Vikan


Vikan - 27.07.1944, Qupperneq 4

Vikan - 27.07.1944, Qupperneq 4
4 VTKAJN, nr. 30, 1944 é5másag:a. Við gengum hægt niður tröppurnar frá skrifstofu lögfræðingsins. Við burftum að átta okkur dálítið á því, sem við höfðum heyrt. Lögfræðingurinn hafði verið mjög vingjarnlegur og hlut- tekningarfullur, en vinsemd og hluttekn- ing gátu ekki breytt þeirri staðreynd, að systir mín, Henriette, og ég áttum bók- staflega talað ekkert til þess að lifa af, — núna. Hljóðar gengum við eftir götunni. Það var ekki það, að þetta kæmi neitt flatt upp á okkur. Við vissum, að þegar mamma félli frá, myndum við hætta að fá greidd eftirlaunin. En samt var það erfitt fyrir tvær ungar stúlkur, sem ekkert kunnu og ekkert höfðu lært, að standa allt í einu auglitis til auglitis við alvöru lífsins og vera neyddar til þess að sjá fyrir sér sjálfar. Ungar stúlkur, segi ég, o-jæja. Ég var orðin þrjátíu og tveggja; Hcnriette var þrem árum eldri. Ég fann, að Henriette horfði á mig, með- an við gengum upp götuna. Hún leitaði alltaf til mín þegar átti að ákveða eitthvað, þótt ég væri yngri. ' Við gengum fram hjá fornverzlunar- glugga, þar sem stóð stór mahonídrag- kista, sem var til sölu fyrir 800 krónur. Henriette nam staðar, og við stóðum augna- blik og horfðum á hana. „Hún er fallegri, þessi, sem við eigum,“ sagði Henriette. Ég kinkaði kolli, og við héldum áfram göngu okkar. „Við verðum að selja eitthyað af hús- gögnunum," sagði Henriette, og hún flýtti sér að bæta við: „Allt, sem er ekki nauð- synlegt.“ Allt, sem ekki er nauðsynlegt. Var nokk- ur hlutur á meðal þessara kæru, gömlu húsgagna, sem ekki var nauðsynlegur ? „Svo eigum við þó nokkuð af silfurmun- um,“ hélt Henriette áfram og gaut alltaf augunum til mín. „Og svo stóra gólf- teppið.“ Ég kinkaði kolli. „Þú veizt, að við verðum að losa okkur við það,“ sagði Henriette, og gætti örvænt- ingar í rödd hennar. „Við höfum heldur ekki efni á því að halda íbúðinni. Við verð- um að leigja okkur herbergi — með að- gang að eldhúsi," bætti hún við. Við komum heim, hengdum af okkur kápurnar á sinn stað í forstofunni og lit- um í kringum okkur. Henriette gekk að dragkistunni og fór um hana höndunum ástúðlega. Ég ýtti henni blíðlega til hliðar, dró út eina litlu skúffuna og séttist með hana í einn af hægindastólunum. Ég tók upp bunka af gulnuðum blöðum og fór að blaða hægt í þeim. „Hvað ætlarðu að fara að gera við upp- skriftirnar ?“ spurði Henriette. Ég hugsaði mig um nokkra stund áður en ég svaraði henni. Svo leit ég á hana og sagði: DÆTUR PRESTSINS „Við eigum þetta skuldabréf fyrir 1.800 krónum. Það seljum við.“ „Já, en þá töpum við á því,“ sagði Henri- ette með skelfingu. „Við getum sjálfsagt fengið 1.600 kr. fyrir það,“ sagði ég. „Og svo eigum við 350 kr. í bankanum.“ „Tæplega.“ „Búðin hérna í kjallaranum verður til leigu í febrúar,“ sagði ég. „Hún kostar 1.400 krónur á ári í leigu.“ „Hvað áttu við?“ Henriette starði á mig. „Og búðarborð getum við fengið fyrir 300.“ „Julie,“ sagði Henriette, „geturðu ekki sagt mér, hvað þú ert að tala um.“ Ég stóð upp, gekk að dragkistunni og setti skúffuna á sinn stað. Svo sneri ég mér að Henriette. „Við opnum heimabakarí,“ sagði ég. „Bakarí — ég held, að þú sért ekki með öllum mjalla.“ „Heimabakarí,“ leiðrétti ég. „Við höf- um þessar gömlu uppskriftir. Fínu jóla- kökuna, möndlukökuna, sítrónukökurnar, litlu, stökku Vanillukransarnir,“ romsaði ég upp úr mér. „Piparkökurnar, brúnu kökurnar með brytjuðum möndlum, kexið hans afa, sykurkökurnar með kúmeni . ..“ Henriette stóð fyrir framan mig mál- laus af skelfingu og undrun. „Júlie — þér er ekki alvara? Þú átt við, að við ættum að fara að græða peninga á gömlu upp- skriftunum hennar ömmu?“ Henriette var æst af tilhugsuninni einni. „Hvað heldurðu að mamma mundi segja?“ Það tók mig nákvæmlega hálfan annan klukkutíma að sannfæra Henriette um það. VEIZTU — ? 1. Hverjir voru kallaðir Sturlungar? I 2. Eftir hvern er þetta erindi og úr hvaða ■ kvæði: Enginn út við sæ því sinnir, þó svanur blóði drifinn hrópi og kona ein með hvítum vængjum kofagólfið alltaf sópi — vængjunum, sem voru hvítir. • ! 3. Systir Péturs, María, giftist föður Óla, 5 Páli. Hvernig er háttað skyldleika milli ■ Péturs og Páls? ■ 4. Hvað er átt við með orðtækinu ..Sturm und Drang“? 5. Hvað var „finngálkn" ? j 6. Hver var staða Stalins í Sovíetríkja- sambandinu fyrir stríð? I 7. Hvenær er Samveldisdagur Breta? ] 8. Eftir hvem er loikritið „Fróðá“? j 0. 1 hvaða frægri skáldsögu kemur fyrir nafnið Rosinante og á hvaða persónu : sögunnar. ! 10. Hvaða eldsneyti er notað á Diesel- vélar ? Sjá svör á bls. 14. j að mamma 1 gröf sinni myndi ekki aðeins fyrirgefa okkur þetta „guðlast“, eins og Henriette kallaði það, heldur myndi hún hvetja okkur til vcrksins, ef hún gæti það. Nú var aðeins eftir að ganga frá fram- kvæmdum, og þar hafði Henriette ekkert að leggja til málanna. Fyrir klukkan tólf næsta dag var ég búin að fá leigða kjallarabúðina og ná- kvæmlega mánuði seinna vorum við búnar að láta setja upp skiltið, stórt skilti, sem á stóð HEIMABAKARÍ. Ég hafði vilja setja nöfn okkar á skiltið, en það tók Henrietta ekki í mál — vegna „nafnsins“. „Uss,“ sagði ég, „hver heldurðu að kannist við nafnið hérna í bænum? Það var heima í sveitinni, sem séra Troedson var fínn maður. „Hæstaréttardómarinn kannast að minnsta kosti við það,“ sagði Henriette. Stenberg — Jóhann Stenberg, já, hann var orðinn hæstaréttardómari núna. Það höfðum við lesið í blöðunum. Honum hafði gengið skínandi vel, var ekki orðinn fertugur. Fyrir mörgum árum, þegar hann hafði heimsótt okkur í sumarleyfum sínum á prestsetrinu, hafði pabbi sagt: „Honum mun ganga vel í lífinu,.með þessum gáfum, sem hann hefir til að bera.“ „Já,“ sagði Henriette, „þú gætir verið orðin hæstaréttardómarafrú, ef þú hefðir ekki sagt nei við hann þá, fyrir mörgum árum.“ „Ég? Hvaða vitleysa? Hann hafði áhuga fyrir þér, ekki mér.“ „Jæja? Heldurðu ekki, að ég muni eftir sumarkvöldinu, þegar hann dró þig með sér inn í lystihúsið í garðinum. Það var alls ekki hægt að skjátlast á því. Þið sátuð þar inni í heilan klukkutíma, held ég.“ „Já, en við töluðum um þig allan tím- ann,“ maldaði ég í móinn. „Og annars man ég vel eftir deginum, þegar þú og hann genguð saman um garðinn. Þið voruð í burtu í hérumbil þrjá klukkutíma." „Já,“ sagði Henriette, „og það var um þig, sem við töluðum, ekkert annað.“ Ég sagði ekki meira, því að ég vissi, hvernig ástatt var. Við höfðum báðar verið hrifnar af honum, Henriette og ég, en það var Henriette, sem honum þótti vænst um. Þetta kvöld fyrir um það bil tíu árum síðan, þegar hann hafði dregið mig með sér inn í lystihúsið, þá var það áðeins til þess að fá að tala við mig um Henriette, það vissi ég fyrir víst. Ég hafði ákafan hjartslátt, og ég var dauðhrædd um, að hann myndi uppgötva, hvernig ástatt væri um mig og tilfinningar mínar fyrir honum. Þess vegna flýtti ég mér að verða á undan honum með því að fara að tala um Henriette og segja, hversu yndisleg systír hún væri. Ég held, að það hafi verið Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.