Butch farinn að uppnefna Dave, þegar þeir hittust í lyftunni. Einu sinni hafði hann kallað Dave heigul beint fyrir framan forstjórann og forstjórinn hafði horft á Dave, eins og hann vildi segja: „Hvers vegna látið þér hann sleppa með þetta?“ Jennie hataði Butch Meenan. En hún vissi, að alls staðar í heiminum voru menn eins og Butch Meenan og Dave varð sjálfur að vinna bug á þessu. ,Ef hann yfirbugaði þetta ekki strax, þá mundi það verða erfiðara seinna. Ef til vill ættu þau tvö þá enga framtíð saman. Dave hafði ekki enn beðið hana um að gift- ast sér. Ef til vill var hann að bíða eftir að verða fastari í stöðu sinni. Og það var ekki víst, að hún kærði sig um að hann bæði hennar, fyrr en . .. fyrr en hann væri orðinn öruggur um sjálfan sig. Umferðaljósið var nú orðið grænt. Það leit ekki út fyrir, að Dave hefði tekið eftir því. Hún fann handlegg hans aftur harðna undir fingrum sér og þreifaði eftir hörðum, sléttum vöðvunum. Þeir voru ef til vill ekki eins stæltir eins og vöðvar Butch, en hún fann, að þeir voru langir og harðir og vissi, að hann gat slegið boltann fast, þegar þau léku tennis. Augu Dave voru enn eins og þau væru fest við mennina fjóra á horninu. Hann sneri sér að henni og andlit hans var ná- fölt. „Hverju svarar þú?“ spurði hann. „Svara ég hverju?“ Hún vissi vel við hvað hann átti, en lét sem hún skildi það ekki. „Eigum við að fara á hina krána? Sóda- vatnið, sem ég fékk hjá Pearson í gær —“ „Mér líkaði ekki vel við hinn staðinn,“ sagði hún og var fljótmælt. „Ég á við, að maðurinn þar heldur að hann sé eins og Clark Gable eða eitthvað því um líkt.“ ,.Jæja,“ sagði Dave. Hún togaði í handlegg hans. „Komdu, það fer að koma rautt ljós.“ Þau fóru yfir götuna og stefndu að krá Pearsons. Hún fann, hvemig óttinn heltók hann og hjarta hennar barðist ákaft. Ef hann hefði minnst einu sinni enn á að fara eitthvað annað, þá hefði hún játað því með glöðu geði. En hann gerði það ekki. Hann gekk áfram, eins og einhver ýtti á eftir honum. Þegar Butch Meenan sá þau koma, sneri hann sér að félögum sínum og sagði eitt- hvað og hélt hendinni fyrir munninn. Hann stóð gleiður með sígarettu í öðru munn- vikinu og beið eftir þeim. Hann lokaði öðru auganu vegna sígarettureyksins og horfði háðslega á Dave. Fraunhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.