Vikan - 16.03.1944, Síða 5
VIKAN, nr. 11, 1944
5
16 Vegi Framhaldssaga: inar-
r ástarii
' Eftir E. A. RQWLAND) '
„Já, það er ég viss um, elskan mín; AHan hefir
sent honum skeyti, og hann hefir reiknað það út
að ef Julian leggur af stað á einhverjum ákveðn-
um degi, þá getum við þrjú hitt hann í Nizza eða
á einhverjum öðrum stað. Allan segir, að Julian
geti líka komið til Neapel. En nú má ég ekki
tala meira við þig, Cameron læknir bannaði mér
það. Góða nótt og sofðu rótt.“
Hún beygði sig niður og kyssti Sergiu, en þeg-
ar hún ætlaði að fara, vafði Sergia handleggjun-
um um háls hennar.
„Mary," hvíslaði hún, um leið og hún þrýsti
sér innilega að henni, „Mary, hvað hefir þú vitað
þetta lengi?"
„Ég veit ekkert,“ sagði Mary, „og ég mun
aldrei fá neitt að vita, nema ef þú óskar þess
sjálf, Sergia — ég veit bara að mér þykir vænt
um þig, og hins hefi ég getið mér til —.“
„Og hvað er það, Mary?“
„Ég hefi getið mér til nokkurs, sem mun gera
mig mjög hamingjusama, Sergia."
„Og þú hatar mig ekki?“
„Hata þig? Ég, sem á þér að þakka alla ham-
ingju mína!"
Tárin streymdu niður vanga Sergiu. Það var
eins og öll sorg hyrfi í burtu frá henni, og hún
gæti aftur byrjað að vonast eftir björtum dögum.
„Hvað á ég að segja við hann, Mary?“ hvísl-
aði hún, „hvemig á ég að sættast við hann aftur?
Hann sagði við mig einu sinni, á þeim yndislega
og þó hræðilega degi, þegar hamingja mín kom
til mín, en var tekin frá mér aftur, — nokkur
orð, sem geta gefið mér von — en Mary, ef hann
kæmi nú ekki?“
„Hann kemur —. Allan segir, að hann komi!"
sagði Mary, eins og orð Allans gæti ábyrgst allt
milli himins og jarðar.
„Heldurðu, að hann fyrirgefi mér?“
„Ó, Sergia, hvernig getur þú efast! Hann elskar
þig! En nú verð ég að fara, annars veit ég ekki
hvað Cameron læknir segir — og nú eru þeir tveir
til að ávíta mig.“
Hún gekk hægt út úr herberginu, og lafði Serg-
ia lá grafkyrr. Hún var mjög hamingjusöm; orð
Mary höfðu aftur vakið von hennar, og það var
eins og allur efi og ótti væri blásinn í burtu.
Smám saman lokuðust hin þreyttu augnalok, og
Sergia svaf nú í fyrsta skipti í margar vikur
rólegum og djúpum svefni, sem ekki var rofinn af
vondum draumum.
Þegar hún vaknaði morguninn eftir, var hún
styrkt af svéfninum og rólegri en hún hafði lengi
verið. Vonin hafði aftur lifnað hjá henni. Julian
elskaði hana, og ástin fyrirgefur allt. Hún ætlaði
að segja honum raunasögu sína, sem hún hefði
átt að segja honum strax, og svo mundi hann
fyrirgefa henni.
„Hann elskar mig, og þess vegna mun hann
fyrirgefa mér,“ muldraði hún í hvert skifti, sem
efasemdimar gerðu vart við sig. Hún vildi alls
ekki hugsa um, hve stórlátur hann var, það var
einmitt þetta stórlæti hans, sem hafði fengið
hana til þess að ákveða að hún vildi heldur deyja
en að segja honum sögu sína, þegar þau gengu
saman í skóginum við Stanchester. Þá hafði hún
hugsað með sér: „Hann elskar mig, vegna þess að
honum finnst hugsjónir sínar persónugerðar í mér,
en ég elska hann, af því að ég get ekki annað,
og hvað sem hann gerði illt, þá mundi ég halda
áfram að elska hann. Ef við gætum skipt um ör-
lög, ef það væri hann, sem hafði gert eitthvað,
sem hann þyrfti að skammast sín fyrir og þyrfti
að biðja um fyrirgefnigu á, þá mundi hann kom-
ast að raun um mismuninn á ást okkar."
En nú var það allt liðið. Ást Sergiu hafði vaxið
frá þeim degi, þegar hún gekk með honum í
skóginum við Stanchester, og hún var orðin vitr-
ari. Hún vissi, að það hafði verið meira áfall
fyrir ást Julians að hún hafði þagað þennan dag,
heldur en ef hún hefði sagt honum frá öllu. Ást
hennar hafði fyrst í rauninni vaknað daginn, sem
hún og Julian höfðu hittst á götunni í London.
Þegar hún sá andlit hans, var það eins og hún
vaknaði úr draumi, og þess vegna sleit hún trú-
lofunni við Carrillion lávarð og bjargaði þar bæði
sjálfri sér og honum frá ógæfu.
Nú endurtók hún hvað eftir annað við sjálfa
sig, að allt illt væri liðið. Julian elskaði hana.
Julian myndi fyrirgefa henni, og ást hennar
skyldi láta hann gleyma öllu, sem hann hafði
orðið að þola vegna hennar. Það, sem gladdi
Sergiu mest, var að Julian hafði gleymt, að hún
var lafði Sergia.
„Ást hans hlýtur að hafa verið mjög mikil og
sterk,“ sagði hún við sjálfa sig „þegar hann gat
látið þá hindrun falla niður, sem hann í stórlæti
sínu hafði reist á milli okkar.“ Og hún gladdist
yfir því, að faðir hennar gat ekki, þrátt fyrir
reiði sina, gert hana arflausa. Það mundi vera
yndislegt að geta hjálpað Juliani með auðæfum
sínum. Allar þessar björtu hugsanir Sergiu virt-
ust beinlínis gefa henni likamlegan styrkleika. 1
margar vikur hafði hún legið hérna eins og hjálp-
arvana bam. Nú langaði hana allt í einu til þess
að fara á fætur og hreyfa sig.
„Ég ætla að vera hamingjusöm núna," muldr-
aði hún, um leið og hún steig fram úr rúminu og
gekk með miklum erfiðismunum út að glugg-
anum.
Hún dró þungu silkigluggatjöldin til hliðar og
leit yfir hina dapurlegu og einmanalegu heiði, sem
hafði næstum gert hana brjálaða. Nú leit hún á
hana með öðrum augum, og þegar sólin í því
varpaði gullnum geislum sínum yfir hana, hneigði
hún höfuð sitt hrærð, og fallegu varimar titmðu.
Já, nú var myrkrið í sannleika horfið úr tilvem
hennar. Sorgum hennar var nú lokið.
XXI. KAFLI.
Brúðkaup.
Sir Allan fór í burtu snemma um morguninn
og kom aftur um kvöldið. Hann fór strax upp,
þar sem Sergia lá á legubekk í herberginu, sem
hafði upphaflega verið dagstofa hennar. Legu-
bekkurinn hafði verið fluttur fyrir framan arin-
inn, og hinir björtu logar vörpuðu birtu sinni
á hana. Hún var nú eins og skuggi af þeirri
fyrri fögru og stórlátu Sergiu, og þó var eins
og eitthvað dásamlegt hefði komið fyrir hana
þessa síðustu daga. Augu hennar fylltust tárum,
þegar hún rétti unga mánninum hönd sina.
„Hvemig get ég nokkum tíma þakkað yður
fyllilega — fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir
mig, Allan?“ sagði hún, um leið og hún leit á
hann.
„Með því að gleyma því,“ sagði Sir Allan.
„Hingað til hefi ég víst ekki gert annað en að
stela vinkonu yðar frá yður,“ og þegar hann
kom auga á Mary, sem stóð við hliðina á Sergíu,
gleymdi hann eitt augnablik, að hann var ekki
einn, og greip hana í faðm sér og kyssti hana.
„Elskan mín,“ sagði hann. „Nú er allt í lagi.
Móðir þín hefir nú gefið mér þig, og henni finnst,
að við ættum að halda brúðkaup okkar á nýjárs-
dag. Þú getur fengið allt, sem þú þarft á að
halda fyrir þann tíma, frá London; ég er búinn
að semja við lögfræðing minn. Og móðir þin var
svo elskuleg, að biðja mig að skila til þln, að
við skyldum vera hér; hún vill ekki sjá þig fyrr
en eftir brúðkaup okkar. Ungfrú Dering er nú
hjá henni og móður þinni líkar svo vel við hana.
Þú sérð það, Mary litla, að allt fór eins og ég
sagði; eina áhyggjuefni mitt núna er Julian —
Hann þagnaði skyndilega, þegar Mary gaf hon-
um bendingu; en um leið og hann sneri sér að
Sergíu, sagði hann:
„Þér verðið að fyrirgefa mér, Sergia. Það er
ekkert til eins eigingjamt og hamingja."
„Hamingja yðar og Mary er einnig min —,“
sagði Sergia, en það var eins og skuggi væri
kominn á andlit hennar. Efinn var aftur farínn
að gera vart við sig; ætli þessi fallegi draumur,
sem hana hafði dreymt, mundi uppfyllast!
„Það væri alltof mikil hamingja! Alltof mikil
hamingja!" hugsaði hún kvíðin.
En þessar hugsanir hurfu brátt við faðmlög
Mary, á meðan Allan sagði frá ráðagerðum sín-
um og talaði um það, hvemig þau þrjú skyldu
njóta ferðalagsins saman.
Nú voru liðnar þrjár vikur frá því að Sir Allan
og Mary höfðu gifzt. „Hin hamingjusömu brúð-
hjón," eins og stóð í dagblaðinu, voru nú farin
frá Loch Corrie til þess að skemmta sér ein
í nokkurn tima.
Þegar þau komu aftur til Sergíu, vildi hún fyrst
fara ein i burtu; hún sagðist ekki vilja vera beztu
vinum sínum til byrði, en Sir Allan og Mary
héldu því ákveðin fram, að hún mætti ekki eyði-
leggja ferðaáætlun þeirra.
Hún lét þau tala um fyrir sér að lokum, og
fór með þeim; og ungu hjónin kepptust um að
uppfylla hennar minnstu óskir.
Þau voru nú í París, en voru að hugsa um að
fara þaðan eftir nokkra daga. Það var óvenju-
lega margt fólk í bænum, og þó að Sergia gæti
ekki enn tekið þátt í neinu samkvæmislífi, þá
þótti henni gaman að horfa á lífið í kringum sig.
Hún hresstist með hverjum deginum, sem leíð,
og Mary fannst Sergia aldrei hafa verið eins
falleg og hún var. Og það var aðeins eitt, sem
gat valdið því, hugsaði Mary með sér, þegar þau
óku að hótelinu eitt kvöld, þegar þau höfðu verið
úti allan daginn, og það hlaut að vera ástin.'.
Mary var sjálf ósegjanlega hamingjusöm, Og
hún skildi nú svipinn, sem var í augum Sergiu,
þegar þau töluðu um Julian. ..Trr:
„Sergia elskar hann,“ sagði hún við sjálfa sig;
og það er af því að hún er viss um, að hann
kemur brátt, að hún er svona hamingjusöm. Ó,
ég vildi óska, að hann væri hérna!“
Og á meðan lafði Sergia hallaði sér aftur á
mjúkum koddanum hugsaði hún hið sama og
Mary.
„Hann kemur bráðum," muldraði hún. „Ó,
hvað tíminn líður hægt, og þó er það yndis-
legt að þrá. En hvað allt er öðruvísi síðan fréttin
kom frá Juliani! Ég held, að ég gæti beðið I
mörg ár, en ég þarf ekki að bíða lengi, þvi að
hann kemur bráðum.