Vikan


Vikan - 27.07.1944, Page 2

Vikan - 27.07.1944, Page 2
2 VIKAN, nr. 30, 1944 Pósturinn | Kæra Vika! Mig langar til að segja þér fyrir hverju ég varð um daginn. Það bauð mér herra, sem ég þekki, heimfylgd af dansleik, en ég gaf honum í skyn, að ég væri alveg einfær heim. En hann hefir móðgazt, og ekki dansað við mig síðan. Má ekki kalla þetta simplan herra? Viltu vera svo góð, að segja mér þitt álit á herranum? Ein af átján, sem hefir verið móðguð. Svar: Þar sem við þekkjum „herr- ann“ þinn ekki, getum við ekki látið í ljós neitt úrslitaálit. En sannarlega finnst okkur hegðun hans óskiljanleg, en vonandi nær hann sér eftir áfallið. J Kæra Vika! Geturðu sagt mér hvert ágóðinn af happdrætti Háskólans rennur nú, þegar Háskólinn er fullgerður? Sigga. Svar: Enn er verið að greiða bygg- ingarskuldimar, en svo á að byggja fleiri byggingar í sambandi við Há- skólann. Kæra Vika! Þú leysir úr öllum vandamálum les- enda þinna, og gætir þú þá víst svar- að minni spurningu. Hvart er réttara að segja skójám' eða skóhorn? Með fyrirfram þökk. Sigga. Svar: Bæði orðin eru til; í orðabók Sigf. Blöndals er gefið orðið skóhorn. Elskulega Vika! Viltu ekki vera svo væn að birta fyrir mig kvæðið „Hirðingjamir" við lag eftir Schumann. Dóri. HIBÐINGJABNIR. 1 skógarins húmi undir háhvelfdum meið er hjalað og skrjáfað og blístrað uifi leið, og langeldar blika, og ljósaldan skær á litklæddan hóp sínum eldbjarma slær. Þar má hina húmdökku hirðingja sjá með hárið í lokkum og augum, sem gljá, og bakaða af Spánarlands brennandi glóð og boma við Nílelfar heilaga flóð. 1 hvirfing við eldinn er karlmanna sveit svo knáleg og djarfleg og blóðrik og heit en kveldverðinn sjóða er kvennanna starf og kerin þær fylla, sem gengu í arf. Og sögum og ljóðum er leikizt þar á, sem Ijóma eins og skrautblómin Tóledó frá, Fjórir ættliðir. Vikan birtir hér mynd af fjórum ættliðum. Gamla konan í miðið er frú Helga Jónsdóttir, Spítalastíg 1, fædd 14. október 1868. Á vinstri hönd hennar er dóttir hennar, frú Guðrún Guðbjörgsdóttir, Spítalastíg 1, fædd 24. maí 1892, og til hægri dótturdóttir hennar, Helga Hannesdóttir, Gunn- arsbraut 38, f. 17. april 1914. Gamla konan heldur á litlu dóttur hennar, Hrund Jóhannsdóttur, fæddri 14. nóvember 1941. — en töfraorð dulrik og særingaseið þar semja þeir gömlu mót hættum og neyð. Og svarteygu stúlkurnar stíga þar dans, og stormblysin flétta þeim eldlegan krans, og blóðið það hitnar og segir til sin, og sítarinn lokkar og danslagið hvin. En þreytta að síðustu svæfir þá nótt, og svefnþrungnu greinarnar vagga þeim rótt, og útlagar hraktif um hæðir og sand þar hitta í drauminum sælunnar land. Er glampar í austri á árröðuls tjöld, að endaðri nóttu með draummynda fjöld, strax hópurinn vaknar og heldur á burt. með hestinn í taumi, en enginn veit hvurt. Jónas Guðlaugsson. „Góða frú Sigríður, hvernig ferð þú að búa til svona góðar kökur?“ „Ég skal kenna þér galdurinn, Ólöf mín. Notaðu aðeins Lillu- og Pyrolyfti- duft og Lillu eggjagult frá Efnagerð Reykjavíkur. — Þessar ágætu vörur fást hjá flestum kaupmönnum og kaupfélögum á landinu, en taktu það ákveðið fram, Ólöf mín, að þetta sé frá Efnagerð Reykja- ^íkur.“ „Þakka, góða frú Sigríður, greiðann, þó galdur sé ei, því gott er að muna hana Lillu mey.“ Kaupið timbur hjá stœrstu timburverzlun landsins. TIMBURVERZLUNIM VOLUNDUR H.F. REYKJAVÍK ■MmMMBM—W—Cmaw. Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. • ' / %

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.