Vikan - 25.11.1943, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 47, 1943
hún hafði ekið eftir hinum breiðu trjágöngnm
og sólin, sem var að ganga til viðar varpaði
gullnum geislum sínum yfir höllina. „Stanley
Towers er meira en tvö hundruð ára gömul,
Marion frænka,“ hélt hún áfram; „og með þenn-
an stóra trjágarð í kringum okkur þurfa verk-
smiðjur bæjarins ekki að valda okkur neinum
óþægindum."
„Já, frá sögulegu sjónarmiðí getur verið ágætt
að hafa gamlar hallir uppi í sveit,“ sagði Marion
ergilega, „en þegar þær hafa ekki skemmtilega
nágranna eða eru fullar af gestum, þá eru þær
ekkert fyrir mig.“
Lafði Sergia ks§rði sig ekkert um að halda
þessum samræðum áfram. Hún var ekki komin
hingað til þess að skemmta sér. Hún hafði bara
flúið, því að hún var þreytt og leið á skemmt-
ununum í London og af því að hún vildi vera laus
við bónorð Carrillions lávarðar.
Sergia gekk að glugganum og leit yfir hinn
velhirta trjágarð, og hún gat ekki annað en bros-
að að athugasemd lafði Marion um verksmiðju-
reykháfana, því að þótt bærinn væri aðeins í
mílu fjarlægð, sást ekki ein einasta verksmiðja,
eða reykur né heyrðist nokkur hávaði.
Stanley Towers var stærsta eign Stanchesters
lávarðar, en faðir Sergiu kærði sig ekkert um að
búa þar, af þvi að þar fannst honum of rólegt.
En hann hafði þó fengið marga menn til þess að
gera við og lagfæra margt, sem fyrri eigandi
hallarinnar hafði vanrækt. Sergia kaus samt
Stanley Towers fremur öðrum höllum, sem faðir
hennar átti núna. Það var eitthvað við þennan
gamla herragarð, sem átti vel við hina rólegu
og stoltu skapgerð Sergiu, og sú angurværð, sem
hvíidi yfir þessu fagra umhverfi átti vel við
hugarástand hennar; hún áleit það hlunnindi, að
Stanley Towers væri svona langt frá öðrum
herragörðum. Sergiu gat vel nægst með að vera
með sjálfri sér; en hún vorkenndi lafði Marion,
sem að mörgu leyti líktist frænda sínum Stan-
chester lávarði. Sergia gerði því það, sem hún
gat, til þess að lagskona hennar skyldi ekki sakna
London of mikið, en hún vissi að hún mundi
heyra margar harmtölur yfír þessari dvöl. Þeg-
ar hún sneri sér svo frá glugganum, andvarpaði
hún. Þess vegna varð henni léttara, þegar hún sá,
að hin virðulega kona hafði sofnað yfir sögunni,
sem hún hafði verið að lesa sér til skemmtunar.
En mesta skemmtun Sergiu í sveitinni voru
útreiðar. Hún elskaði þá íþrótt, og margt kvöldið
þeysti hún um litla þorpið, sem var alveg hjá
höllinni, og alla leið til bæjarins Stanchester, sem
var í hálfrar mílu fjarlægð. 1 þorpinu stanzaði
hún oft til þess að taka sjálf við bréfum sínum,
og íbúar þorpsins, sem flestir unnu við verk-
smiðjurnar í Stanchester, voru alltaf agndofa af
hrifningu á hinum fagra íbúa hallarinnar, þrátt
fyrir, að þeim líkaði ekki hin fáláta og stolta
framkoma hennar.
En eftirmiðdag nokkurn, þegar hún hafði verið
um hálfan mánuð í Stanley Towers, reið hún hægt
í gegnum litla þoipið, og hún furðaði sig á því
að þorpsbúar, sem annars voru vanir að dást að
henni, tóku alls ekki eftir henni þetta kvöld.
Hún uppgötvaði fljótlega ástæðuna til þess;
þeir stóðu allir í hóp og hlustuðu með athygli á
ungan mann, sem talaði gáfulega og sannfærandi
til þeirra. Hann virtist hafa sérstakan hrífandi
mátt yfir þessu fólki, og þegar Sergia sá hið
stóra og sterklega vaxtarlag hans og hinn fallega
vangasvip, stöðvaði hún hest sinn og starði á
manninn með sömu aðdáun og maður horfir á
fullkomið listaverk.
Sumir höfðu nú samt tekið eftir Sergiu, og
þegar ungi maðurinn tók eftir að þeir voru óró-
legri, leit hann á Sergiu, og Sergia horfði nú i
sérstaklega falleg, grá augu, sem voru jafnstolt
og augu hennar sjálfrar.
Þau horfðu eitt augnablik hvort á annað,
augnaráð hennar var forvitið, hans rólegt og stolt.
Svo þeysti Sergia áfram að pósthúsinu, sem var
aðeins nokkrum fetum þaðan, hún hnyklaði brún-
imar, þetta kom óþægilega við hana.
Gamla kona póstmeistarans, sem hafði séð
Sergiu koma, gekk kurteislega og brosandi á móti
henni. Sergia heilsaði henni vingjamlega, og ungi
maðurinn, sem hafði talað við fólkið, og sem
fylgdi henni með augunum, fannst hann aldfei
á ævi sinni hafa heyrt jafn fallega röddu, en hann
tók líka eftir því, að hönd Sergíu titraði, þegar
hún tók við bréfunum, sem póstmeistarafrúin rétti
henni. Eitt bréfanna datt á jörðina, og þótt Jul-
ian Armstrong stæði margar álnir frá henni, var
hann þó á undan öllum öðrum að hlaupa þar að
og rétta henni bréfið. Bréfið var í mjög þunnu
umslagi, og á frímerkinu gat hann séð, að það
var frá útlöndum.
Um leið og hann rétti Sergiu bréfið, sá hann
sér til mikillar undrunar, að úr augum hennar
skein angist og hræðsla, en aðeins andartak; svo
varð andlit hennar jafn kalt og stolt og venju-
lega. Hún þakkaði Juliani Armstrong með þvi
að hneigja höfuðið kurteislega og sneri svo við,
án þess að mæla orð frá vömm.
Hann horfði á eftir henni með aðdáun um leið
og hann hugsaði um, hvað hefði getað valdið
þessum hræðslusvip í augum hennar, þegar hann
rétti henni bréfið. En svo heyrði hann að þeir,
sem viðstaddir vom, sögðu að lafði SergiaWieme,
einkadóttir Stanchester lávarðar, væri áreiðan-
lega fallegasta stúlkan á Englandi, en líka sú
kaldasta, stoltasta og harðlyndasta.
Þegar Julian Armstrong gekk heim á leið þetta
kvöld, að vistlegu litlu húsi i úthverfi Stanchest-
ers, þar sem hann bjó með móður sinni og systur,
gat hann ekki hætt að hugsa um Sergiu. Hann
hafði heyrt talað um hana, og hann, sem hafði
helgað lífi sínu góðverkum, gat þess vegna ekki
annað en verið frábitinn manneskju, sem aldrei
hugsaði um annað en sig sjálfa og sína gleði. Því
þannig hafði honum verið sagt, að Sergia væri,
og honum fannst útlit hennar samsvara þessari
lýsingu vel.
„Hún er eins og liljumar á vellinum,“ sagði
hann í hálfum hljóðum, meðan hann stóð fyrir
utan húsið sitt og leit yfir að Stanley Towers,
tumamir sáust standa upp úr trjágarðinum, „hún
sáir ekki og uppsker ekki, en það er einmitt svona
fólk, sem sáir frækomum biturleikans og óánægj-
unnar í hjörtu fátækra og hjálparvana."
„En þó að þú hafir allt, sem heimurinn getur
gefið þér,“ hélt hann áfram „þá öfunda ég þig
,ekki, ég fyrirlít þig heldur, eins og ég fyrirlít
allt, sem er auðvirðilegt og eigingjarnt. Veslings
Mary,“ hann brosti angurvært, um leið og hann
opnaði hliðið og gekk götuna upp að húsinu,
„nú get ég sagt henni, að ég hafi séð hina stoltu
drottningu hallarinnar; en ég verð að svifta henni
allri von um að lafði Sergia hafi nokkum áhuga
á því veslings fólki, sem býr í þeim þorpum, sem
tilheyra aðlinum. Nei, maður gæti alveg eins
reynt að fá marmarastyttu til þess að vera
vorkunnláta, eins og að reyna að fá þessa ungu
stúlku til að hugsa um annað en fegurð sína
og vald.
4. KAFLI.
HryggbroL
Þegar lafði Sergia var komin heim eftir út-
reiðina og gekk í gegnum forstofuna, var andlit
hennar náfölt, og hún virtist líða hræðilegar kval-
ir. Brytinn, sem gekk á móti henni, gat ekki kona-
izt hjá því að taka eftir þessu. Hann tilkynnti\
henni, um leið og hann hneigði sig djúpt, að Sir
Allan Mackensie væri kominn í heimsókn til
Stanley Towers og sæti núna inni í dagstofunni
hjá lafði Marion við tedrykkju.
Erla og
unnust-
inn.
,——---------------------------a
r
Erla: Hugsaðu þér, Stína, hann Oddur er farinn í herinn. Það er vonandi, Erla: Ég má til með að hringja í hann
að þetta stríð standi ekki lengi! elsku Odd minn. Ég vona, að hann hafi
Stína: Það verða allir einhverju að fóma á þessum tímum. Unnustinn tíma til þess að tala við mig.
minn er í sjóliðinu.
Varðmaðurinn: Já, við könnumst við
hann Odd. Bíðið þér bara í símanum. Við
gemm hlé á stríðinu, svo að þér getið talað
við hann!
Erla: Ert það þú elskan! Mikið þrái ég þig! Erla: Mætti ég koma í herbúðirnar? Ég hlakka svo til
Líður þér ekki ágætlega? Ég*bið að heilsa hers- að sjá þig í einkennisbúningnum.
höfðingjanum og öllúm þeim, sem undir þig em
gefnir!