Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 31, 1942
13
Hver sinnar gœfu smiður.
Framhald af bls. 3.
kröfðust og fann að sjálfstraust eykst með
hæfileikum. Smátt og smátt öðlaðist ég
trú á sjálfri mér og hæfileikum mínum,
þar til ég að lokum fann, að ég var full-
orðin manneskja og sjálfri mér nóg.
Meðan ég hafði þannig barizt og lært
voru fimm ár liðin. Og nú fann ég, að ég
gat elskað annan mann, mann, sem einnig
hafði verið kvæntur áður. Þegar hann bað
mig að verða konan sín, var ég hálfhrædd
við að segja já. Gat ég, eftir mistökum
mínum í hinu fyrra hjónabandi að dæma,
orðið góð eiginkona? Og ennfremur, fyrst
mér hafði heppnast svona vel að komast
áfram ein, átti ég þá að hætta á það að
verða óhamingjusöm aftur? Samt sem
áður ákvað ég, vegna ástar minnar á hon-
um, að giftast honum, mjög auðmjúk og
áköf í að reynast honum vel.
„Hjónaband okkar heppnast,“ sagði
hann. „Engum heppnast eins vel og þeim,
sem gert hefir mistök og veit, af hverju
þau stafa.“
Og okkur hefir heppnast vel, vegna þess
að við vitum, hve nauðsynlegt það er að
Varðveita einstaklingseðli sitt. Við vitum
að persónulegur þroski okkar er eins mikils
Leikarinn Framhald af bls. 4.
Höfuðpersóna leiksins, þaulvanur gam-
anleikari, gerði allt til að vekja hlátur, en
þrátt fyrir það mistókst honum að fá fram
lof hjá áheyrendunum.
Á sínum tíma kom WiTiiam inn — og
þótt einkennilegt megi virðast, þekkti
Elsie hann varla, svo breyttur var hann.
-— Gat það verið, að þessi kjáni væri hann
Willíam hennar?
En hvers vegna hló fólkið?
Og hún heyrði einn hefðarmenn segja:
„Sjáið þið bara andlitið á honum! Hafið
þið nokkurn tíma séð aðra eins ásjónu?“
Og hann hló svo, að hinn feiti líkami hans
hristist frá hvirfli til ilja, og það var ekki
einungis hann, sem hló, heldur hver mað-
Ur í stúkunni.
Og að endingu féll tjaldið eftir fyrsta
þátt og ljósin voru kveikt.
Hægt andvarp leið frá brjósti Elsie og
hún sagði við sessunaut sinn, um leið og
hún horfði á leikskrána: „Hver er þessi
William Brown, sem leikur hótelþjóninn ?
Mér finnst hann fara bezt með hlutverk
sitt af öllum leikendunum. Hafið þér nokk-
um tíma heyrt hann nefndan?"
„Nei, ég hefi aldrei heyrt hann nefndan,
það hlýtur að vera alveg ný stjarna, en
hæfileikar hans virðast ótakmarkaðir —
hann er fæddur gamanleikari."
Elsie hneppti að sér dragtinni og fór, en
þegar hún gekk fram hjá búningsklefun-
úm, sá hún hvar hinn frægi gamanleikari,
sem hafði mistekizt svo hrapalega aðal-
hlutverkið, sat öskuvondur og sagði reiði-
lega: „Það vildi ég, að þessi Brown hefði
virði og sameiginlegur þroski okkar. Við
höfum okkar mismunandi áhugamál og
ánægjuefni. Sum kvöldin sitjum við, hvort
í sínu lagi, og hlustum á útvarpstæki okk-
ar, þar sem smekkur okkar er ólíkur. Við
höfum einnig mismunandi vinnu. Þessi mis-
munur eykur ánægju hjónabandsins. Það,
sem er þýðingarmest, er það, að við erum
örugg um það, við gætum lifað lífinu áfram
ein, ef annað okkar skyldi deyja.
Það hefir tekið mig tuttugu ár að öðl-
ast þessa hamingju. Ég hefi ekki upp-
götvað neitt nýtt. Ég hefi orðið að nema
vísdóm hinna gömlu lífsreglna á hinn erfið-
asta hátt, með því að spilla lífi mínu með
því, sem ég hefði þegar átt að vita.
Ein mikilsverð uppgötvun hefir verið sú,
að hamingja getur ekki verið varanleg.
Hún kemur og fer eins og leiftur. Þar sem
hugir okkar og líkamar eru eins og þeir
nú eru, getur enginn búizt við því að vera
alltaf hamingjusamur.
Einungis það fólk, sem ekki hefir trú á
sjálfu sér, barmar sér og gefst upp á lífinu.
Eina raunverulega óhamingjan er það að
missa sjálfstraustið, að halda, að maður
geti alls ekki lifað lífinu, geti ekki lagað
sig eftir aðstæðunum. Ef maður er nógu
öruggur og fullur trausti, þá getur maður
þetta.
aldrei fyrir augu mín borið! Hann eyði-
lagði gersamlega meðferð mína á leiknum
í kvöld.“
Eftir nokkurt hlé hófst annar þáttur —
leiksviðið var forsalur í stóru veitingahúsi
og lágu tröppur upp í mörg herbergi.
Þegar hinn hlægilegi veitingaþjónn kom
inn, var honum tekið með miklum fagn-
aðarlátum. Hann spígsporaði þegjandi um
leiksviðið, gerði allt gagnstætt því, sem
gera átti og flæktist alltaf fyrir fólki af
hreinustu greiðvikni. Hvað eftir annað
hljóp hann upp tröppurnar og barði að
dyrum hjá herra Wrig'nt, sem stöðugt varð
gramari og gramari yfir því að fá ekki að
vera í friði.
Elsie komst í æsingu og bögglaði leik-
skrána milli handa sér. Nú hlaut að nálg-
ast sá kafli leiksins, er William yrði kastað
niður stigann.
Allt í einu heyrðist mikill hávaði frá
herbergi Wrights, sem þjónninn var stadd-
ur í. Og eftir nokkur augnablik opnaðist
liurðin og veslings þjónninn kom svífandi
út um dyrnar og niður stigann.
Með geysihraða rann hann á afturend-
anum niður stigann — en látbragð hans
og hegðun gerði það að verkum, að hann
átti óskert lof áhorfendanna.
Hlátur og lófaklapp bergmálaði í saln-
um — og andlit áhorfendanna urðu eld-
rauð af áreynslunni.
Eftir að tjaldið féll var William hvað
eftir annað kallaður fram. Elsie var mjög
ánægð yfir frammistöðu hans. Og þegar
hann sendi henni koss á fingri sér, varð
hún eldrjóð upp í hársrætur og brosti til
hans.
En bak við tjöldin skammaðist „Reiði
Wright“ blóðugum skömmunum og heimt-
aði að William yrði tafarlaust rekinn burt,
ella væri hann farinn!
„Hvað sem því líður,“ sagði hinn feiti
leikhússtjóri rólegur, „þá stóð og féll leik-
urinn með veitingaþjóninum — William
Brown verður kyrr!“
„Jæja, ég verð þá líka,“ sagði skopleik-
arinn aumingjalega.
Svo fór hann í búningsklefann til Wil-
liams, sem hann kallaði „kæra, efnilega
félaga“, og þrýsti hönd hans í viðurkenn-
ingarskyni.
Eftir leiksýninguna fór Elsie að dyrum
búningsklefans og beið þar, þangað til
William var tilbúinn.
„Má ég óska þér til hamingju,” sagði
Elsie feimnislega.
„Nei, mig langar ekkert til þess. Ekki
fyrst ég er ekki viðurkenndur sem Hamlet-
leikari, því að það hefi ég alltaf þráð. En
nú er ég nærri viss um, að sú von er borst-
in.“
Daginn eftir var aðalfréttin í blöðunum
um „hina nýju stjörnu“ William Brown.
Þess var getið, að þessi ungi gamanleikari
væri mjög lítið þekktur, en svo efnilegur
leikari hefði varla sézt á leiksviði í Ame-
ríku.
Fjöldi fólks streymdi í leikhúsið til að
sjá þennan kynlega veitingaþjón, sem
húrraði niður tröppurnar á svo hlægilegan
hátt. Og blaðamenn víðs vegar að helltu
lofinu yfir þessa nýju stjömu á himni leik-
listarinnar og auglýstu þar með hæfileika
hans fyrir almenningi. — 1 sýningarglugg-
um bókaverzlananna var mynd hans sett
við hliðina á mynd Caruso og Sarah Bem-
hardt. En stórt skósmíðafyrirtæki bauð
„William Brown-stígvél“ til sölu. Ölgerð
bauð honum 100 dollara, ef hann vildi gefa
þá yfirlýsingu, að það væri hennar öl, sem
gæfi honum úthaldið til að þola að renna
| Dægrastytting |
4‘ Jimiimiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii .......
Orðaþraut.
ERLA
FÝSA
ENDA
M YND
AP AR
FLÓ A
Fyrir framan hvert þessara orða á að setja
einn staf, svo að ný orð mýndist. Séu þeir stafir
lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt orð.
Það er kvenmannsnafn.
(iátur.
1. Maður fór út um nótt og rak allt féð ofan
í hann föður sinn.
2. Stundum er ég á undan þér,
stundum er ég á eftir þér,
og- vísa þér veg,
þó fér ég aldrei
heiman frá mér.
Sjá svör á bls. 14.