Vikan - 16.03.1944, Síða 4
4
VIKAN, nr. 11, l!*i4
nm
M
Smásaga e ftir S. A. H enderson
Kínverjar eru huglausir, þegar þeir
standa raunverulega augliti til
" auglitis við dauðann!“ sagði
skipstjórinn og hallaði sér aftur í strástóli
sínmn.
Allt í einu heyrðist rödd frá barnum.
Það var mjó, þreytuleg og gömul rödd:
„Nei, nei, það er ekki hægt að segja. Þér
hafið á röngu að standa. Kínverjar eru
hugdjörf þjóð. Hugdjörf, segi ég. Já, ég
gæti sagt yður------.“ Röddin þagnaði og
maðurinn greip whiskyglas sitt.
Þeir þrír, sem sátu við borð skipstjór-
ans, litu allir á þann, sem talaði. Hann
var fremur tötralega klæddur, en þó var
einhver menningarbragur á honum, sem
gerði hann ósjálfrátt virðulegan.
Þetta var einn af þessum smáhópum,
sem allstaðar er hægt að sjá á öllum gisti-
húsum og krám í hafnarbæjum um allan
heim. Þessi litli hópur sat í reykfullum bar
í Port Said-gistihúsinu, og nú var verið
að ræða um, hvernig austurlenzkt fólk tæki
á móti dauðanum.
Það ríkti þögn eitt andartak, svo hló
skipstjórinn og kallaði til litla mannsins
við barinn:
„Hæ — þér þarna — hvað vitið þér
eiginlega um Kínverja?"
Sá ókunnugi leit á tómt glasið sitt, en
svaraði ekki. Hann virti skipstjórann ekki
viðlits, og hann kallaði aftur:
„Fyllið glas yðar, og komið og setjist
hjá okkur.“
Maðurinn kom tii þeirra og þegar hann
hafði hneigt sig hátíðlega, dró hann fram
stól og settist. Nokkra stund sat hann
hugsandi og dreypti á whiskyinu sínu.“
„Jæja,“ sagði skipstjórinn uppörvandi.
„Jú, sjáið þér til,“ sagði sá tötrum
klæddi. „Ég hefi verið meiri hluta ævinn-
ar á meðal Kínverja og er þess vegna ef
til vill dálítið hlutdrægur, en — jæja —,
það kom einu sinni nokkuð fyrír mig sem
ég get aldrei gleymt. Það er langt síðan,
og nú getur það ekki gert neitt, þó að ég
tali um það. Og það kemur því við, sem
þið voruð að tala um rétt áðan.
Það eru líklega bráðum meira en tutt-
ugu ár frá því að ég kom fyrst til Austur-
landa. Ég var nokkuð vel efnaður og lagði
stund á kínverska siði og bókmenntir. Ég
ferðaðist um í Kína í nokkurn tíma, og
síðast kom ég í gamlan bæ, sem er í miðju
Kínaveldi. Það var þar, sem ég hitti ríkan
kínverskan kaupmann, sem hét Chuang
Chung-Ping. Hann gat talað og lesið dálít-
ið í ensku, og hann bjó í stóru húsi með
mörgu þjónustufólki og einkadóttur sinni,
Tunglblóminu. Ég var oft gestur í húsi
hans og Evrópusiðir voru notaðir. Dag
nokkurn stakk hann upp á því við mig, að
ég kenndi dóttur hans ensku. I staðinn
bauð hann mér ókeypis aðgang að bóka-
safni sínu, en í því voru mjög fágætar
bækur og skjöl um kínverska heimspeki.
Ég átti líka að flytja í lítið hús, sem stóð
við stöðuvatnið, ekki langt frá húsi hans.
Hérna sagði hann, gæti ég gert athuganir
mínar truflunarlaust. Ég átti að koma' á
hver jum degi til dóttur hans í klukkustund
og kenna henni enska tungu og siðvenjur.
Þannig liðu þrír mánuðir. Þeir ham-
ingjusömustu í lífi mínu! Aldrei hefi ég
haft jafnmikinn frið, og þegar ég dvaldi
í kínverska garðinum.
Á morgnana fór ég til hússins hinumeg-
in við vatnið, og í stóru svölu stofunni, sem
sneri út að vatninu, kenndi ég Tunglblóm-
inu á hverjum degi.
Ég get séð hana fyrir mér, þar sem hún
sat á litlu gólfábreiðunni með bækurnar í
kringum sig. Alltaf hafði hún blóm í kring-
um sig. Hún las í dálítinn tíma, svo varð
hún fljótt þreytt á því og bað mig með
mjúku, hljómhreinu röddinni sinni, að
segja sér frá skrýtna, gráa landinu, sem
heitir England. Og á meðan ég talaði og
reyndi að útskýra fyrir henni nýtízku siði
vesturlanda, þá leit hún á mig með stór-
um, skásettum, rafgulum augunum. Andlit
hennar var eins og gríma, og hugsanir
hennar reikuðu sínar leyndardómsfullu
götu. — Einu sinni sagði ég henni frá
VEIZTIJ —?
1. Eftir hvern er þctta erindi:
Verst er af öllu villan sú,
vonar og kærleikslaust
á ensru að hafa æðra trú,
en allt í heimi tráust,
fyrir sálina að setja lás,
en safna ma'rakeis,
og á vel tyrfðum bundinn bás
baula eftir töðumeis.
2. Hver var fiðlusnillingurinn Willy Bur-
mester og hvenær var hann uppi?
3. Hvar var Jón ^ýslumaður Espólín
fæddur og hvenær, og hvert var aðal-
verk hans?
4. Hvenær unnu Assýringar Egyptaland?
5. Hvað þýðir: ,,grár fyrir geirum"?
6. Hvar er þessi setning og hver sagði
hana: „Fá máttu vér betri landtöku“?
7. Eftir hvern er óperan „Rigoletto"?
8. Hver var það, sem ritaði undir dulnefn-
inu Þorgils gjallandi?
9. Hver var Aristófanes?
10. Eftir hvem er bókin „Þú hefir sigrað,
Galiley", og hver hefir þýtt hana?
Sjá svör á bls. 14.
ensku fjölskyldulífi og hjónaböndum, þeg-
ar hún spurði mig allt í einu að þessu:
„Og á göfugur kennarinn eiginkonu og
börn í sínu fjarlæga landi?“
„Nei,“ svaraði ég „ég er það, sem maður
kallar piparsveinn. Ég varð að útskýra
nákvæmlega fyrir henni, hvað piparsveinn
þýddi. Og hún hlustaði á með mikilli eftir-
tekt. Þegar ég fór, tók hún blóm úr sloppi
sínum og gaf mér það.
Upp frá þessum degi, var eins og fram-
koma Tunglblómsins við mig hefði breyzt.
Og hefði ég ekki verið svona niðursokkinn
í athuganir mínar, hefði mig ef til vill,
grunað þá ógæfu, sem varð árangurinn af
daglegum heimsóknum mínum hjá þessari
leyndardómsfullu dóttur Kína.
Á þéssum tíma vann ég við þýðingar á
nokkrum evrópu bókum á kínversku, og
stundum, þegar hitinn var óþolandi, tók ég
blöð mín og bækur með mér og leitaði að
skuggasælum stað fyrir utan litla húsið,
þar sem ég gat unnið.
í byrjun, þegar ég bjó í kofanum, hafði
Chang Chun-Ping gert það að vana sínum
að heimsækja mig daglega. En upp á síð-
kastið hafði hann verið neyddur til að vera
inni vegna sjúkdóms, og þess vegna liðu
nú dagar mínir í einveru og ró.
En morgun nokkurn var því skyndilega
lokið. Ég hafði farið snemma á fætur,
vegna þess að ég var með þýðingu, sem
ég vildi gjarnan ljúka við. Það var grár
og dimmur dagur, sem rann upp.
Það var barið á hurð mína, og einn af
þjónunum færði mér þau skilaboð, að ég
skyldi ekki koma til Tunglblómsins þennan
morgun, en hvort ég vildi sýna Chuang
Cung-Ping þann heiður að borða með hon-
um kvöldverð þetta sama kvöld?
Allan daginn var ég undarlega órólegur.
Loksins rann upp kvöldverðarstundin. Ég
gekk til hússins, og þjónn vísaði mér inn í
bókasafnið, eina herbergið — auk borð-
stofunnar, þar sem húsgögnin voru í
evrópustíl. Mér til mikillar undrunar kom
húsbóndinn ekki á móti mér til þess að
heilsa mér, eins og hann hafði gert áður;
en annar þjónn tilkynnti mér, að búið væri
að bera fram kvöldmatinn og vísaði mér
inn í borðstofuna.
Chuang Chung-Ping og Tunglblómið
sátu þegar við borðið, er ég kom inn. Ég
tók strax eftir því að hann var klæddur
þjóðbúningi sínum í staðinn fyrir eins og
venjulega við svona tækifæri í kjólföt.
Hann hneigði sig fyrir mér og gaf mér
merki um að setjast við hægri hlið sína
og á móti Tunglblóminu, sem sat þögul og
kom eltki á nokkurn hátt upp um hugsanir
sínar.
Það leið á kvöldverðinn og ég reyndi
árangurslaust að halda uppi samræðum,
þangað til Chuang Chung-Ping sagði að
lokum:
„Látum vera þögn, herra! Þegar vínið
hefir verið skeinkt er hægt að tala.“
Svo var máltíðinni haldið áfram í þögn.
Loks kom þjónn inn með þrjú vínglös á
Framhald á bls. 13.