Vikan


Vikan - 13.07.1944, Blaðsíða 3

Vikan - 13.07.1944, Blaðsíða 3
VTKAN, nr. 28, 1944 3 Sumar í Svíþjóð Sjá forsíðu. Allir íslendingar, sem hafa dval- izt í Svíþjóð, eiga fjölda góðra minninga frá hinum löngu, björtu og hlýju sumrum í hinu fagra landi, sem er svo fjölbreytt að breytilegu landslagi, allt frá hinni drungalegu fegurð sjömílnaskóganna og hvítfyssandi stórfljótum og vold- ugum fossum til hinna brosandi lauf- engja, akra og spegilsléttra vatn- anna. Menn geta hafið SUmarferð SÍna Gamall bóndabœr í Skáni, Suður-Svíþjóð. í syðsta héraði Svíþjóðar, Skáni, og Flestir sænskir búgarðar hafa verið endurbyggðir eftir kröfum nýja tímans. Þó getur enn að líta gamla, vinalega bæi sem þenna. — Ljósm.: Th. Thelander. lifað þar hinn yndislega blómskrúða vorsins: ávaxtatré og kastaníutré í ólýsanlegri fegurð og ilman. Með því að flytja sig norður eftir með viku millibili er kleift þeim, sem vilja njóta vorsins í fyllsta mæli, að endurlifa þessa fegurð fjórum til fimm sinnum á hverju sumri. Þegar hann loksins hefir notið vorsins norður í Lapplandi, getur hann sezt upp í járnbrautarlest, sem á einum sólarhringi flytur hann aftur suður til Skánar, en þar stendur þá allt í hásumarsskrúða, og svo getur hann hafið ferð sína á ný á sama hátt og lifað hið dásamlega sumar norður eftir, eins og vorið. Hann getur snúið aftur suður á bóg- inn um það leyti, er haustið litar náttúruna hinum fögru, heitu litum sínum. Uppskeran er þá um garð gengin, heyið og kornið komið í hlöður, en ávaxtatrén eru hlaðin fullþroska eplum, perum og öðnim lostætum ávöxtum. > Trjáviður við Hömefors, Vesturbotnum. Kolaskorturinn er og hefir verið mjög tilfinnanlegur i Svíþjóð á styrjaldarárunum; þrátt fyrir nægilegt vatnsafl, sem virkjað hefir verið í þágu iðnaðarins, þarfnast iðnaðurinn, járnbrautimar og sænsku heimilin eldsneytis, og nú á stríðsárunum hafa Sviar orðið að höggva geysimikið magn skógar. Mikinn mannafla þarf til þessa erfiða og þunga starfs, sem aðallega er af hendi leyst að vetrarlagi. Sérfræðingar mæla og ákveða þau tré, sem má höggva á hverjum stað og sltipuleggja endurgræðsluna. Tugir þúsunda skógarhöggs- manna höggva svo risatrén, sem síðan er fleytt niður eftir ánum til vinnslustöðvanna. Meðal hinna 50.000 flóttamanna, sem leitað hafa skjóls í Svíþjóð, hefir mikill fjöldi fengið atvinnu við skógar- högg. — Mynd úr ,,Um Svíþjóð og Svía“. ^ 1 bók sinni „Um Svíþjóð og Svía“, segir Gustaf Adolf krónprins meðal annars: „Svíþjóð er rík af skógum, stöðuvötnum og fjöllum. Mjög fáar Evrópuþjóðir eiga í hlutfalli við fólksfjölda meira af þessum gæðum náttúrunnar. Kærleikur til náttúrunnar er svo áberandi, að vel má Hásumar og uppskerutími. Myndin, sem er frá Mið-Svíþjóð, sýnir okkur eitt sérkenni hins sænska landslags: hvernig frjósamar sléttur, vötn og skógar renna saman í eina órjúfandi, fagra heild. Myndin úr „Um Svíþjóð og Svía“. segja, að það sé sænskt þjóðareinkenni. Við elskum skógana okkar, hin óteljandi stöðuvötn, fjöll, dali og fljót. 1 sænskum skáldskap er Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.