Vikan - 16.03.1944, Side 8
8
VIKAN, nr. 11. 1944
Frí er ekki alltaf til fagnaðar!
Gissur: Þetta er lítið uppörvandi! Eingin virðist
hafa skemmt sér í sumarfríinu og ég ætlaði að
fara að taka mitt frí!
Gissur: Nú hitti ég loks einn, sem er ánægður!
Ertu að koma úr fríi, Jónas?
Jónas: Ég er í fríi! En ég er að dunda í garð-
inum mínum og fer ekki fet!
Gissur: Það er óþarfi að vera að hendast langai-
leiðir, þegar maður hefir garð að hugsa um!
Gissur: Það er ekkert smáræði, sem hér er óunnið!
Hvar er einkaritarinn minn ? Hann átti að koma úr
frii í gær!
Skrifstofumaðurinn: Einkaritarinn yðarhringdi.
Hann má ekkert vinna í viku. Hann var uppí
fjöllum í fríinu og fekk þar einhverja slæma
eitrun!
Gissur: Það var slæmt!
Skrifstofustúlkan: Gæti ég fengið frí það, sem
eftir er dagsins? Systir mín var flutt í spitala, af
því að hún sólbrann svo hræðilega í sumarfríinu;
hún var nefnilega á baðstað.
Gissur: Ætli það verði ekki svo að vera!
Gissur: Hvað gengur að þér, Hermann minn?
Hermann: Konan mín er slæm á taugum og hún
heimtaði að dvelja á Hverastöðum i friinu. Það var
ljóta friið! Henni versnaði og ég er orðinn afleitur
á taugunum!
Gissur: Hvað hefir komið fyrir þig, Malli-
Kalli ?
Malli-Kalli: Ég fór í sumarfriinu að Mýflugna-
vatni og ætlaði að veiða mér til skemmtunar —
en flugurnar ætluðu að steindrepa mig; svo felldi
ég um býflugnabú og var þar að auki nærri
drukknaður.
Fúsi feiti: Heyrðu, Gissur, hvar get ég ná í hann
Bjama bunu? Ég þarf að taka í lurginn á honum!
Hann vísaði mér á sveitabæ til að dvelja á i sumar-
fríinu. Á öðmm degi þar fékk ég í magann og lá
allt sumarfríið!
Gissur: Margur hefir lent 'í meira erfiði í sumar-
fríinu!
inszvxiasm
Gissur: Góðan daginn, frú Skjónan!
Frú Skjónan: Ég segi mínar farir ekki sléttar!
Aldrei lent í öðru eins fríi! Skjónan vildi endilega
asnast í hráslagann niður á strönd. Drengurinn minn
fékk mislinga, telpan einhver útbrot, maðurinn var
tekinn fastur, ég fékk mikla slæmsku í magann og
þjófa-skammir hirtu fötin okkar!
Gissur: Af hverju ertu svona sorgmæddur,
Dúlla-Dalli ?
Dúlla-Dalli: Ég var í fríi — það rigndi allan
tímann — bömin urðu veik og ég hefi orðið að
fara með þau til læknis á hverjum degi siðan við
komum heim!
Gissur: Svo að þér skemmtuð yður lítið i sumar-
fríinu?
Jóakim: Þér skuluð aldrei fara til Holladals!
Hótelið er hræðilegt! Það var nærri búið að skjóta
mig þar i misgripum! Eini ljósi punkturinn var að
konan mín varð svo kvefuð, að hún gat ekki sungið!