Vikan


Vikan - 16.03.1944, Side 11

Vikan - 16.03.1944, Side 11
lUMiiiiiuuuuiiuétmúiiíúiiiuiuiÍMiitfiujáiji VIKAN, nr. 11, 1944 Pramhaldssaga 11 Höfundurlnn: Agatha Christie Hver gerði það? Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTIE 19 Fjærvera. — Frá miðnætti til kl. 2 (staðfest af húsmóður hennar og lestarþjóninum). Fór að hátta. Lestarþjónn vakti hana kl. 12,38, og hún fór til húsmóður sinnar. Ath.: Vitnisburður farþeganna er studdur af þeirri staðhæfingu lestarþjónsins, að enginn hafi farið inn í eða komið út úr klefa Hat- chetts frá miðnætti til kl. 1 (þegar hann fór sjálfur inn í næsta vagn) og frá kl. 1,15 til 2. „Þið sjáið að þessi listi er bara smá útdráttur úr því, sem við höfum heyrt, raðað svona niður til hægðarauka," sagði Poirot. Bouc gretti sig í framan og rétti honum það til baka. „Það segir okkur ekki margt,“ sagði hann. „Kannske þér lítist betur á þetta," sagði Poirot og brosti lítið eitt um leið og hann rétti hon- um aðra pappírsörk. 25. KAFLI. Tíu spurningar. A pappirnum stóð skrifað: Ýmislegt, sem þarf útskýringar við: 1. Hver á vasaklútinn, sem er merktur með H? 2. Pípuhreinsarann. Missti Arbuthnot ofursti hann, eða einhver annar? 3. Hver var í skarlatsrauða sloppnum? 4. Var þáð maður eða kona, sem var í lestar- þjónsbúningnum ? 5. Af hverju benda vísamir á klukkunni á 1,15 ? 6. Var morðið framið þá? 7. Eða fyrr? 8. Eða yar það seinna? 9. Getum við gengið út frá því, að fleiri en einn hafi rekið hnif í Ratchett? 10. Hvaða aðra skýringu er hægt að gefa á sárunum ? „Jæja, þá skulum við sjá, hvað við getum gert,“ sagði Bauc og nú lifnaði yfir honum. „Fyrst er það þá vasaklúturinn. Við skulum fyrir alla muni taka þetta í röð og reglu.“ „Vissulega," sagði Poirot og kinkaði kolli ánægður á svipinn. Bouc hélt áfram í fræðandi tón. „Bókstafurinn H, á við þrjár persónur, frú Hubbard, ungfrú Debenham, sem heitir líka Her- mione og herbergisþemuna Hildegrade Schmidt." „Ó, og hver af þeim er það?“ „Það er erfitt að segja. En ég hygg, að ég muni segja að það sé ungfrú Debenham. Það getur meira en vel verið, að hún sé kölluð seinna nafn- inu, þó að við vitum það ekki. Svo liggur líka grunur á henni. Samtalið, sem þú heyrðir, vinur minn, var dálítið skrýtið, og hún neitaði að út- skýra það.“ „En ég held, að það sé ameríska konan,“ sagði Constantine. „Þetta er mjög dýr vasaklútur; og allir vita, hvað Amerikumenn eru eyðslusamir." „Svo að þið gmnið alls ekki herbergisþern- una?“ „Já, eins og hún sagði sjálf, að einhver yfir- stéttarkona hlyti að eiga vasaklútinn." „Og svo er það spumingin um pípuhreinsar- ann. Var það Arbuthnot ofursti, sem missti hann eða einhver annar?" „Þetta er erfiðara. Englendingar nota ekki q . Hercule Poirot er á leið frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. I lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; img stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri járnbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með jám- brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, MacQueen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vemda sig, af því að hann er hrædd- ur um líf sitt. Poirot neitar. Ratchett er myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratchett, sem segir honum það, sem hann veit um hagi hans. Því næst skoðar Poirot líkið ásamt Constantine lækni og finna þeir á þvi 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot kemst að því að Ratchett heitir réttu nafni Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs ofursta. Frú Armstrong lézt af sorg og Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn- fóstra, sem ekki gat sannað sakleysi sitt framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi- nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslumar og yfirheyrt lestarþjóninn, einkaritara Ratc- hetts, herbergisþjón hans, og amerísku kon- Una. Hann hefir yfirheyrt sænsku konuna og Dragomiroff prinsessu, sem segist hafa þekkt móður Armstrong. Hann hefir líka yfirheyrt Andrenyi greifa og frú hans. Hann yfirheyrir Arbuthnot ofursta, og kemst að því, að hann hefir kannast við Armstrong. Hann yfirheyrir því næst Hard- man og kemst að því, að hann starfar hjá leynilögregluskrifstofu í New York, og Ratchett, sem var hræddur um líf sitt, hafði ráðið hann til þess að vemda sig í lestinni, en Hardman hafði ekki orðið var við neitt. Því næst er Italinn yfirheyrður og virðist hann saklaus. Poirot yfirheyrir ung- frú Debenham, og er hún mjög róleg, en getur ekki gefið nokkrar mikilsverðar upp- lýsingar. Nú er hann að ljúka við að yfir- heyra Hildegrade Schmidt. Hún hafði þurft að fara til prinsessunnar um nóttina og lestarþjónninn hafði vakið hann til þess. Frú Hubbard finniir stóran hníf blóðugan i svampapoka sínum. Poirot er nú að rann- saka farangur farþeganna. Ekkert hefir fundizt hjá neinum nema nú loks hjá Hilde- grade Schmidt, í tösku hennar liggur sam- anbrotinn lestarþjónsbúningur. Skarlats- rauði silkisloppurinn fannst í tösku Poirots. Poirot leggur fram lista yfir allt fólkið í iestinni og rannsóknimar. hnífinn, það er rétt hjá þér. Ég hallast að þeirri skoðun, að einhver annar hafi skilið pipuhreins- arann eftir til þess að gmnur félli á Englend- inginn." „Eins og þér segið, Poirot," skaut læknirinn inní, ,,þá er of mikið hirðuleysi að skilja eftir tvennt, sem getur gefið manni bendingu. Ég er sammála Bouc. Einhver hefir misst vasaklútinn óviljandi — fyrst engin af konunum vill viður- kenna að hún eigi hann. En pipuhreinsarinn var skilinn eftir af ásettu ráði. Því til stuðnings er, að Arbuthnot ofursti sýnir enga geðshræringu og viðurkennir fúslega, að hann reyki pípu og noti þessa tegund pipuhreinsara." „Þér mælið af viti," sagði Poirot. „3. spumingin. — Hver var í skarlatsrauða sloppnum?" hélt Bouc áfram. Ég skal viður- kenna að ég hefi ekki minnstu hugmynd um það. Hafið þér nokkuð sérstakt álit á því, Con- stantine?" „Nei.“ „Þá viðurkennum við að við erum á gati þar. En næsta spurning hefir að minnsta kosti mögu- leika. Hver var maðurinn, eða konan, sem var í lestarþjónsbúningnum ? Jæja, við getum talað um hóp manna, sem það getur ekki hafa verið. Hardman, Arbuthnot ofursti, Foscarelli, Andrenyi greifi og Heetor MacQueen eru of háir. Frú Hubbard, Hildegrade Schmidt og Greta Ohlsson eru of þreknar. Þá eru eftir ungfrú Debenham, þjónninn, Dragomiroff prinsessa og greifafrú Andrenyi — og öll eru þau ólíkleg! Greta Ohlsson og Antonio Foscarelli sverja bæði, að ungfrú Debenham og þjónninn hafi ekki farið úr klefum sínum, Hildegrade Schmidt sver að prinsessan hafi verið í sínum klefa, og Andrenyi greifi hefir sagt okkur að konan hans hafi tekið svefnmeðal. Þess vegna virðist það ómögulegt, að það geti verið nokkur af þeim — en það getur ekki átt sér stað!“ „Það hlýtur að vera einhver af þessum fjórum," sagði Constantine. „Nema að það sé einhver, sem hefir komist inn í lestina að utan og fundið felu- stað — við höfum samþykkt að það gæti átt sér stað.“ Bouc var kominn að næstu spurningu á list- anum. „Nr. 5. — Hvers vegna benda vísamir á klukk- unni á 1.15? Ég get séð tvær útskýringar á því. Annað hvort var það morðinginn, sem stillti þá til þess að búa til sönnun á fjarveru sinni, og seínna þegar hann ætlaði að fara út úr klefanum, þá tafðist hann við að heyra þruskið í fólkinu; eða — bíðið — mér dettur nokkuð í hug — Hinir biðu rólegir, á meðan hugsanirnar byltust i höfði Boucs. „Nú hefi ég það,“ sagði hann að lokum, „það var ekki svefnvagnsmorðinginn, sem átti við klukkuna! Það var sá maður sem við köllum hinn morðingjann — örvhenti maðurinn — með öðrum orðum konan í skarlatsrauða sloppnum. Hún kem- ur seinna og færir vísana aftur til þess að geta sannað fjarveru sína.“ „Bravó," sagði Constantine, „þetta er sniðug- lega hugsað." „Þá hefir hún,“ sagði Poirot, „rekið hnífinn í hann í myrkrinu og ekki vitað að hann væri þegar dáinn, en svo hefir hún einhvern veginn ályktað það, að hann væri með úr í vasanum, tekið það upp, fært vísana aftur og gefið því svo högg.“ Bouc horfði kuldalega á hann. „Hefir þú kannske einhverja betri ráðningu sjálfur?" spurði hann. „Nei, ekki sem stendur," svaraði Poirot. „En þrátt fyrir það,“ hélt hann áfram, „ég held, að hvorugur ykkar hafi tekið eftir því, sem er það merkilegasta við úrið.“ „Á 6. spurningin við það?“ spurði læknirinn. „Þeirri spumingu — var morðið framið kl. 1,15? — Svara ég: nei.“ „Ég er sammála," sagði Bouc. „Var það fyrr?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.