Vikan


Vikan - 01.06.1944, Blaðsíða 3

Vikan - 01.06.1944, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 22, 1944 3 Landssmiðjan í nýjum húsakynnum Hluti af rennismiðju landssmiðjunnar. Lengst til hægri sést rennibekkur, sem er 18 tonn að þyngd og mun vera með stærstu bekkjum, er hingað hafa flutzt. Hægt er að renna í honum stykki, sem er tveir metrar í þvermál. Hið nýja hús Landssmiðjunnar við Sölvhóls- götu. Það er að flatarmáli 20X30 metrar; kjallari og þrjár fiæðir. Smíði hússins var lok- ið í maí, en flutt var inn í það jafnóðum og hver hæð var tilbúin. Einar Erlendsson teikn- aði húsið, en byggingameistari var Filippus Guðmundsson múrarameistari. Málmsteypa Landssmiðjunnar. Hún er í kjallara hússins. Mennirnir eru að hella bráðnu járni í mótakassa. (F -J Landssmiðjan var stofnuð í ársbyrjun 1930. Ekki var hún stór í upphafi. Fyrstu mánuðina voru starfsmenn hennar aðeins sjö. Hún framkvæmdi þá eingöngu járnsmíði, svo sem viðgerðir á skipum ríkisins, smíði og viðgerðir fyrir vegagerð og vita, og ýmislegt fleira. Áður en Landssmiðjan yar stofnuð sem sjálfstætt fyrirtæki hafði vegagerð ríkis- ins verkstæði og brúasmiðju við Skúla- götu, þar sem nú er eldsmiðja, ketil- og plötusmiðja Landssmiðjunnar, en við stofnun hennar runnu þessi verkstæði inn í hið nýja fyrirtæki. En þótt Lands- smiðjan væri ekki stór, þegar hún hóf starfsemi sína, þá var þetta fyrirtæki, sem átti brátt eftir að vaxa og færa út verksvið sitt. — Starfsmönnum henn- Framhald á bls. 7. Vélvirkjadeild Landssmiðjunnar á fyrstu hæS hússins. Efnisgeymsla á fyrstu hæð í hinu nýja húsi Landssmiðjunnar, Frá skipasmiðadeild Landssmiðjunnar. Hún er á annarri hæð hússins. Þar er unnið að skipaviðgerðum, ,,módel“ srníði og annarri trésmíði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.