Vikan - 13.07.1944, Blaðsíða 11
'VIKAN, nr. 28, 1944
11
Framhaldssaga:
Gamla konan á Jalna
Eftir MAZO DE LA ROCHE.
15
„Sérðu þetta, Filippua ? Þetta er síðasti munn-
bitinn minn af eplaskifum. Diskurinn minn er
tómur! Við biðum ekki eftir þér. María, Edwin
og Ágústa vildu, að við biðum, en Nicolas, Em-
est, Malaheide og ég, við voram á móti því, svo
að okkar tillaga varð ofan á.“ Hún stakk epla-
skífunni upp í sig.
Filippus fékk sér kjötbúðing. „Það var Ferri-
ér, sem hringdi," sagði hann. „Hann reif upp
himinn og jörð út af þessu með hestinn."
„Ég sé, að hann er kominn aftur," sagði Nico-
las. „Mig skal ekki furða. Eg hefi alltaf sagt, að
þetta væri gallagripur."
„Ég er hræddur um, að erfitt verði að losna við
hann núna,“ sagði Ernest.
„Verk, sem er illa hafið, endar líka venjulega
illa,“ skaut Sir Edwin inn i.
Ágústa svaraði i skipunatón:
„Spenntu hann fyrir einhvern vagninn og láttu
hann vinna. Það kennir honum áreiðanlega að
stilla sig.“
Aðalheiður leit framhjá Malaheide og á dóttur
.sina. „Hvaða vit hefir þú á hestum, lafði Bunkley?
Að spenna gæðing fyrir vagn! Nei, segi ég. Það
mundi hafa skaðleg áhrif á sál hans!“
Sir Edwin leit á hana. „Það er undarlegt," sagði
hann bliðlega, „að kona, sem er jafn stórgáfuð
og þér, frú Whiteoak, skuli ekki geta munað
nafn sinnar eigin dóttur."
Aðalheiður var sneypt; Sir Edwin vár eini mað-
urinn, er gat gert hana skömmustulega. „Nú,
jæja,“ muldraði hún, „ég er að verða minnissljó.
Ég eldist."
„Renny segir, að hesturinn sé ágætur," sagði
Filippus. „Hann ætlar að æfa hann í hástökki.
Ég held, ég leyfi honum að fá vilja sinum fram-
gengt."
„Svona rétt til tilbreytingar," sagði Emest,
og Maria leit stórhrifin til hans.
Hurðin opnaðist, og Magga kom inn í fylgd
með Renny. Til þess að leyna feimni sinni, hafði
hann talið hana á það, að sýna sig nú fjölskyld-
unni i fyrsta sinn. Þegar hún birtist, létu allir,
sem sátu í kringum borðið, í ljós innilega gleði
og ánægju, nema Malaheide, sem horfði með for-
vitni og kaldhæðni á ungu stúlkuna og María
horfði á hana með gremju og undrun.
Stóll hennar stóð hjá frændunum; þeir drógu
hann fram fyrir hana, og hún settist og hélt
höndunum fyrir andlitið. Filippus rannsakaði
vandlega kjötdiskinn til þess að finna bezta
stykkið handa dóttur sinni.
„Vænginn," sagði Aðalheiður, „gefðu henni
vænginn! Hann freistar ungrar stúlku mest! Þá
fær maður þá tilfinnjngu, að maður fljúgi, er það
ekki Magga?"
„Jú, amma," svaraði Magga, og tárin fóru að
streyma niður vanga hennar.
„Magga, Magga, reyndu nú að stilla þig!“
sagði María.
Filippus horfði á matinn, sem hann hafði tekið
til handa henni, eins og hann vildi láta stykki
af hjarta sinu með, til þess að hann gæti haft
bætandi áhrif á hana; svo rétti hann henni disk-
inn. Nikulás klappaði henni á öxlina, og Ernest
tók upp pentudúk hennar, sem hafði dottið á
gólfið og breiddi hann gætilega á hné hennar.
„Hvað er að Möggu?" spurði Eden.
„Hún er feimin," sögðu allir i einu, svo að
hann fór aftur að dást að hinu mikla skrauti
frænku sinnar.
Filippus rétti Renny það, sem eftir var af
. Sagan gerist á Jalna 1906.
Þar býr Whiteokfjölskyld-
an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul,
en er þó hin emasta. Filippus sonur hennar
tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti
Margréti og Renny með fyrri konunni.
Eden og Piers heita bömin, sem hann á
með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Em-
est em bræður Filippusar, ókvæntir. Vera
er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift-
ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice
segir Renny frá því, að hann muni eignast
bam með Elviru Grey, sem býr með frænku
sinni í þorpinu. Renny talar við frænkuna,
leyndardómsfulla konu, sem lofar að spá
fyrir honum. Systir Filippusar og maður
hennar koma frá Englandi, ásamt Mala-
heide Court. Hann er frændi gömlu frúar-
innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar,
en er illa þokkaður af öðmm. Robert Vaug-
han finnur bam á tröppunum hjá sér og
það kemst upp að Murice á það. Filippus
verður öskureiður og fer heim til hans með
bræðram sínum. Vaughan-hjónin em ör-
vingluð. Magga, sem hefir líka komizt að
því, er yfirbuguð af sorg, hún lokar sig inni
í herbergi sínu og vill ekki sjá nokkum
mann. Allt er gert til þess að lokka hana út,
en ekkert dugar. Maurice kemur að Jalna i
örvæntingu sinni og grátbiður Möggu um
að fyrirgefa sér, en ekkert dugar. Renny,
sem hefir orðið undarlega hrifinn af
frænku Elvira í eina skiptið, sem hann hafði
séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum.
Hann finnur þær, þar sem þær búa í þorpi
einu hjá frænda þeirra, Bob. Hann er hjá
þeim það, sem eftir er dagsins og hjálpar
til við að koma heyinu í hlöðu. Um.kvöldið
spáir Lúlú fyrir honum í tebolla. Renny
sefur um nóttina í hlöðunni. Hann skilur
við stúlkumar næsta morgun. Lúlú bannar
honum að koma aftur. Renny kemur heim
illa útleikinn og með hestinn, sem Ferrier
vildi ekki taka við. Filippus spyr hann,
þvar hann hafi verið um nóttina, en Renny
er tregur að segja frá því; faðir hans hefir
þó einhvem grun um það.
búðingnum, og hann réðist strax á hann með
mestu lyst. En ef hann hefir vonað, að það yrði
ekki minnst aftur á fjærvera hans um nóttina, þá
varð hann fyrir vonbrigðum.
„Hvar varstu í nótt?" spurði Nikulás.
„Á bóndabæ."
„Hvers vegna þurftirðu þess?"
„Það var svo erfitt ferðalag með hestinn. Hefir
pabbi ekki sagt ykkur frá þvi?“
„Á hvaða bæ gistirðu?" spurði Emest.
„Á litlum bæ — hjá fátæku fólki — ég hefi
aldrei komið þar áður.“
„Hvað heitir eigandinn?" spurði frænka hans.
„1 gamla daga þekkti ég alla bændur í margra
mílna fjarlægð."
„Já en, frænka, þú hefir aldrei þekkt nokkum
á þessum slóðum." svaraði Renny dálítið gramur.
„Jú, það gæti vel verið," hélt Ágústa áfram
þrjózkufull. „Þú gætir bara sagt mér nafn
mannsins."
„Bob. Ég spurði ekki um ættarnafnið.“ Hann
óskaði þess innilega, að hann fengi að borða
matinn í friði.
„Var fjölskyldan stór?“
„Það var heill hópur af smástúlkum. Hann
hafði rétt eignast eina til.“
Filippus horfði á hann og kímdi, en sagði
ekkert.
Allt í einu hækkaði Magga róminn. „Vera
sagði mér frá því í morgun, að þessar hryllilegu
skjátur byggju á þessum slóðum. Kannske, að
þú hafir verið hjá þeim í nótt.“
Fjölskyldan hefði ekki getað orðið meira undr-
andi, þó að hún hefði kastað sprengju niður í
miðjan hópinn. Þau litu frá henni á Renny, sem
lagði niður hnif og gaffal og starði skelfdur á
systur sína.
Filippus var sá fyrsti, sem fékk málið aftur.
„Hún veit ekki, hvað hún er að segja, veslings
barnið!"
Ágústa hóf hina djúpu rödd sína:'
„Hún er rugluð á sinninu. Og það er engin
furða, eftir allt, sem hún hefir orðið að þola.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ég hefi séð það
koma fyrir, eftir högg í höfuðið."
Aðalheiður sló í borðið með skeiðinni sinni.
„Ætlar þú kannske að segja, að lafði B —,“
hún þorði ekki fyrir Sir Edwin að fara rangt með
nafn dóttur sinnar, en þó gat hún ekki fengið
það af sér að segja það rétt. „Ætlarðu að halda
þvi fram, að Magga hafi ruglast af því, að ég
rétt kom við hana?"
„Mér þætti það engin furða, mamma."
Móðir hennar brosti til hennar. „Þú hefir nú
fengið þau, sem voru fastari."
„En e k k i eftir að hafa orðið fyrir vonbrigð-
um í ástarmálum, frú Whiteoak," svaraði Sir
Edwin blíðlega.
„Fékk Magga kúlu á höfuðið?" spurði Eden.
Magga brast í grát og stóð upp frá borðinu.
„Svona, svona," sagði Ernest hughreystandi.
Hann lagði handlegginn um hana og leiddi hana
grátandi út úr stofunni.
Filippus horfði sorgmæddur á diskinn hennar,
sem var ósnertur, og andvarpaði. „Sjáið nú!“
sagði hann. „Hún hefir ekki smakkað á einum
bita.
„Hún nær sér aftur," sagði Nikulás. „Við verð-
um að vera þolinmóð. En ég get alveg eins borð-
að þennan væng. Ég fékk bara dökkt kjöt.“ Hann
tók vænginn.
Til þess að draga athygli fjölskyldunnar frá
Renny, fór Filippus að tala um, hvað hesturinn
gæti orðið ágætur, og hófust fjörugar umræður
um það. Ernest kom aftur með þau skilaboð,
að Magga væri farin upp i herbergi sitt, en hún
héldi, að hún gæti borðað dálítið af búðingnum,
ef henni yrði fært upp.
Svo að Filippus rölti upp stigann með stórt
. stykki af kirsuberjakökunni handa dóttur sinni.
Þegar hann kom aftur, var hann með úfið hárið
og eldrauður í andliti.
„En Filippus, það er fallegt að sjá hárið á
þér!“ sagði María.
„Elsku stelpan — hún þrýsti mig að sér,“ sagði
hann með röddu, sem var ekki alveg örugg; bros-
ið hvarf af vörum Maríu.
Filippus stóð upp frá borðinu, gekk beint út
og settist með pípu sina á hvítan bekk, sem stóð
undir dásamlega fallegu, gömlu eikartré á gras-
flötinum. Þegar Renny kom út í dymar, veifaði
hann til hans.
Renny gekk hægt yfir grasið og settist við
hlið hans. Filippus spurði:
,<Er það eitthvað, sem þú vilt gjaman segja
mér?“
„Já,“ muldraði Renny.
„Viðvikjandi nóttinni?" sagði Filippus bliðlega
uppörvandi.
„Já. Ég var þar — sem Magga sagði."
„Nú —. Jæja .... en ekki á vegum Maurice.“
„Maurice vissi ekkert um það. Ég var þar . .
upp á eigin ábyrgð."
Filippus tottaði ákaft pipu sína, þvi að það