Vikan


Vikan - 27.07.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 27.07.1944, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 30, 1944 „ucimii m„ I ■ CllUlkl v Matseðillinn Fyllt hvítkálshöfuð. 2 hvítkálshöfuð, iy2 kg. lagaö kjötfars, V2 matskeið salt, 3—4 1. vatn. Yztu blöðin eru tekin af höfðinu, lok skorið af, og höfuðið holað inn- an, fars látið í og lokið á. Bundið um með bómullargarni, sett í sjóð- andi vatn ásamt saltinu og soðið hægt i 2 y2—3 klukkutíma. I>á eru höfuðin tekin upp, böndin tekin af. Borið á borð með bræddu smjöri eða tjósri sósu, Sósan er búin tii úr Só gr. af smjöri og hveiti; þynnt út með y2 1. af soð- inu. y2 teskeið af múskati er látín í Sósuna og salt eftir bragði; soðin í nokkrar mínútur. 1. Ávaxtasulta. 2. Ribsberjasulta. Ribsberin ásamt vatninu eru sett gr., vatn 200 gr.^ PECTINAL 1 pakki. Ribsberin ásamt vatninu er sett yfir eld í luktum potti í 10 mínútur. Af maukinu eru síðan vigtuð 1500 gr. Pectinalinu er blandaö í, og sultan tilreidd. 3. Bláberjasuíta. Bláber 1500 gr., sykur 2000 gr.r vatn 100 gr., PECTINAL 1 pakki. Bláberin eru ásamt vatniu sett yfir tíld í luktum potti í 5 mínútur. Þá er pectinalinu bætt í og sultan tilreidd. 4. Sólberjasulta. Sólber 1500gr., sykur 1750 gr., vatn 200 gr., PECTINAL 1 pakki. Sólberin eru ásamt vatniu sett í luktum potti yfir eld i 10 mínútur. Af maukinu eru síðan vigtuð 1250 gr, pectinalinu bætt í og sultan tilreidd. haustið. Hún er í tveim litum; gul- brún að ofan og rauðbrún að neðan. Takið eftir, hvernig vasarnir eru: stangaðir inn undir beltið. Húsráð Li per eiuo i vandræoum meo ijós til að lesa við í haust, þá reynið að> flytja til húsgögnin, þannig, að einn leslampi geti nægt tveimur. UM JURTALITUN Eftir MATTHILDI HALLDÓESDÓTTUK. Framh. Nú er lyngið hreinsað úr pottinum og talsvert af blásteini og keitu bætt í löginn. Dekksta bandið úr undirlitnum er nú látið ofan í, þegar sýður og seytt um Stund, þá hið (næsta) næst-dekksta og síðan hvað af hverjú. Ljósasta bandið verður að taka fljótt úr litnum. Þyki þessir litir ekki nægilega dökkir, má bæta meiri blásteini og keitu í litinn. Ljósasta bandið úr fyrri litnum, þarf ekki að láta i seinni litinn, frekar en sýnist. Gera má ráð fyrir að enn sé eftir í litnum. Má þá láta hvítt band í pottinn og geta fengist tvö til þrjú litbrigði á það band með mislangri suðu: Bæta má í litinn blásteini og keitu, ef þurfa þykir. Þetta verða fallegir, ljósbrúnir litir, ef mikið litarefni hefir verið eftir í leginum. Gulmöðrulitur. fr i. Taka skal blómið fullþroska með legg (stöngli). — Bezt er að Hta úr gulmöðru nýtekinni, en góðir litir geta einnig fengist af henni þurrkaðri og geymdri. Hefi ég notað 1500 gr. af þurrkaðri gulmöðru á 500 gr. af ullarbandi. Þegar gulmaðran hefir verið soðin 40 min., er bandið látið í pottinn hjá möðrunni. Þarf að vera rúmt í pottinum, svo hvort geti legið þar út af fyrir sig — bandið og maðran, því róta þarf bandinu í litnum öðru hvoru, meðan soðið er, annars verður það flekkótt. Hægt er að fá þrjú litbrigði með litlu millibili. Hið ljósasta með þvi að sjóða það aðeins litla stund. Litið eitt dekkra með nokkru lengri suðu. Og hið dekksta með því að sjóða það, unz maðran er fullsoðin — eftir iy2 klst. Sýður þá bandið alls i 50 mínútur. Fyrsti liturinn verður daufgulur, dekksti með mógulum blæ. II. Eftir að bandið hefir verið litað með möðrunni, eins og sagt hefir verið, er það undið og hrist úr þvi rusl úr möðrunni. Er þá maðran hreinsuð úr pottinum og nokkru af blásteini bætt í löginn. Er þá liturinn látinn sjóða og hrært í honum vandlega. Skal nú láta í litinn það band, sem áður var litað eins og fyrr er sagt, allar tegundirnar, asamt álituðu, hvítu’ bandi og soðið nokkra stund. Tekið því næst upp úr, kreistur úr því lögurinn, greitt sundur og hrcins- að. Koma nú fram fjögur litbrigði: Ljósast er það, sem látið var ólitað í pottinn, þar næst koma hinir fyrri litir þrir. Nú er suða látin falla niður 'og bætt í litinn ofurlitlu af keitu. Er þá bandið enn látið ofan í stutta stund og rótað í því. Ef þessir litir þykja of gulgrænir og óskað er eftir grágrænni blæ, þá skal láta í litinn nokkuð af vitrjóli’, hræra það vel út í og koma í suöu. Láta þá bandið niöur i litinn, en gæta þess að taka fljótt upp úr aftur Ijósasta bandið og síðan hvað af öðru með hæfilegu millibili. III. Hreingrænni verður gulmöðruliturinn með því að sjóða bandið ekki með möðrunni. Þegar hún er soðin eins og fyrr getur, er hún færð upp úr leginum og talsvert af blásteini, en lítið eitt af vitrjóli látið út í litinn. Það af bandinu, sem dekkst á að vera, er þá látið í litinn. Eftir nokkra stund annar hluti þess og síðast það, sem Ijósast skal vera og sé það niðri í aðeins litla stund. Þannig er allt bandið síðast í pottinum. Framhald í næsta blaði. Húsmœdur! Sultntíminn er kominn! Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, Sultuhleypir. VÍNEDIK, gerjað úr ávöxtum. VANILLETÖFLUK. VlNSÝKU. FLÖSKULAKK í plötum. ALLT FBA CHEMIAH/F Fæst í öllum matvöruverzlunum. Allir vita að GERBEE’S Barnamjöl hefir reynst bezta og bætiefnarikasta fæða, sem hingað hefir flutzt Fæst í Verzlun Theódór Siemsen Simi 4205. NB. Sendi út um land gegn póstkröfu. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.