Vikan


Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 12

Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 31, 1942 Ellen, og fáðu hana til að láta niður dót þitt.“ Beatrice hljóp upp, léttfætt og kát, og Har- ald bættist í hópinn í hennar stað, og var þetta kvöld skemmtilegri og ræðnari en nokkru sinni áður. Það var samt einhver ónotalegur blær yfir öll- um og til þess að bæta úr því, stakk frú Farqu- har upp á því, að Elsie og Harald syngju einn þeirra tvísöngva, er þau höfðu æft saman. Elsie stóð á fætur treglega. Hana langaði ekkert til þess að syngja, og hún hefði neitað að gera það, ef hún hefi ekki haft enn þá minni löngun til þess að tala. Er Harald var að hjálpa henni að leita að nótunum, heyrðu þau, að einhver gestur var að koma. „Mamma, taktu ekki á móti neinum í kvöld,“ sagði Harald, ,,ég er ekki í því skapi, að mig langi til þess að þurfa að vera gestgjafi." Frú Farquhar ætlaði að hringja, en þá var það of seint. Gesturinn var þegar kominn inn í húsið og skömmu seinna opnaðist hurðin, og þjóninn tilkynnti: „Frú St. Aubyn“. XXII. KAFLI. Elsie, sem ekki hafði gleymt þeim orðum, sem Beatrice hafði notað um konu þessa, og heldur ekki tregðu frú Farquhar gegn hverjum afskipt- um við hana, snéri sér nú við til þess að sjá, hvernig móttökur hún fengi. Harald og móðir hans voru dálítið fölari en endranær, en annars voru þau vingjamleg og róleg. Beatrice roðnaði og hvítnaði til skiptis, stóð á fætur og settist aftur, og beygði sig síðan yfir handavinnu sina, sem hún hélt með titrandi höndum. Síðan snéri Elsie sér að frú St. Aubyn og gat ekki haft augun af henni. Það var eitthváð við hana, sem ungar stúlkur gátu ekki staðist. Það var ekki fegurð hennar, því hún var farin að fölna, ekki heldur nein tilraun til þess að hæna ríka erfingjann að sér, því er hún hafði heilsað henni kurteislega, veitti hún henni enga athygli. Hún sagðist hafa komið til þess að biðja Harald að aðstoða sig smávegis. Hann spurði, hvort ekki væri betra að hún leitaði til lögfræðings, sem hefði meiri reynslu en hann. „Fyrsta ástæðan fyrir því, að ég geri þetta, er sú, að sá eini, sem ég treysti, er veikur. Hina ástæðuna getið þér getið yður til,“ sagði hún og horfði beint í augu hans. „Þér vitið mjög vel, hvers vegna ég vil ekki leita ráða og hjálpar ókunnugra. Ætlið þér að aðstoða mig eða ekki?“ „Ég mun gera það sem ég get, til þess að gerá yður greiða,“ sagði hann alvarlega. Elsie, sem hafði mikið ímyndunarafl, gat auð- veldlega gert sér i hugarlund, að þessi kona með ljómandi augun og fallegu röddina, hefði eins- konar töfravald yfir þeim, sem hún kæmi í ná- munda við, því Harald, sem í fyrstu hafði verið kuldalegur og tregur, hafði látið sigrast af augna- tilliti hennar og virtist nú fús til þess að gera hvað það, sem hún bæði hann um. Frú Farqu- har hafði dregið sig í hlé og sat með bók í sóf- anum og virtist vera að lesa. En Elsie var sann- færð um, að hún væri að horfa á þau, þótt augun virtust hálflokuð. Frú St. Aubyn og Harald ræddu lengi um er- indi það, er leitt hafði hana þangað. En þegar þau voru búin, stóð hún upp og gekk að borði því, er systur hans sátu við. Hún settist á stól við hlið Beatrice og skoðaði handavinnu hennar. Hún fékk aðeins treg og stutt svör við spum- ingum sinum og athugasemdum, en hún hafði þann hæfileika að róa tilfinningar annarra með samúð sinni, og það gerði hún einnig núna. . En hve hún var ræðin! Elsie gleymdi handa- vinnu sinni, er hún hlustaði á hana. Frú St. Aubyn sagði þeim smásögur um dýrmæta handavinnu, sem tignar fjölskyldur meta oft mikils. Og svo sagði hún þeim frá því, að i frönsku byltingunni hefði kona eins fransks konungssinna haft ofan af fyrir sér með því að selja allt það verðmæti, er hún átti. En það var eitt, sem hún vildi ekki selja, það var brúðarslör hennar, sem hún hafði sjálf saumað út. Hún hafði verið svo hamingju- söm, er hún bar það. En þegar maður hennar dó í fangelsinu, þá seldi hún það og notaði pening- ana, er hún fékk fyrir það til þess að múta fang- elsisverðinum til þess að láta hana fá líkið. „Þið sjáið af þessu,“ sagði hún svo glaðlega, „að jafnvel þessir örþunnu vefir, sem við konurn- ar höfum svo gaman af, geta gert gagn. Ég á lítinn kniplingabút heima, sem ég skal senda þér, Bee mín, fyrirmyndin er fallegri en þín. Ungfrú Drummond, hafið þér séð Feneyja-knipplingam- ar, sem geymdar eru í Kensington ?“ Þetta var í fyrsta skipti, sem hún beindi orð- um sínum að Elsie, sem svaraði neitandi. „Við höfum oft ætlað að fara þangað, en það hefir aldrei orðið neitt úr því.“ „I síðastliðinni viku var það ákveðið, að við værum þar einn eftirmiðdag," sagði Beatrice, „en svo kom eitthvað í veg fyrir það, ég man nú ekki, hvað það var.“ „Bróðir þinn ætlaði að fara með okkur, en hann varð að heimsækja veikan vin sinn,“ sagði Elsie. Harald beit á vörina, því frú St. Aubyn leit svo rannsakandi á hann, að hún virtist geta lesið jafnvel leyndustu hugsanir hans. „Veikan vin sinn,“ endurtók hún hugsi. „Já, ég man eftir því að hafa mætt herra Farquhar akandi með sjúklingnum í vagni Moorlands markgreifa." Harald beygði sig niður til þess að taka upp bók, sem dottið hafði á gólfið, og þegar hann var búinn að ná í hana og leggja hana á borðið, var frú St. Aubyn farin að tala um allt annað. „Ég fer oft á safnið,“ sagði hún, „annað hvort snemma á morgnana eða þá á þeim dögum, sem það er opið fyrir námsfólk. Ég leita þá í öllum krókum og kymum, og finn gömul húsgögn og aðra muni frá liðnum tímum og minnist þess alltaf, að hver einasti þessara hluta á sina sögu, og að þeir hafa verið mikilsvirði fólki, sem nú er ekki til. Ég hugsa um þá og finn upp ævintýri um þá, en það gerir þá skemmtilegri i mínum augum. Jessie brosir og er undrandi, en þér skilj- ið mig, ungfrú Drummond, er það ekki?“ „Jú,“ sagði Elsie feimin. „Mér hefir oft þótt leiðinlegt, þegar verið er að gagnrýrra gamla dýrgripi og húsgögn. Þeim er kastað til hliðar með hæðnishlátri vegna þess að þeir séu ekki fallegir og svo sérkennilegir." „Okkar tímar eru hagsýnir og við metum meira auðæfi en gæði,“ sagði frú St. Aubyn. „Ekki alltaf, vona ég," sagði Elsie. Hún vissi ekki af hverju það stafaði, að henni datt allt i einu i hug, hvort Harald Farquhar mundi teljast til þessa fólks, og henni datt einnig í hug, hvort Harald og móðir hans mundu vera svona vingjarnleg, ef hún missti nú allt í einu þau auðævi, sem þeim varð svo tíðrætt unr. En nú var frú St. Aubyn að ávarpa hana. „Viljið þér einhverntíma koma með mér á þessa göngu mína, ungfrú Drummond? Ég held, að ég gæti sýnt yður margt, sem þér hefðuð gaman af.“ Elsie þakkaði, en gaf ekkert ákveðið svar. Smátt og smátt létti yfir svip Haralds. Frú St. Aubyn var enn kyrr dálitla stund og ræddi við alla, en hún tók þó eftir því, að unga stúlkan hlustaði á hana með athygli. Að lokum stóð hún á fætur og kvaddi. Það var eins og Beatrice væri léttara um andadrátt, er hún var farin, og Elsie gat ekki staðist þá freistingu að spyrja hana: „Á hvaða hátt er hún hættuleg kona? Mér finnst hún óvenjulega skemmtileg og aðlaðandi. Hvers vegna geðjast ykkur ekki að henni?" „Mér er ekkert illa við hana,“ sagði Beatrice. „Ég mundi meira að segja elska hana og hugga, ef ég þyrði." Elsie bað hana að halda áfram, en árangurs- laust. Beatrice leit ekki upp, og þegar Elsie spurði aftur, við hvað hún ætti, þá sagði hún, að frú St. Aubyn hefði orðiö fyrir áföllum, sem frú Farquhar hafði bannað dætrum sínum að minn- ast á. ,',En eitt verð ég að segja þér,“ bætti hún við. „Ég er hrædd um, að ekki sé óhætt að treysta vináttu frú St. Aubyn. Hún er aðeins til að skýla einhverju markmiði, sem hún ein veit um.“ „En hvers vegna er hún þá svona vingjamleg við ykkur, ef henni er ekki vel við ykkur?" sagði Elsie. „Þú ert svo leyndardómsfull í kvöld, Beatrice." Þessi athugasemd gerði Beatrice órólega, og hún fór að verja orð sín. „Það er ekki af fúsum vilja, því mér leiðist. allur svona leyndárdómur. Þú mátt ekki álasa mér, kringumstæðumar valda þögn minni." Nú var sagt, að vagn Elsie stæði við dymar, og Elsie stóð upp til þess að kveðja. Rödd Margaret heyrðist utan af tröppunum, hún var að spyrja um regnhlíf, sem hún gat ekki fundið. Er frú Farquhar. hafði faðmað gest sinn innilega að sér, flýtti hún sér út úr herberginu með vasaklút fyrir augunum. Fjórum tundurspillum hleypt af stokkunum á 50 mínútum. 1 Bandaríkjunum var nýlega hleypt af stokkunum fjórum tundurspillum á 50 mínútum. Var þetta alveg nýtt hraðamet. Skipin heita: Fletcher, Radford, Mervine og Quick.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.