Vikan


Vikan - 16.03.1944, Side 13

Vikan - 16.03.1944, Side 13
VIKAN, nr. 11, 1944 13 I Dægrastytting | | = ''u ■mmmmmmmiimmiiimiiiii immmiiiiiiiiiimmmimmmim'1'* „Sálina finn ég hvergi.“ Eitt sinn höfðu einhverjir Hornstrendingar orð á því við séra Snorra (Bjömsson, sem lengst var prestur á Húsafelli), að lítið vissu prestamir hvað þeir jörðuðu, þegar komið væri með lík til greftr- unar, mætti víst vera annað en lík i kistunni, þar sem þeir sæju ekki. Ekki kvaðst séra Snorri þurfa að sjá í kistuna til þess að vita fullvel um, hvað hann kastaði rekum á. Mundi aldrei vera komið sér á óvart um þá hluti. Féll svo tal þetta niður. Nokkru seinna kom þeim Hornstrendingum, er litlir vinir prests voru, saman um að leika á hann. Létu þeir þær fréttir berast að Stað, að niðursetningur einn norður á Hornströndum hefði dáið og mundi brátt verða komið með líkið til greftrunar. Ekki var þó eins og fréttin hermdi. Hornstrend- ingar smíðuðu líkkistu og settu þar í löngu, en gengu að öllu frá kistunni eins og allt væri með felldu. Hugðust þeir svo láta prest jarðsyngja lönguna. Pluttu þeir svo kistuna að Stað og settu í kirkju, en er þeir höfðu það gert, kom prestur og heilsaði þeim. Gekk hann svo um stund þögull kringum kistuna, en mælti að lokum: „Hér er komið kistuhró, klambrað saman af ergi, líkaminn er úr söltum sjó, en sálina finn ég hvergi." Skipaði hann svo komumönnum að ,hafa sig sem skjótast á burtu með kistu þessa, væri sér vel ljóst, hvað i henni væri, og skyldu þeir hafa verra af, léki þeir leik þennan aftur. Ekki er getið, að þeir hafi oftar reynt að leika þannig á prest. (Hornstrendingabók). Að skyggna egg. Hornstrendingabók, eftir Þorleif Bjamason, lýsir lifinu og náttúrunni á Hornströndum á mjög fróðlegan og skemmtilegan hátt. Úr henni er tek- in eftirfarandi málsgrein: Dóttir Kína. Frh. af bls. 4 bakka. Chun-Ping benti honum að bjóða :mér fyrst, og þjónninn hneigði sig fyrir mér. Ég rétti fram hendina og tók glasið, sem var nscst mér — ég fann, að Tungl- blómið leit allan tímann rannsakandi á mig. Þjónninn gekk til hennar með bakk- ann. Hún tók líka glas, en hönd hennar skalf, svo að blóðrauða vínið draup á snjó- hvítan dúkinn. Chung-Ping tók síðasta glasið. Nú var ég orðinn órólegur. Það var eins og loftið væri þrungið æði og skelfingu. Ég leit frá húsbóndanum til dóttur hans. Þau virtust alveg róleg. Svo Ivfti Chung-Ping glasi sínuogætlaði að drekka skál mína. Tunglblómið gerði slíkt hið sama. Og svo sá ég — eitt andar- tak, að þau litu skyndilega til hvors ann- ars. Augnatillit, sem var eins og svipur. Ég lyfti líka glasi mínu. Þegar ég setti glasið að vörunum, var mér litið á Tunglblómið. Augu hennar störðu á mig. Og í þeim sá ég þrá eins og hjá þeim, sem er að kveðja þann, sem Humphrey Bogart og Irene Manning í kvikmyndinni „Harðjaxl". Þegar fyrri eggsigum er lokið, hefst sú vinna, að velja eggin og hreinsa. Áður voru eggin venju- lega valin í vatni. Látið var vatn í bala eða fötu, og nokkur egg látin þar niður í. Flyti eggin, voru þau unguð, en lyftust þau frá botni, voru þau stropuð. Þótt þau sykki sem steinn og sýndust liggja kyrr, var jafnvel ekki öruggt um gæði þeirra. Sjór þótti betri til þess að velja í, en aldrei var þessi valaðferð örugg. Eina leiðin til þess að vera öruggur um gæði eggjanna var að skyggna þau, og er sú valaðferð einungis notuð nú; en seinlegt er og tafsamt að skyggna þúsund- ir eggja. Sá, sem skyggnir egg, tekur eitt egg i einu og heldur því milli þumalfingurs og vísifing- urs. Hann bregður því fyrir auga sér og veltir þvi miili fingranna, þar til hann hefir séð það frá öllum hliðum. Sé eggið nýtt og óskemmt, á að sjást í gegnum það, en sé það skemmt, sjást honum þykir vænst um. Mjóir fingur hennar gripu fastar um glasið. Svo — drakk hún úr því í einum teyg. Ég drakk líka mitt vín. Húsbóndinn gerði hið sama, og nú með tóma glasið í hendinni — sagði hann rólega: „Áður en tíu mínútur eru liðnar, munu tvö af okkur þremur, sem erum við þetta borð, vera dauð! Það var eitur í tveim glösum! Aðeins Buddha veit hver það voru! Ég horfði skelfdur á hann. „Ef þetta á að vera spaug, finnst mér það harla ómerkilegt!“ sagði ég reiður. Hann hristi höfuðið: „Þetta er ekkert spaug,“ sagði hann. Skiljið mig rétt. Til þess að þetta göfuga hús verði ekki saurgað með blöndun tveggja ólíkra kynstofna, verða tvö af okkur að deyja. Svo getur sá, sem Buddha hefir útvalið til þess að lifa, lifað áfram með sóma. 1 gær viðurkenndi dóttir mín, þegar ég sýndi henni bréfin, fyrir föður sínum.“ „Dóttir yðar — bréf — viðurkennt — ég skil ekkert. Mig grunaði ekkert!“ mót- mælti ég. svartir blettir í því. Bezt er að skyggna egg í sólskyni, og sé mjög dimmt í lofti, er varla fært að skyggna. Skyggnd egg eru seld dýrust og venjulega 5—10 aurum dýrari hvert egg en þau, sem valin eru í sjó eða vatni. Skemmd egg, sem ganga úr, þegar valið er, voru áður nefnd einu nafni „úrval“, en reynt að nota þau til heimilis- þarfa, þó að skemmd væru. Orðaþraut. ALUR I Ð A R UNG A UNN A LINA ALL A INN A E T J A AKUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það nafn á fjalli. Svar á bls. 14. Silfurskeiðarnar. Það var sagt, að Jón Daníelsson Dannebrogs- maður í Stóru-Vogum (d. 1855) hefði haft draumkonu, sem sagði honum með likingarfull- um orðum um ýmislegt, sem hann þurfti að vita. Einu sinni vildi svo til, að nokkurar silfur- skeiðar týndust á heimili hans. Leit var gerð að þeim aftur og aftur, en árangurslaust. Var það loks haft fyrir satt, að þeim hefði verið stolið. Eina nótt dreymdi Jón, að draumkona hans kemur til hans. Spyr hann hana, hvar silfur- skeiðamar séu niður komnar. Hún svarar og segir: „Þær eru í buxunum þínum.“ Daginn eftir lætur Jón hefja nýja leit að skeiðunum eftir tilvísan draumkonunnar, en það bar engan árang- ur. Næst þegar draumkonan kemur til Jóns ásak- ar hann hana fyrir, að hún hafi ekki sagt sér rétt til um það, hvar skeiðarnar væru. Hún svarar honum þá og segir sem fyrr, að þær séu í buxunum hans. Leið svo heilt ár eða meir, og ekki fundust skeiðarnar. Framhald á bls. 15. Hann lyfti hendinni. „Nú er enginn tími fyrir innantómar af- sakanir og lygar. Tvö af okkur eru þegar deyjandi. Ef það eru faðir og dóttir, þá er tíminn lítils virði, því að þeirra jarðlegi undirbúningur er þegar gerður, og þau eru reiðubúin. En hvernig er ástatt fyrir gesti þessa göfuga húss? Óskar hann ekki að biðja til guðs síns stóra lands?“ „En þetta er morð!“ hrópaði ég. „Þið getið ekki myrt hvíta menn á þennan hátt. Þér------,“ ég gat ekki haldið áfram. Ég fann til ógurlegrar kæfandi tilfinn- ingar. „Þetta er eitrið!“ hugsaði ég og í ógurlegri hræðslu, hugsaði ég: „Læknir! Læknir! Þú mátt ekki deyja á þennan hátt!“ En svo sagði skynsemin mér, að það væri engin von. Þó að ég slyppi út úr þessu bölvaða húsi, þá væri næsta hjálp meira en í fimm kílómetra fjarlægð, og ef það væri satt, að eitrið væri svona bráðdrep- andi, þá var ég þegar dauðadæmdur. „Þeim, sem hafa drukkið af eitrinu verður ekki bjargað," sagði Chung-Ping rólegur. Ég ákvað, að láta þann gula ekki sjá

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.