Vikan - 03.09.1942, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 31, 1942
3
Hver er sinnar gcefu smiður♦
I grein þessari segir kona nokkur, sem ekki vill láta
nafn síns getið, frá pví, hvernig hægt sé að öðlast
sanna hamingju.
UM DAGINN var ég að tala við
mann, sem fær þúsundir bréfa frá
óhamingjusömu fólki. Hann sagði:
„Það er eins og villt börn, sem leita ákaft
að einhverjum til þess að veita þeim það
öryggi, sem þau hafa ekki getað byggt
sér upp sjálf.“
Ég vissi, við hvað hann átti, því að ég
hefi sjálf verið svona. Óhamingja er lík
því að vera niðri í djúpum brunni með
hálar hliðar, sem maður reynir að klifra
upp og kemst stundum upp að barminum,
en déttur svo niður aftur. Þegar maður
kallar á hjálp, heyrir enginn, og að lokum
verður maður að brjótast út hjálparlaust.
Hamingja er ekki annað en sjálfstraust
— sú öryggistilfinning, sem stafar af því
að maður finnur að maður getur mætt
raunveruleikanum einn og óhikandi. Það
er þrekvirki, og ég er hreykin af þvi,
að mér skuli hafa tekizt að sigrast á því
að nokkru leyti.
Þið skulið ekki halda að ég sé alltaf
kát. Stundum er ég þunglynd, gröm og
þreytt. En ég hefi lært það að óttast ekki
depurð sálu minnar, vegna þess að ég veit,
að hún er ekki varanleg. Tár eru óhjá-
kvæmilegur þáttur í lífi mínu; samt er
hægt að gera von og hlátur óhjákvæmi-
legan líka, það geta þeir, sem treysta sjálf-
'um sér.
Þar til ég var 25 ára þurfti ég ekki á
neinu sjálfstrausti að halda í lífinu. Eigin-
maður minn og dóttir voru ekki eingöngu
miðpunktur heims míns, heldur voru þau
mér allur heimurinn. Ég var háð eigin-
manni mínum eins og ég hafði verið háð
foreldrum mínum, sem höfðu jafnað alla
erfiðleika, er á leið minni urðu. Mér datt
það aldrei í hug, að öryggi fullorðinnar
manneskju gæti ekki verið tryggt í hönd-
um annarra.
Eg skil núna, hve skortur minn á áhuga-
efnum utan heimilisins hefir gert hann
graman. Það kom stundum fyrir, að hann
væri kuldalegur og þögull. En ég vildi ekki
trúa því, að neitt væri að. Ég hélt, að hann
væri þreyttur og þyrfti að skemmta sér
og fékk því miða í leikhús. Hann virtist
ekki gleðjast yfir því. Hann sagðist bara
skyldi hitta mig í biðsal veitingahúss nokk-
urs klukkan sjö.
Allan þann dag var ég full eftirvænt-
ingar. Ég man eftir því, að ég fór inn í
leikfangaverzlun og keypti spiladós handa
dóttur okkar. Ég var með hana í hendinni,
þegar ég kom inn í biðsalinn. Maður minn
kom ekki fyrr en klukkan átta.
„Ég hélt, að þú mundir vera farin,“ var
allt, sem hann sagði, þegar hann kom.
Andlit hans var hörkulegt, eins og andlit
óvinar. Ég hélt uppi leikfanginu eins ,og
til þess að verja mig, og snéri sveifinni,
svo að tónar komu úr dósinni.
„Sjáðu,“ sagði ég, „ég fékk þetta fyrir
10 cent.“
„Ég get eins vel sagt þér það strax,“
sagði hann. „Ég er orðinn þreyttur á þess-
ari uppgerð. Ég er ástfanginn af annarri
konu og vil fá skilnað.“
Hann skildi mig eftir eina. í fyrstu voru
hugsanir mínar eins og laufblöð, sem þyrl-
ast í vindi. Svo fór ég að hugsa skynsám-
lega: „Aðrar konur hafa komizt yfir þetta.
Nú verð ég að læra það.“
í hörmungum skilnaðarins var ég þó
svo skynsöm, að ég fann það, að ég gæti
aldrei orðið hamingjusöm, nema ég hætti
að vorkenna sjálfri mér. Þetta var þýð-
ingarmikið spor, en ég átti langa leið fyrir
höndum, því að ég var enn ekki búin að
læra það, að sönn hamingja býr innra með
manni.
Ég átti barn mitt, það eina góða, sem
ég átti eftir frá þessum árum, sem höfðu
farið svo illa. Ósjálfrátt snéri ég mér að
henni til þess að fá það öryggi, er ég hafði
glatað. Vinir hennar, skólinn og vandamál
hennar urðu áhugamál mín. Það var mér
mikil ánægja, að horfa á hana leika sér
með leikföng sín og syngja. Hún bjó til
myndir fyrir mig, allar útpáraðar og
óhreinar. Mér tókst oft að finna til vellíð-
an vegna hennar, og bros hennar yljuðu
mér um hjartaræturnar.
En dag nokkurn varð mér það ljóst, að
með ást minni gerði ég hana mér of háða.
Hún vafði handleggjunum um háls mér
og sagði: „Mamma, við skulum alltaf vera
saman. Við skulum aldrei verða stórar.“
Mig langaði til þess að gráta og segja, að
ég vildi ekkert frekar; en ég sá að lokum,
að ég mátti ekki láta hana bera byrði
mína. Svo ég sagði: „Það verður skemmti-
legt að verða stór. Þér mun þykja gaman
að því.“
Ég hafði einungis umgengizt hana og
því ekki leitað til vina minna um stuðning.
Nú fór ég til þeirra, hvers á fætur annars
og vonaði, að því er ég býst við, að fá ein-
hverja töfrauppskrift fyrir hamingju.
Sumir þeirra töluðu óljóst um „inn-
sýni“ og ,,samsvaran“. Aðrir sögðu mér
að „hlæja að sjálfri mér“, „kunna að taka
gamni“ og „sjá hve skemmtilegt allt í
rauninni væri“. Engin þessara uppá-
stungna gerði mikið gagn.
Óhamingjusamt fólk á eitt sameiginlegt
— það hugsar í sífellu um sitt eigið ,,ég“.
Það er fangar ótta og kvíða og það skoðar
lífið eins og það horfði á það út um fang-
elsisglugga. Þetta amaði líka að mér; ég
þurfti, eins og stundum er sagt: „að losna
við sjálfan mig.“
Á þessum tíma skeði smáatburður, sem
festist mér í huga og hefir ekki horfið það-
an síðan. Ungt hlynitré dó í garði mínum.
Maðurinn, sem tók það í burtu, sýndi mér,
hvernig það hefði vafið rótunum um bol-
inn í stað þess að teygja úr þeim éftir
næringu.
Er hann sagði mér þetta, sá ég allt í
einu, að ég hafði snúið rótum tilfinninga
minna og skynsemi inn á við. Ég varð ann-
að hvort að deyja andlegum dauða, eða
breiða þær út, eins og heilbrigt tré, til þess
að snerta lífið á sem flestum stöðum.
Er ég tók að dreifa huga mínum og
hjarta, skeði ekkert skyndilegt furðuverk.
Ég tók að hvetja forvitni mína, rannsaka
hluti, sem ég hafði venjulega ekki virt við-
lits. I fyrstu voru þessar rannsóknir á byrj-
unarstigi. Ég fekk mér bók um stjörnu-
fræði og á sumarkvöldum lá ég úti í garði
og horfði á stjörnurnar. Sum kvöldin sat
ég við útvarp mitt. Þar voru flutt fræðandi
fyrirlestrar um efni, sem voru mér alveg
ókunn, skemmtilegar og fróðlegar dag-
skrár á smá-útvarpsstöðvum, sem ég hafði
aldrei hlustað á áður. Ég fór líka að lesa
allskonar bækur — allt frá „Ferdinand“
til „Glæpur og refsing“. Ég var eins og
manneskja, sem stendur við matarborð, og
tekur á disk sinn dálítið af hverri tegund.
Ég umgekkst annað fólk meira — hugs-
aði á annan hátt um vini mína, ekki um
vináttu þeirra til mín, heldur hvernig þeir
í raun og veru væru. Ég reyndi að kynnast
þeim betur, og komst að því, mér til mik-
illar undrunar, að þeir voru líka að mörgu
leyti einmana, leitandi og villtir vegar.
Smátt og smátt varð kunningsskapur okk-
ar nátengdari, og ég varð þeirrar gleði að-
njótandi að geta veitt huggun.
Áður, þegar ég hafði reynt að gera eitt-
hvað fyrir fólk, þá hafði ég ekki verið
einlæg í tilraunum mínum. Þess vegna
hafði það ekki heppnast. Fólk finnur strax,
ef maður sýnir ekki fulla einlægni, en geri
maður það, þá er manni tekið með opnum
örmum.
Auðvitað féll mér ekki allt vel, sem ég
gérði. En hefði ég ekki áhuga fyrir ein-
hverju eftir að hafa reynt það, þá strik-
aði ég það út af lista mínum. Maður verður
ekki hamingjusamur, ef maður er áhuga-
laus.
Þannig fór ég að fást við nokkur efni,
sem ég hafði áhuga á og naut að fást við,
og það fékk mig til að finnast ég vera
hluti þess litla heims, sem ég tilheyrði. Ég
aflaði mér þeirrar kunnáttu, sem þau
Framhald á bls. 13.