Vikan - 01.06.1944, Blaðsíða 12
12
„Hvers vegna? Þykir þeim ekki vænt um
þig?“
„Jú, vitanlega. Þú skilur það ekki.“
„Ég elska þig, Renny. Þegar ég er orðinn stór,
þá ætla ég að verða alveg eins og þú. Heldurðu
að það verði ekki gaman þá?“ Hann skoppaði
áfram við hlið Renny.
„Mjög gaman. Sjáðu ísfuglinn þarna!"
Blikandi vængir, sem voru samlitir bláum
himninum við sjóndeildarhringinn hinumegin við
hveitiakrana, flugu út úr greinum eikartrés, sem
stóð á árbakkanum, og settust á glitrandi vatnið
fyrir neðan. Fuglinn flaug hægt upp með lítinn
silung í goggnum. Sólin varpaði geislum sínum
á jörðina. Þetta var fyrsti verulega heiti sumar-
dagurinn.
Renny greip fast um hönd Edens og hljóp niður
brattan stiginn, sem lá niður að ánni.
Einstöku sinnum missti Iitli drengurinn alveg
fótfestu og hékk hjálparvana i hönd Renny, en
hann var ekki hræddur. Hann hló, um leið og hann
lagðist á hnén á breiðan stein og sá spegilmynd
sína í vatninu.
Áin var ennþá straumhörð og skolaðist inn á
milli grasigróinna klettasnasanna. I miðju rennsl-
inu var hún glampandi og slétt, en þar sem
skuggi féll á, sló á vatnið svölum, grænum blæ.
Það var eins og hún gladdist sjálf yfir öllum
hreyfingum sinum, og hvort sem hún rann hratt
eða hægt, hélt hún sama kærulausa sjálfs-
traustinu.
Eden leit áhyggjufullur á Renny.
„Hvar heldur þú að silungurinn sé núna,
Renny."
„Isfuglinn er búinn að éta hann.“
Eden varð hugsi. „Mér er ekkert um að hugsa
til þess.“
„Það er mér.“
„Hvers vegna.“
„Vegna þess að íuglinn var svangur."
„Finnst þér þá ekkert leiðinlegt, að litli fisk-
urinn sé étinn?“
„Alls ekkert.“
„Þá er mér líka sama.“
Renny tók í handlegginn á honum og benti:
„Sjáðu álftina!”
Álftahjón komu siglandi samhliða í sefinu. Það
var eins og hinar breiðu, hvítu bringur þeirra
1. Steini: Maggi, hefirðu séð jólasveininn?
Maggi: Nei, er hann á ferðinni núna?
2. Steini: Já, hann kvað halda að jólin séu
komin aftur, af því að það fór að snjóa — ég
þarf endilega að finna hann!
sýndu vatninu ástaratlot. Það var rétt hægt að
greina hreyfingar fótanna við sundið.
Álftimar syntu í áttina til drengjanna. Svip-
bragð þeirra lýsti hrokafullu kæruleysi, en þegar
þær voru beint út af þeim, sneri steggurinn sér
við með veiðiglampa í augunum; breiddi úr
vængjunum og glennti upp gogginn. Stundar-
korn hélt hann jafnvæginu í þessari ógnandi
stöðu, svo lagði hann niður vængina, hneigði
hálsinn og synti náðugur á svip á eftir maka
sínum.
„Komdu ekki of nálægt þessum," sagði Renny
í viðvörunarrómi. „Þau eiga hreiður einhvers
staðar hér nálægt.“
Með hrifningarsvip leit Eden á eftir álftunum,
þar til þær hurfu bak við slútandi pilviðartré. I
eyra hans hljómaði hægur niður árinnar.
Steinninn, sem hann hvildi á var heitur af
sólinni. Við hliðina á honum knébeygði óttalausa,
ósveigjanlega hetjan hans, bróðir hans. Hjarta
hans barðist ótt af stolti og gleði, sem hann
skildi ekki.
X. Kafli.
Iívöldkyrrð.
Filippus stóð og barði úr pípunni sinni i blóma-
krukku; þá fann hann augnaráð Elisu hvíla á sér.
Hún sótti öskubikar og setti hann á borðið við-
hliðina á blómakrukkunni. En Filippus hélt upp-
teknum hætti, þó að hann færi dálítið hjá sér við
það. Til þess að leiða athygli hennar frá sér
spurði hann:
„Hefir ungfrú Magga fengið nokkuð te!“
Elisa, sem var vel kunnugt um, hvað gcrzt
hafði um daginn svaraði:
„Nei, herra. Hún vildi ekki neitt. Og heldur
ekki miðdegisverð. Eg setti bakkann með freist-
andi kræsingum fyrir utan herbergisdyrnar hjá
henni eins og þér sögðuð mér; cn hún anzaði
ekki, þegar ég barði, og bakkarnir hafa alls ckki
verið hreyfðir."
Filippus var ráðþrota á svipinn.
„Já, en þetta er voðalegt, Elisa. Bamið hefir
ekki bragðað mat i ailan dag! Hún veikist!"
„Það er ekki annað en ég hafði búizt við, herra.
3. Jólasveinninn: Hvað viltu fá Steini minn:
Bíl, sleða, skauta?
Steini: Nei, ekkert af þessu!
Maggi: Hvað viltu þá?
4. Steini: Ég vil fá 100.000 krónur í Land-
græðslusjóð!
VTKAN, nr. 22, 1944
Ég þekkti einu sinni unga stúlkun, sem varð
smáskrítin í höfðinu eftir vonbrigði í ástarmál-
um. Hún vildi ekki greiða sér og hárið á henni
líktist mest krákuhreiðri, þegar fram i sótti.“
„Svei, — já, en við verðum að fá hana til
þess að borða eitthvað. Er ekki eitthvað sér-
stakt, sem þið getið matreitt til að freista henn-
ar með? — Ljúffenga eggjaköku ?“
Elisa hugsaði sig um í augnablik.
„Ungfrú Möggu þykir svo góðar eplaskífur með
ávaxtamauki, — það er uppáhaldsmaturinn
hennar. Kannske, — ef eldabuskan býr nú til
handa henni eplaskífu í kvöld, og þér sjálfur fær-
ið henni þær upp, — kannske hún láti þá
undan.“’
„Það gerir hún! Hafið nú nóg af ávaxtamauki
með eplaskífunum."
Eliza anzaði ekki. Hún var önnum kafin við
að ná öskunni upp úr blómakrukkunni. Hún
þurrkaði af blóminu, en Filippus horfði rólegur á.
Svo sagði hún:
„Jarðarberjamauk er bezt.“
En engin áætlun þeirra um að freista Möggu
bar neinn árangur. Þó að Filippus læddist var-
lega upp tröppurnar og bæri varlega hina freist-
ándi kvöldmáltíð og þrábæði hana um að opna
kom ekkert svar. Skelkaður kallaði hann:
„Magga. Þú ert þó ekki veik?"
„Nei, pabbi.“ Röddin var sljó.
„Opnaðu þá dyrnar, góða mín, og lofaðu mér
að færa þér þennan yndæla kvöldmat. Það er
dálítið, sem á að koma þér á óvart, dálitið, sem
þér þykir mjög gott.“
„Mér er ómögulegt að borða neitt."
„Já, en stúlka mín, þú mátt til. Þú veikist.
Komdu nú, ég skipa þér það.“
Það kom ekkert svar.
„Viltu, að ég brjóti upp lásinn?"
„Ó, pabbi, geturðu ekki látið mig í friði? Það
er það eina, sem ég bið um.“
Honum virtist það grimmdarlegt að vera að
kvelja hana. Hann sagði ísmeygilega:
„Heyrðu nú, Magga, ég læt bakkann hér, og
þegar ég er farinn, opnaðu þá dyrnar og líttu
rétt aðeins á hann. Viltu lofa mér því?“
„Nei — já."
Hann læddist niður aftur.
„Hún cr þver eins og múlasni," sagði hann
við móður sína.
„Það er þér að kenna," svaraði hún.
„Áttu við, að ég hafi sýnt henni of mikið eftir-
læti?“
„Ég á við, að hún líkist þér.“
Þegar þau fóru að hátta stóð bakkinn enn þá
fyrir utan dymar. Ávaxtamaukið var harðnað
ofan á eplaskífunum, teið og rjóminn var ósnertur.
En Keno hafði etið kjúklinginn; nagað bein lá
rétt hjá.
Aðalheiður beið neðst í stiganum. Filippus
beygði sig yfir handriðið og hvíslaði hásum
rómi:
„Hún hefir ekki snert á því.“
„Guð minn góður, þetta er orðinn langur timi.“
„Meira en sólarhringur."
Aðalheiður ræskti sig. „Jæja, við verðum að
gefa henni tíma til að jafna sig, veslings stúlk-
unni. Hún kemst áreiðanlega yfir það. 1 fyrra-
málið getur hún áreiðanlega etið eitthvað. Far
þú nú líka að hátta, Filippus. Þú þarft áreiðan-
lega að hvila þig eftir dag eins og þennan."
Hún gekk inn í herbergið sitt á stofuhæðinni,
bakvið dagstofuna. Það var það herbergi í hús-
inu, sem henni þótti vænst um. Það var svo
fullt af minningum, fögrum, skemmtilegum,
kvalafullum, ástríðuþrungnum og yfirbugandi. 1
meir en fimmtíu ár hafði hún sofið í þessu her-
bergi, í þcssu málaða rúmi, sem hún hafði hvílzt
í í hinu fjarlæga Indlandi. Litirnir á fuglunum
og blómunum voru alveg eins skærir núna og
þeir voru þá. En likami hennar var orðinn ann-
ar; hann var ekki lengur líkami ungrar konu —
hann var orðinn gamall. 1 þessu rúmi hafði hún
hvílzt í örmum Filippusar sins. 1 þessu rúmi hafði
MAGGI
OG
RAGGI.
Teikning eftir
Wally Bishop.