Vikan


Vikan - 25.11.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 25.11.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 47, 1943 7 Vesturlandspóstur Eftirfarandi írásögn og mymi er tekin upp úr bókinni „Söguþættir land|>óstanna“, sem Helgl Valtýsson hefir safnað, en Bókaútgáfan Norðri gefið út. Frásögn Sumarliða. ,,Það getur sjálfsagt ekki heitið, að ég hafi lent í miklum mannraunum eða avaðilförum, þótt oft hafi blásið kalt, og ekki ætið verið bjart umhverfið. Hefi ég þó aldrei legið úti i ferðum mínum og sjaldan komizt i bersýnilegan lífsháska, og hefi ég í því sem öðru á lifsleið minni oft getaö þreifað á Guðs vernd og aðstoð. Fjölmarga vetur framan af póstárum mínum hafði ég sjaldan eða aldrei hest. Gekk ég þá og bar póstinn, keypti mér stundum fylgd eða varð jafnvel að hafa mann með mér til byrjunar, þeg- ar pósturinn var 60—90 pund og þar yfir, sem oft var í mesta skammdeginu. Þegar fremur vel lét í vetrarferðum, allgóð yfir- ferð og veðurlag, stóðu ferðirnar yfir 12—16 daga, en gátu líka oft orðið 18—20 daga, og þar yfir, þegar illa viðraði og vatnsföll töfðu. Lengst hefi ég verið í póstferð 24 daga, enda þá skammdegi og sífelldar vestanstórhríðar. Er það'ávallt vesta veðurátt á þessum slóðum. Myndi það þykja langt nú þeim, er heima bíða, að fá engar fréttir svo lengi. Sími kom ekki á þessari leið fyrr en árið 1927. ÞúigmannaheiSi. Ekki hefir Þingmannaheiði ætíð verið okkur póstunum árennileg, enda oft ófær á vetrurn, og ekki býst ég við, að Þorsteinn Erlingsson hafi séð hana í sínum versta ham, þótt hann, eftir hinni alkunnu vísu sinni að dæma, kysi þó heldur af tvennu illu annað tilverustig en að lenda þar. Sé heiðin ófær, verður að fara með fjörðum, sem kallað er — munar það degi hvora leið — og má það vægast sagt heita vegleysa, einkum ef snjóasamt er. Það er talið, að Þingmannaheiði sé 9 klukkustunda lestagangur milli bæja. Lengst hefi ég verið yfir hana 22 klst. milli bæja. Fyrir nokkuð mörgurh árum — mig minnir það. væri 1924 - - varð ég að ganga frá hestunum á heiðinni, kom þeim hvorki til né frá fyrir hríð og krap- ófærð, enda dimmt af nótt. Komst ég sjálfur með Guðs hjálp til bæja og fékk mann með mér morgunirm eftir, og náðum við hestunum lifandi og óskemmdum. Öðru sinni í hríðarveðri og roki í Þingmanna- dal missti ég annan hestinn minn niður fyrir snjóhengju, og varð ég að yfirgefa hann þar sök- um sortans. Stakk ég þá svipunni minni i skafl- brúnina, þar sem hesturinn hafði hrapað niður. Sjálfur komst ég við illan leik með töskuhest- inn að Brjánslæk og fékk þar menn morguninn eftir til að leita hestsins, sem hrapað hafði. Var hann óskemmdur, hafði lent I hlé milli hengjunn- ar og klettaskúta. Hundurinn minn, sem hét Vask- ur, hafði legið alla nóttina hjá svipunni, og var farið með hressingu handa honum og hestinum, þegar af stað var lagt. Ýmsir farartálmar. Helztu farartálmar á póst- leið minni voru Vattardalsá, sem rennur út í Vatt- arfjörð rétt við sunnanverða Þingmannaheiði, Vatnsdalsá og Penna í Vatnsfirði. Gátu þær orð- ið alófærar í vatnavöxtum og jakaburði, einkum haust og vor. Varð ég þá oft að sæta fjörum, hvort heldur á nóttu eða degi, og kostaði það stundum langa bið og marga klukkustund fyrir mig og skepnurnar. Þessar ár voru allar brúaðar 1930 og var með þvi úr vegi rutt miklum erfið- leikum á hinum langa áfanga Þingmannaheiðar. Margar smærri ár voru á leið minni, meðan póstferðimar voru famar til Bíldudals, og gátu þæi- oft tafið fyrir. Verst af þeim var Móra, sem íjj Siunarliði póstur. Sumarliði Barðastrandarpóstur Guðmundsson er fæddur að Skáldsstöðum í Króksfirði 22. des. 1867. Voru foreldrar hans Guðmundur bóndi Þoi- láksson á Skáldsstöðum, Barðastrandarpóstur og Guðrún Guðmundsdóttir kona hans, og er þeirra áður getið. Tæpra 8 ára missti Sumarliði föður sinn. Fór hann að Reykhólum sem smali, er hann var 12 ára gamall og var síðan vinnumaður þar hjá Bjama Þórðarsyni. Haustið 1892 kvæntist Sumarliði Jóhönnu Frið- riku Loftsdóttur. Voru þau systkinabörn. Fluttu þau hjónin frá Reykhólum vorið 1894 að Barmi í Gufudalssveit, og byrjaði Sumarliði þá á vetrar- póstferðum fyrir Jóhann póst á Bakka í Geiradal. Voru vetrarferðir þessar vanalega 6, og ferðir ekki fleiri.en 12 á ári, en nú er farið til Patreks- fjarðar í báðum leiðum til og frá Bíldudal. Vorið 1896 fluttist Sumarliði að Bæ í Reykhólasveit og dvaldi þar og í Geiradal næstu átta árin eða þar til 1904, er hann fluttist að Borg í Reyk- hólasveit....... rennur út í Hagavaðal. Eru þær allar óbrúaðar ennþá. Verstar af þeim, sem enn eru á leið minni, eru Kjálkafjarðarárnar á Þingmannaheiði oft talsvert slæmar, einkum þegar þær er að leggja eða leysa, og Djúpadalsá, sem rennur í Djúpa- fjörð. Var ég þar hætt kominn haustkvöld eitt 1905, í vatnavexti og náttmyrkri og fleiri menn, sem með mér voru.“ Nokkrar póstferðasögur. 1. Vaskur. Einu sinni sem oftar var ég á leið frá Patreksfirði norður til Bíldudals. Liggur vetrarvegurinn fram Litladal og yfir svonefndan Lambeyrarháls. Er hann allbrattur, sérstaklega að norðanverðu. Norðankafald var á og hvass á rnóti að sækja. Veðrið fór versnandi, og var kom- inn hríðarbylur, er ég kom upp á brekkurnar. Var ég farinn að hugsa unr að snúa aftur, en þótti það leiðinlegt, meðan ég var á réttri leiö. Ég hafði með mér hund einn mórauðan, sem ég kallaði Vask.* Labbaði hann á eftir mér og var auðséð á öllu, að honum var ekki um ferðalagið. Þótti honum leggja klaka fyrir augun, og var hann öðru hvoru að rifa frá þeim, og vai-ð ég stundum að hjálpa honum. Streittist ég nú á móti bylnum, þangað til ég held, að ég sé kom- inn á Kjöl. Þá sezt ég niður undir vörðu og Vaskur líka. Ekkert sást fyrir byhrum. Eréghafði setið þarna, á að gizka stundarfjórðung, rís héppi upp, fer úr skjólinu undir vörðunni, horfir beint í veðrið, en litur til mín öðruhvoru. Þykist ég skilja, að hann ætlist til að við höfum þarna eigi lengri viðdvöl, heldur höldum áleiðis, og það geri ég. Þegar ég er staðinn upp heldur seppi af stað og ég á eftir. Göngum við nú stundarkorn, * Vaskur þessi var hinn sami, sem lá hjá svipunni i skaflinum forðum. og er mér farið að leiðast að hitta ekki vörðu. Grunar mig, að seppi fari eigi rétta leið, en held þó enn áfram. Rétt á eftir kemur Vaskur að vörðu, og þótti mér vænt um og klappaði honum. Tók nú brátt að halla til Tálknafjarðar, og fór ég ofan að Hvanneyri. Eigi var fært yfir fjörðinn fyrir roki, og varð ég að bíða þar til undir kvöld, en þá lægði. Þess skal getið, að seppi minn hafði þann sið að stökkva ætíð upp i bátinn, er farið var að taka skorður undan, og beið þar rólegur, meðan báturinn var settur fram. Hefir honum eflaust þótt þetta vissara. — Síðan fékk ég mig afgreidd- an á Sveinseyri og hélt yfir Tunguheiði til Bíldu- ■ dals um kvöldið. 2. Efi reynlst efalaus. Eitt sinn var ég á ferð frá Patreksfirði yfir Kleifarheiði áleiðis til Barða- strandar. Bleytukafald var, þar til við komum upp í heiðarbrekku, en þá breyttist veðrið allt i einu og gerir norðan áhlaupsbyl. Við vorum ein- ir fjórir saman á ferðinni, og gengu tveir eða þrír á undan hesti, sem ég hafði með og kallaði Efa. Var hann hvítur á lit. Þótt skömrn sé frá að segja, gengum við allir í einhverju sinnuleysi, þar til við tókum eftir því, að við hittum ekki vörður. En hesturinn elti okk- ur. Segi ég þá, að réttast muni ao fara ekki á undan Efa, heldur láta hann ráða ferðinni, og það gerum við. Snýr þá Efi í allt aðra átt, en við höfum farið, setti sig meira i veðrið, og eftir nokkra stund erum við komnir á rétta leið. — Höfðum við slegið of mikið undan veðrinu. - Þetta var laugardaginn fyrir páska. Gerði þriggja daga hríð með talsverðu frosti. En ártalinu hefi ég nú gleymt. 3. Ekki einhleypur. Ég var eitt sinn á ferð á sömu slóðum, og var stúlka í fylgd með mér. Færð var slæm og útsynnings hríðarveður, er við komum að Tungu í Tálknafirði. Þar bjuggu þá heiðurshjónin Guðmundur Gislason og Kristín Pétursdóttir. Taldi Guðmundur mig af að leggja á heiðina, því að kvöld væri komið, en ég fór samt og stúlkan með mér. Veðrið stóð á eftir okkur. Er yið komum upp á neðstu brekkuna, sé ég að stúlkan er farin að þreytast. Þó höldum við enn áfram um hrið, og sé ég þá að hún muni alveg gefast upp. Talfæri ég þá við hana að snúa aftur, og er hún til með það. Höldum við síðan aftur ofan að Tungu, og kem ég henni inn í bæinn og held svo af stað aftur. Guðmundur bóndi var þá að sinna skepnum, og flýtti ég mér því af stað, þar eð ég þóttist vita, að hitti ég hann, fengi ég alls ekki að fara. Gekk mér seint ferðin í ófærð og náttmyrkri. Fékk ég ýmislegt að heyra hjá Guðmundi í Tungu daginn eftir, er ég kom til baka. Var hann maður vel skynsamur og skemmtilegur. Við Djúpadalsá. Við vorum þrír eða fjórir á ferð og höfðum rekið 600—700 fjár til Bíldudals. Hafði „Miljónafélagið", sem þá verzlaði á Bíldu- dal, keypt fé þetta hér í Austur-Barðastrandar- sýslu. Fór ég póstferðina um leið. Höfðum við losað okkur við féð og vorum komnir suður í Gufudalssveit. Meðan við vorum á Bildudal, hafði gert stór- norðanbyl og sett niður mikinn snjó. Fylltust allar ár krapi og illa frosnum ís, en í bakaleið- inni gerði hálku og stór-slög, svo að ár voru með jakaburði. Það var komið myrkur, er við komum að Djúpadalsá. Leggjum við samt út i ána, og rekur þegar á okkur is, er hrekur okkur undan straumi fram af vaðinu og er þegar á sund. Lenti ég þar við bakka og komst þar af hestinum við bakkann. Hinir félagar mínir lentu nokkru neðar og komust þar upp á eyri. Ekki varð neitt slys af þessu, en við vorum allir illa hraktir. Komumst við að Barmi um kvöldið, en það er næsti bær að sunnanverðu og fengum þar góðar viðtökur. Var vakað við að þurrka föt okkar um nóttina. — Sumarliði skrifar að lokum: Þvi miður á ég engar myndir af mínum gömiu góðu hestum: Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.