Vikan


Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 5

Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 31, 1942 5 Framhaldssaga: 1D Ráðgáta Rauða hússins. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiHiiiiiiiiinmmimiiiiiiiiiiiiiimiiimminiimii Sakamálasaga eltir A. A. Milne „Þá hlýtur hún að hafa falið sig í skýlinu. Eða kallið þið það sólbyrgi ?“ „Við urðum auðvitað að sækja kúlurnar þang- að. Hún getur ekki hafa verið þar.“ „Nú!“ „Þetta er mjög einkennilegt," sagði Bill eftir dálitla umhugsun. „En það kemur málinu ekkert við. Það stendur ekki í neinu sambandi við Robert." • „Ekki það?" ;,Nei, heldurðu það?“ sagði Bill og varð aftur æstur. „Ég veit ekki. Við vitum ekkert, hvað kemur málinu við og hvað ekki. En þetta snertir ung- frú Norris. Og ungfrú Norris -—.“ Hann þagnaði allt í einu. „Hvað um hana?“ „Nú, þið takið nokkurn veginn öll þátt í þessu. Og komi eitthvað óskiljanlegt fyrir eitt- hvert ykkar einum eða tveim dögum áður en eitt- hvað óskiljanlegt kemur fyrir allt heimilið, þá verður maður forvitinn.“ Þetta var góð og gild ástæða, en það var samt ekki sú ástæða, sem hann hafði ætlað að gefa. „Ég skil. Jæja, og svo?“ Antony sló úr pípu sinni og reis hægt á fætur. „Nú skulum við finna þá leið, sem ungfrú Norris kom frá húsinu." Bill stökk á fætur ákafur mjög. „Hver skollinn. Þú átt þó ekki við, að það séu einhver leynigöng?" „Ja, í það minnsta einhver göng, sem fáir vita um. Það hlýtur að vera svo.“ „Heyrðu, þetta er gaman. Ég hefi mikla ánægju af leynigöngum. Guð minn góður, og í dag lék ég golf eins og venjulegur kaupmaður! En það líf! Leynigöng!" Þeir fóru niður i skurðinn. Ef hægt væri að finna op, sem lægi að húsinu, var það sennilega á þeirri hlið vallarins, sem snéri að húsinu og á ytri vegg skurðsins. Sá staður, sem fyrst bar að athuga, var skýlið, þar sem kúlurnar voru geymdar. Það var snotur staður, eins og allt í húsi Mark. Þar voru tveir kassar með ,,kroket“- áhöldum, annar þeirra var opinn, eins og nýbúið væri að nota áhöldin; lítill kassi með kúlum, litil sláttuvél, lítill valtari og nokkurt smádót. Það var bekkur með fram bakhlið skýlisins, þar sem leikendurnir gátu setið, ef rigndi. Antony sló á vegginn þar. „Hér ættu göngin að byrja. Maður heyrir nú ekkert tómahljóð, eða hvað finnst þér?“ „Þau þurfa ekki endilega að byrja þarna, er það?“ sagði Bill og gekk um boginn og sló í alla veggina: Hann var of hár til þess að geta staðið uppréttur í skýlinu. „Það er aðeins ein ástæða fyrir því, að þau ættu að byrja héma, og hún er sú, að það mundi spara okkur það erfiði að leita annars staðar. Mark hefir sennilega ekki leyft ykkur að leika „kroket“ hérna á vellinum?“ Hann benti á „kro- ket“-áhöldin. „1 fyrstu vildi hann víst ekki leyfa það, en núna í sumar hefir það verið leyfilegt. Það er hvergi annars staðar hægt að leika. Mér finnst það mjög leiðinlegur leikur. Hann var ekki leik- inn í knattleik, en hafði gaman af að kalla þetta knattleikaflöt, og koma gestum sínum á óvart með hann.“ Antony hló. Forsaga: Mark Ablett, eigandi Rauða hússins, býst við Robert, bróður sínum, frá Ástralíu. Andrey, þjónustustúlka, fylgir honum inn í skrif- stofu húsbóndans og fer síðan að leita að Mark. Meðan hún er úti heyrist skothvellur inni í húsinu. Antony Gillingham sest að í veitingahúsinu „The George“ og fréttir þar, að kunningi sinn, Bill, er í Rauða húsinu. Hann fer að heimsækja Bill, en lendir þá ásamt Cayley í því að finna myrtan mann. Það er Robert Ablett. Cayley sendir boð eftir lögreglunni. Gestirnir koma heim eftir golfleikinn og frétta um morðið og fara allir til London, nema Bill. Birch eftirlits- maður rannsakar málið. Antony fer að at- huga húsið og ákveður að komast til botns í málinu. Hann og Bill fara til krárinnar, og Antony notar tækifærið til þess að spurja Bill um Mark. Bill segir honum frá því, að einn gestanna, ungfrú Norris, hafi einu sinni leikið á Mark, með því að leika vofu. Bill og Antony fara að skoða knatt- leikavöllinn. Antony heldur þvi fram, að Cayley sé riðinn við málið, en Bill vill ekki fallast á það. „Það er gaman að heyra þig tala um Mark," sagði hann. „Þú ert alveg einstakur." Hann fór að leita i vösum sinum að pípu og tóbaki, en hætti allt í einu og virtist hlusta með mikilli athygli. Dálitla stund stóð hann svona, hallaði undir flatt og hélt upp hendinni til þess að benda Bill á að hlusta lika. „Hvað er að?“ hvíslaði Bill. Antony benti honum að þegja og hlustaði áfram. Hann lagðist mjög varlega á hnén og hlustaði aftur. Síðan lagði hann eyrað að gólf- inu. Hann stóð á fætur og burstaði föt sin í skyndi, gekk til Bill og hvíslaði í eyra hans: ' „Fótatak. Það er einhver að koma. Þegar ég fer að tala, þá verður þú að hjálpa mér.“ Bill kinkaði kolli. Antony klappaði honum til hvatningar á bakið, gekk yfir að kassanum með kúlunum i og blístraði hátt. Hann tók upp kúl- urnar, missti eina þeirra á gólfið, það varð mikill smellur og hann sagði. „Hver þremillinn!“ og hélt svo áfram: „Heyrðu Bill, ég held, ég nenni annars ekki að leika núna.“ „Nú, af hverju sagðirðu þá, að þú vildir það?“ sagði Bill í nöldrunartóni. Antony brosti með velþóknun til hans. „Mig langaði til þess, þegar ég sagði það, en nú langar mig ekkert til þess.“ „En hvað viltu þá gera?" „Tala.“ „Þá það," sagði Bill. „Það er bekkur þama úti á fletinum — ég sá hann áðan. Við skulum taka þetta með okkur, ef við skyldum vilja leika þrátt fyrir allt.“ „Þá það,“ sagði Bill aftur. Honum fannst ör- uggast að segja það, þar sem hann vildi ekki gera neina vitleysu þar til hann vissi til hvers væri ætlazt af honum. Þegar þeir gengu yfir flötinn, lét Antony kúl- umar detta og tók upp pípu sina. „Áttu eldspýtu?" spurði hann hátt. Er hann beygði sig yfir eldspýtuna, hvíslaði hann: „Það er einhver að hlusta á okkur. Býzt við að það sé Cayley." Svo hélt hann áfram með venjulegri röddu: „Ég gef nú ekki mikið fyrir þessar eldspýtur þínar, Bill,“ og kveikti á ann- arri. Þeir gengu að bekknum og settust. „En hvað veðrið er indælt," sagði Antony. „Já, alveg dásamlegt." „Hvar skyldi Mark nú vera?“ „Það'er ekki gott að vita." „Þú ert sammála Cayley -— að þetta hafi verið óviljaverk." „Já. Því ég þekki Mark.“ „Ja-há.“ Antony náði sér í blýant og blað og fór að skrifa, en á meðan hann skrifaði, talaði hann. Hann sagðist halda, að Mark hefði skotið bróður sinn i reiðikasti, að Cayley vissi, eða i það minnsta grunaði þetta, og vildi gefa frænda sín- um tækifæri til þess að komast undan. ',,Og mér finnst hann gera rétt i því. Þetta mundum við allir gera. Það eru tveir smámunir, sem fá mig til þess að halda, að Mark hafi skotið bróður sinn — og það ekki af slysni.“. „Myrt hann?“ „Já, drepið hann. Það getur verið, að ég hafi á röngu að standa. En mér kemur þetta hvort eða er ekki við.“ „En af hverju heldurðu þetta? Vegna þessá með lyklana?" „Nei, það var ekkert á þeim að græða. En þetta var samt ágæt hugmynd, ekki satt? Og það hefði verið eitthvað á henni að græða, ef þeir hefðu allir verið að utanverðu." Hann hafði nú lokið við það, sem hann var að skrifa og rétti Bill blaðið. 1 birtu tunglsins gat hann auðveldlega lesið það, sem Antony hafði skrifað með stórum stöfum: „Haltu áfram að tala, eins og ég væri héma. Eftir eina eða tvær mínútur skaltu snúa þér við eins og ég sæti á grasinu bak við þig, en um fram allt, haltu áfram að tala.“ „Ég veit, að þú ert mér ekki sammála," sagði Antony, er Bill var að lesa þetta, „en þú munt komast að því, að ég hefi á réttu að standa." Bill leit upp og kinkaði ákafur kolli. Hann var búinn að gleyma golfspili,' Betty og öllu því, er hingað til hafði fyllt hug hans. Þetta var raunveruleiki. Þetta var lífið, eins og það átti að vera. „En,“ sagði hann, „þú veizt, að ég þekki Mark. Og Mark —.“ En Antony var staðinn á fætur og renndi sér varlega ofan í skurðinn. Hann ætlaði sér að skriða eftir honum, þar til hann sæi skýlið. Fótatakið, sem hann hafði heyrt, virtist koma einhvers staðar undan skýlinu, ef til vill var einhver hleri í gólfinu. Hver sá, sem þetta nú var, hefði heyrt raddir þeirra, og fannst það sennilega ómarksins vert, að hlusta á það, sem þeir væru að segja. Hann gæti gert það, með því að opna hlerann örlltið og án þess að koma í ljós sjálfur, en þá myndi Antony komast að upptökum leyniganganna, án nokkurra erfiðis- muna. En þegar Bill leit við og talaði yfir bakið á bekknum, var það mjög sennilegt, að þeim, sem þarna hlustaði, myndi finnast það nauðsynlegt að teygja fram höfuðið til þess að heyra betur, og þá gat Antony komizt að því, hver hann var. Og ennfremur, ef hann skyldi voga sér burt frá felustað sinum og gægjast til þeirra yfir bekk- inn, þá mundi sú staðreynd, að Bill talaði yfir bakið á bekknum leiða hann í þá villu að halda, að Antony væri þar, sæti á grasinu bak við bekk- inn og dinglaði fótunum ofan í skurðinn. Hann gekk hratt en hljóðlega eftir hlið vall- arins að fyrsta hominu, fór varlega fram hjá því, og gekk næstum því enn þá varlegar með fram lengri hliðinni að næsta homi. Hann heyrði, að Bill talaði í sifellu, hann sagði, að þar sém hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.