Vikan


Vikan - 27.07.1944, Síða 3

Vikan - 27.07.1944, Síða 3
VIKAN, nr. 30, 1944 3 Kvenréttindafélag Islands og Landsfundur islenzkra kvenna 1944 Framhald af forsíðu. Vikan hefir mælst til þess að ég segði með nokkrum orðum frá nýafstöðn- um 6. Landsfundi ísl. kvenna og liti um leið um öxl og minntist baráttu Kven- réttindafélags Islands á liðnum árum fyrir réttindum kvenna. Kvenréttindafélag Islands var stofnað 27. janúar 1907 fyrir forgöngu móður minnar, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem varð fyrsti formaður og var hún nær óslitið formaður félagsins til ársins 1926. Félagið var stofnað fyrir áeggjan for- manns Alþjóðasambands kvenréttindafé- laganna, Carrie Chapman Catt, amerískr- ar konu, og gerðist það fljótt meðlimur hins alþjóðlega félags. Áður hafði Hið ís- lenzka kvenfélag, stofnað 1894, barist fyrir réttindum kvenna og hafði meðal annars sent áskorun til Alþingis, um kosningarrétt og kjörgengi kvenna, með 3500 undirskriftum og orðið fyrst allra kvenfélaga í Norður- álfunni, gð því er ég bezt veit, til þess að senda áskorun til þjóðþings. En eftir dauða Þor- bjargar Sveinsdóttur og burtför Ólafíu Jóhannesdóttur til út- landa hafði félagið snúið sér að öðrum viðfangsefnum og vildi ekki aftur hverfa óskipt að bar- áttu fyrir kvenréttindum. — Reynslan hafði sýnt það 1 öðr- um löndum, að nauðsynlegt var, að sérstök kvenréttindafélög væru mynduð sem ekki hefðu önnur aðalmál á stefnuskrá sinni en réttindamál kvenna og kröfuna um kosningarrétt og kjörgengi, og sneri Kvenrétt- indafélag íslands sér nú að því að vekja Islenzkar konur til skilnings á aðstöðu þeirri í þjóð- félaginu og safna þeim um kröf- una um fullt jafnrétti. við karl- menn. Sumarið 1908 ferðaðist móðir mín út um land og flutti 11 fyrirlestra um kvenrétt- indamál og voru nú stofnaðar sambands- deildir á Isafirði (form. frú Camilla Bjarnason), Blönduósi (form. Margrét Stefánsdóttir frá Flögu), Sauðárkróki (form. frú Elín Briem), Akureyri (form. frú Þórdís Stefánsdóttir) og á Seyðisfirði (form. frú Skaftason). Bréf voru skrifuð áhugakonum um land allt til þess að hvetja þær til að koma kvenréttindamál- inu inn á Þingmálafundi og undirbúa áskorun til Alþingis um málið. — Um sama leyti samþykkti Hið íslenzka kvenfélag að gangast fyrir slíkri áskorun og var þannig unnið að þessu máli af báðum félögunum, þótt undirskriftasöfnunin væri undir for- ustu kvénfélagsins. 12000 undirskriftir söfnuðust og þótti það há tala. Oft hefir því verið haldið fram, að ís- lenzkar konur hafi hlotið þjóðfélagsleg réttindi sín baráttulaust og mótstöðulaust, vegna þess hvað íslenzkir karlmenn hafi verið sérstaklega skilningsríkir á ósagðar óskir kvenna. En því er f.iarri, að svo væri. Kvenréttindamálið átti sér að vísu forvíg- ismenn meðal karlmanna, nefni ég þar föður minn Valdimar Ásmundsson, sem skrifaði um það greinar í blað sitt þegar árið 1885, Pál Briem, sem hélt fyrirlestur um réttindi kvenna sama ár, og Skúla Thor- Eftir Laufeyju Valdimarsdóttur. oddsen, sem flutti á hverju þingi árum saman tillögur um, að konum væru veitt full borgaraleg réttindi, en andstöðu nóga fékk það mál ekki síður hér en ánnarstað- ar og konur börðust sjálfar fyrir rétti sín- um í ræðu og riti á margvíslegan hátt, fyrst einstaklingar. Þorbjörg Sveinsdóttir sem fyrst allra kvenna talaði hér á stjórn- málafundum, og móðir mín, sem fyrst skrifaði í blöð og flutti erindi um réttindi kvenna, 1885 og 1887, og Ólafía Jóhannes- dóttir sem fyrst bjó sig undir að ganga menntabrautina af konum síðari alda og vildi taka 4. bekkjarpróf í Latínuskólanum, en fékk ekki, og síðan samtök kvenna. Kvenréttindahreyfingin varð víðtæk þó ekki væri hún skipulögð nema að nokkru leyti. 1895 komu út tvö kvennablöð um sama leyti, Framsókn, austur á Seyðis- firði, ritstýrur mæðgurnar Sigríður og Ingibjörg Skaftason og Kvennablaðið í Reykjavík, sem móðir mín gaf út. Fram- sókn barðist fyrir kvenréttindum og bind- indismálum en Kvennablaðið gaf sig mest að málum heimilanna og menntun kvenna. Eftir að Framsókn hætti að koma út tók Kvennablaðið upp merki kvenréttindanna og hélt áfram þeirri baráttu þangað til að konur höfðu hlotið kosningarrétt og kjör- gengi með sömu skilyrðum og karlmenn, með fullveldisstjórnarskránni 1918. Kvenfrelsisbaráttan var nátengd bar- áttu Islendinga fyrir sjálfstæði landsins og skilningur Alþingis á kröfum kvenna um aukið frelsi var næmari en ella mundi verið hafa vegna þess að frelsishugtakið var þá haft í hávegum vegna baráttu landsmanna við erlent vald. Mestu réttar- bæturnar, sem unnust á þessum árum fyrir forgöngu Kvenréttindafélags íslands, aðr- ar en kosningarrétturinn, voru réttur til allra skóla, námsstyrkja og embætta með sömu skilvrðum og karlmenn, sem varð að lögum 1911 (frumvarpið flutt af Hannesi Hafstein). Fvrsta stórmálið sem Kvenrétt- indafélagið tók upp baráttu fyrir annað en kosningarrétturinn, var krafan um réttar- bætur til handa óskilgetnum börnum, sem frú Guðrún Pétursdóttir bar fram þegar á fyrsta fundi eftir að félagið hafði verið stofnað. Var máli þessu oft hreyft og gerð- ar um það kröfur til Alþingis og haldinn almennur kvennafundur árið 1917 um kröf- ur um endurbætta sifjalöggjöf. Varð þetta til þess að samþykkt var þingsályktun á Alþingi 1917 í samræmi við þessar kröfur og 1919 lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvörp til nýrra sifjalaga: Um stofnun og slit hjónabands, Um aðstöðu foreldra til skilgetinna barna og Um aðstöðu for- eldra til óskilgetinna barna. Lögin um rétt- indi óskilgetinna barna gengu í gildi 1. jan- úar 1921 og voru stórkostleg réttarbót, sennilega frjálslegustu lög í heimi á þessu sviði, og er enginn vafi á því, að þau hafa orðið til þess að draga mjög úr barnadauð- anum, sem var miklu hærri á óskilgetnum börnum en skigetnum. Þó að Kvenréttindafélagið væri fámennt og hefði fáar deildir, urðu áhrif þess víð- tæk vegna blaðsins, sem formaður þess gaf út og vegna þess að það hafði forustu um að safna öðrum kvenfélögum um áhugamál kvenna, án þess að nokkurt fast samband væri á milli. Þannig gekkst það fyrir því að kvenfélög í Reykjavík höfðu samtök til þess að koma konum í bæjarstjórn á ópólitískum listum. Undir eins og konur höfðu fengið almenn- an kosningarrétt og kjörgengi í bæjarmálum, árið 1908, var hafist handa að sæta þeirra rétt- _ inda, fyrst leitað samvinnu við ' karlmenn, sem brást, og síðan settur upp kvennalisti, studdur af kvenfélögunum, kosin kosn- inganefnd, bænum skint í 30 hverfi, gengið 1 hús og leitað fylgis kjósenda, haldnir 4 stór- ir fundir í Bárunni, með fræð- andi fyrirlestrum. Komust 4 konur í bæjarstjórn, frú Þórunn Jónassen, Katrín Magnússon, 1 Bríet Biarnhéðinsdóttir og Guð- rún Björnsdóttir. Á þessum ár- um var unnið að ýmsum stærstu umbótamálum bæjarfélagsins og tóku konurnar auðvitað fullan þátt í þeim málum, en auk þess komu þær sjálfar með ýmsar nÝjungar. Þannig beitti móðir min sér mjög fyrir skólamálum og sat í skólanefnd í 10 ár, komust sumar umbæturnar, sem hún barðist fyrir, á í hennar tíð, en sumar ekki fyrr en síðar. Barðist hún fyrir heilsu- eftirliti skólabarna, skólalækni, skóla- hjúkrunarkonu, matgjöfum til barna, sundkennslu stúlkna og var jafnan skel- eggur málsvari kennslukvennanna. Var það ekki fyrr en eftir að konur komust 1 bæjarstjórn, að fyrsta konan varð fastur kennari, frk. Laufey Vilhjálmsdóttir, og kom hún einnig fram með ýmsar merkar umbætur. Frú Guðrún Björnsdóttir kom fram með kröfur um betra skipulag á dreifingu mjólkur og auknar hreinlætis- kröfur í því sambandi. Kvenréttindafélag- ið beitti sér fyrir því, að komið væri upp barnaleikvöllum, gaf girðingu utan um völlinn við Grettisgötuna og móðir mín fékk því framgengt í bæjarstiórninni, að bærinn lét lóð og lagði fram fé, en Kven- réttindafélagskonur gættu vallarins fyrst, og átti félagið eina konu í leikvallarnefnd bæjarins. Síðar var sú nefnd lögð niður, og hættu konur þá að geta haft bein af- skipti af vellinum. Konurnar héldu áfram að hafa ópólitíska lista um margra ára skeið. Síðar var t. d. frú Guðrún Lárudótt- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.