Vikan - 25.11.1943, Blaðsíða 8
8
VIKAN, nr. 47, 1943
Gissur hugsar - um óheppni sína!
Gissur: Hvernig stendur á því (hugsar Gissur),
að —
Gissur: — þegar ég geng í austur einhverja götu,
þá eru allir aðrir á vesturleið —
Gissur: — þegar ég fer inn á kaffistofu og allir
stólar eru auðir, þá kemur feitur drjóli og þarf
endilega að klessa sér við hliðina á mér —
Gissur: — þegar ég horfi á sýningar, eru
stærstu menn i heimi alltaf í sætunum fyrir fram-
an mig —
Gissur: — þegar ég er á veiðum með bezta útbún-
að sem hægt er að fá, dreg ég ekki bröndu úr sjó,
en annar náungi með hrifuskaft og beran öngui
drekkhleður bátinn sinn á stuttum tíma —
Gissur: — þegar ég fer á kaffihús með Rasmínu,
skammar hún mig fyrir ókurteisi og segir mér að
læra mannasiði af þeim, sem í kringum mig eru,
en ber mér svo á brýn að ég gefi stúlkum, sem ég
sný bakinu að, hýrt auga —
Gissur: — hvar sem ég bý, þarf alltaf einhver
síblankur náungi að vera á næstu grösum og vill
fá lánað allt, sem nöfnum tjáir að nefna —
Gissur: — allir jafnaldrar mínir voru lofthræddir,
þegar þeir voru böm, en nú eru þeir flestir hátt
uppi — ,
Gissur: — Rasmína segir alltaf í samkvæmum:
Því geturðu ekki verið eins og þessi eða þessi og
það eru veniulega alheimskustu mennimir, sem ég
hefi talað við —
Gissur: — ég skil ekkert í því, að vinir manna,
sem eru sítalandi í öllum samkvæmum, skuli ekki
benda þeim á, hve mikil smekkleysa það er -— en
kannske eiga þeir enga vini —
Gissur: — gólfspilaramir ganga fjóra kílómetra,
en biða síðan tíu minútna gang frá heimili sínu
á næstu stöð, til þess að fá bil heim —
Gissur: — síminn þarf endilega
þegar ég er nýkominn í bað og þegar ég svo er
kominn til þess að tala, þá er það ekki ég, held-
ur einhver annar, sem átti að gegna —•