Vikan


Vikan - 16.03.1944, Síða 2

Vikan - 16.03.1944, Síða 2
2 VTKAN, nr. 11, 1941 Pósturinn | H JÓHANN, en ekki Einar! Greinin og myndirnar viðvíkjandi Skíðafélagi Reykjavikur mæitist mjög vel fyrir eins og við mátti bú- ast vegna hins mikla áhuga, sem fólk hefir fyrir skíðaíþróttinni. Ein villa mun hafa slæðzt undir eina myndina. Hringt var til blaðsins og skýrt frá því, að undir myndinni af sveit Iþróttafélags Reykjavíkur (á bls. 3), sem vann svigbikar II, hafi átt að standa Jóhann Eyfells, en ekki Einar Eyfells. Kæra Vika! Mig langar að komast í bréfasam- band við dreng eða stúlku á aldrin- um 13—15 ára, helzt á einhverri eyjunni á- Breiðafirði; annars ein- hvers staðar langt úti á landi, ekki nálægt Reykjavík. Jóhanna G. Bjömsdóttir. Sólheiði, Nýbýlaveg 17. Fossvogi v/Rvík. Kæra Vika! Margt er nú sagt um Frakkland og frönsku þjóðina í blöðunum í sambandi við þann hildarleik, sem fer fram í heiminum. Ég hefi alltaf heyrt talað með virðingu um franska menningu, hve bókmenntir þeirra séu merkilegar, hve miklir listaunn- endur þeir séu og eins og allir vita hafa þeir víst oft ráðið miklu um, hvemig tízkan hefir verið í heimin- um. Ég ætla nú ekki að fara að spyrja þig um neitt af þessu, en mig langar ákaflega mikið til að vita, hvort þú getur sagt mér, hvort París, höfuðborg Frakklands, er gömul borg. Ég vona að þú hafir ekki mjög mikið fyrir þessu, því að ekki vil ég gera þér of mikið erfiði, eins og mér þykir alltaf gaman að fá blaðið. Ein gömul (en ekki samt mjög gömul!). Svar; París er nefnd, þegar í grárri forneskju. Vitað er að á árinu 52 f. Kr. kallaði Cæsar, sem hafði sigrað Gallíu (Frakkland), saman ráð gall- iskra höfðingja í Lutetia Parisorum, litlum bæ á eyju í Signu, þar sem París stendur nú. Á miðöldum stækk- aði Paris mjög og vegur hennar óx. Þar var stofnaður háskóli þegar árið 1200, og guðfræðiskólinn var svo frægur að þar vom 20,000 stúdentar, þá voru 100,000 íbúar í París. Um árið 987 varð París höfuðborg Frakk- lands. Hólmavík, 28. febr. 1944. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að koma okkur í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 15—16 ára, hvar sem er á landinu. Með þakkir fyrirfram. Steinunn Guðbrandsdóttir, Hólma- vík. Hulda Jónsdóttir, Hólmavík. Ragnhildur G. Friðjóns, Hólmavík. Kæra Vika! Þakka þér fyrir skíðagreinina í síðasta blaði, en viltu nú ekki fá upp- lýsingar um hvenær og hvar á að halda skíðalandsmót iþróttasambands Islands. Litill, en áhugasamur skíða- maður. Svar: Samkvæmt skýrslu frá I.S.I. fer skíðalandsmót þess næst fram á Siglufirði dagana 6., 8., 10. og 11. april. Keppendur eiga að gefa sig fram við Iþróttaráð Siglufjarðar fyrir 1. apríl næstkomandi. Keppt verður um þessa verðlaunagripi: Skiðabikar Islands, fyrir tvíkeppni, göngu og stökk. Svigmeistarabikar karla i A-flokki. Svigbikar 1, bezta Framhald á bls. 7. imiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiimiimmmiiimmiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiij ( Veggfóður nýkomið i Veggfóðursverzlun Victors Helgasonar Hverfisgötu 37. Sími 5949. 'mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmimmmmmi 300 MYNDIR eftir frœgustu listamenn Noregs. HEiMSKRINGLA SNORRA STURLUSONAR, hið sígilda forníslenzka listaverk, er að koma út. — Skreytt 300 teikningum eftir 6 frægustu listamenn Noregs. Myndirnar gefa verkinu margfallt menningarlegt gildi — ekki sízt fyrir börn og unglinga. — Allt verkið kemur út í 2 bindum, 700—800 síður að stærð, og mjög vandað að öllum frágangi. Gerizt áskrifendur að Heimskringlu. Ctfyllið þennan miða — og skrifið nafn yðar og heimilisfang greinilega — og merkið Box 2000 — Keykjavík. Má sendast ófrímerkt. Ég undirrit..... gerist hér með áskrifandi að HEIMSKRINGLU: Box 2000 — Reykjavík. Látið ekki þetta einstaka tækifæri renna yður úr greipum. Gerist áskrifendur að HEIMSKRINGLU strax í dag. Verð ekki fram úr kr. 140.00. GJAFAKORT útfyllt ef óskað er, og skal þá sérstaklega tilgreint nafn þess er móttaka skal gjöfina og einnig þess er greið- ir andvirði bókarinnar. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.