Vikan


Vikan - 16.03.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 16.03.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 11, 1944 7 Kœra Vika! Viltu vera svo góð að svara þessu fyrir mig; við erum nokkrar stúlkur, sem höfum rætt það, en erum í vand- ræðum. Þegar stúlka og piltur hafa trúlofast, hvort er þá réttara, að pilturinn kynni stúlkuna fyrst heima hjá sér, eða öfugt?. Þar sem við er- um ekki sammála, vildum við gjarn- an að þú skærir úr. Með beztu kveðjum. M. K. F. Svar; Stúlkan á fyrst að kynna piltinn heima hjá sér. Svar: Burro þýðir (lítill) asni, einkum notaður til áburðar. Kæra Vika! Þú birtir um daginn myndir af danska leikaranum Jean Hersholt. Geturðu ekki sagt okkur eitthvað meira um hann? Tveir Danavinir. Hampiðnaður. Þessi mynd er frá hampverksmiðju einni í Bandaríkjunum, hún er n~"'ri Plymouth Rock. Þessi verksmiðja framleiðir um 68.000 mílur af reipum á ári, mest fyrir landher og flota. þorparann, en annars eru hlutverk hans svo mörg, að hann hefir sjálfur ekki hugmynd um tölu þeirra. „K.“ vill fá meiri kveðskap eftir Guttorm J. Guttormsson: Áróra. Eldfjallið Morgunn I austri gýs, eldsúlan gnæfir við háloft. Rautt eins og bál verður blá loft. Birtist í skýjunum Áróra dís. Þoka þú myrkur, því dagur dóms dýrðlegur upp er að renna. Nóttin er byrjuð að brenna, kveður við ljóðstafur lúðurhljóms. Áróra kallar af himni há hugsanir manns upp úr gröfum. Letrar hún leiftrandi stöfum hugsanir Guðs allan himin á. ,,Er sambúð ykkar hjónanna ham- ingjusöm, frú Smidt?“ „Auðvitað; maðurinn minn ætti bara að reyna það að vera óham- ingjusamur með mig, hann fengi að sjá, hvað það kostaði!" Milljónamæringurinn: „Segðu sjmi minum, að ég arfleiði hann ekki að túskilding, ef hann ætlar sér að kvænast þessari dansmey.“ Vinurinn: „Heldur þú ekki, að betra væri, að ég segði dansmeynni það ?“ Pósturinn. Framhald af bls. 2. sveit í A-flokki. Svigbikar 2, bezta sveit í B-flokki. Andvökubikarinn, fyrir bezta afrek í stökkkeppni, sér- stakri. Svigbikar „Litla skíðafélags- ins,“ fyrir beztu svigsveit í sérstakri keppni. Verðlaunapeningar munu og veittir í öllum flokkum. Kæra Vika! Vinsamlegast komdu þessu á fram- færi fyrir mig. Ég undirritaður óska eftir að komast í bréfasamband, við pilt eða stúlku á aldrinum 18—21, einhvers staðar á landinu. Magnús Kristinsson, Laufásvegi 17. Reykjavík. Reykjavík, 10. marz 1944. Kæra Vika! Ég er alveg í vandræðum. Þess vegna leita ég til þín, því þú veizt (næstum) allt. Svo er mál með vexti, að ég ætlaði að lesa smásögu á ensku, sem heitir „Tappons burro" og er eftir Zane Gray. Sagan er skemmti- leg, en gallinn er sá, að ég veit ekki hvað þetta „burro" þýðir, en það er önnur aðal-„persóna“ sögunnar, ef svo mætti að orði komast. Mér er Ijóst, að þetta er eitthvert dýr, gras- æta, með annað hvort hófa eða klauf- ir, löng eyru, fremur lágvaxið og notað til áburðar. Ég finn ekki þetta orð í orðabókum, en ég treysti þér til að birta svarið eins fljótt' og þú mögulega getur. Með ósk um langa lifdaga. Kroniskur kaupandi. Svar: Jean Hersholt nýtur mikils álits í Holljrwood, hann hefir leikið í 451 kvikmjmd, en nú finnst honum „kvikmyndirnar mega bíða þangað til eftir stríðið“. Það er í fyrsta skipti á 27 árum, sem hann er ekki á launum sem kvikmyndaleikari. Hersholt er 57 ára og fæddur í Dan- mörku. Hann hefir verið kosinn for- Jean Hersholt. seti „Amerisk-danska" félagsins, en það er fjölmennur félagsslcapur vestan hafs. Á næstunni mun hann fara í ferðalag og heimsækja 700 danska söfnuði vestra og önnur fé- lagssamtök þeirra. I tómstundum sínum hefir Jean Hersholt leikari safnað æfintýrum H. C. Andersen og þýtt mörg þeirra á ensku, en, eins og Islendingum er vel kunnugt, er hann einn af fræg- ustu rithöfundum Dana. Hersholt hefir nú safnað í tvö bindi, er munu verða gefin út og heita: „Safn af verkum H. C. Andersen". Munu bæk- ur þessar bráðum koma út í ame- riskri alþýðuútgáfu. Hersholt býr í „Beverley Hills" í Hollywood, en það er skammt frá aðalborginni og þar búa margar helztu kvikmyndastjömurnar. Hann safnar fyrstu útgáfu bóka og á marg- ar slikar bækur áritaðar frá höfund- inum sjálfum. Á veggjunum í ibúð hans er mikið af verkum eftir danska málara. Eftir að Hersholt hafði lokið námi í leikskóla Dagmar-leikhússins í Kaupmannahöfn, ferðaðist hann um Norðurlönd og lék þar í nokkur ár. Ferðalöngu hans olli því, að hann fór til Bandaríkjanna. 1913 sá hann um og lék í dánskri sýningu í sambandi við heimsmarkaðinn í San Francisco, en siðan fór hann til Holljwood, sem kvikmyndaiðnaðurinn var þá að gera að nokkurskonar höfuðstað sínum. Hersholt hefir, sem brautryðjandi í amerískum kvikmyndum, leikið með hinum heimsfrægu leikurum Mary Pickford og Douglas Fairbanks. 1 einni mynd lék hann hetjuna, i annari MacKensie, þá var ekki hægt að líta á þetta sem misræði. Sir David skuldbatt sig auðvitað ekki, en þar sem hann átti enga ættingja, var það mjög sennilegt að hann gerði Julian að erf- ingja sinum. Og þegar lafði Marion Conyers hafði heyrt þetta, uppgötvaði hún allt í einu, að alveg eins blátt blóð rynni í æðum Armstrong-fjölskyldunn- ar. Lafði Marion hafði alltaf verið hliðholl upp- rennandi stjörnum, og þar sem hana grunaði, að Julian væri ein af þeim, gerði hún það sem hún gat til þess að telja Stanchester lávarð á það að sættast við dóttur sína. Heiður fjölskyldunn- ar krafðist þess, sagði hún. Lengi vildi Stanchester lávarður ekki láta und- an, en þegar hann dag nokkurn frétti, að Car- villion lávarður hafði hitt Armstrong-hjónin í París, og engin óvinátta væri á milli þeirra, skrif- aði hann loks dóttur sinni. Þegar Sergia tók á móti bréfinu, lék dálítið háðbros um varir hennar, en svipur hennar varð mildari, þegar hún las það. „Hann er þó faðir rninn," muldraði hún, „og ég vil helzt lifa í friði við hann og alla, en, Julian, þú skalt ákveða, livernig ég á að svara þessu bréfi," hélt hún áfram um leið og hún rétti hon- um bréfið. „Svaraðu honum eins og hjarta þitt segir þér að gera,“ sagði Julian um leið og hann tók hana í faðm sinn, — vilji minn og óskir beygja sig aðeins fyrir einu lögmáli, og nafn þess er — Sergia!" ENDIR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.