Vikan - 27.07.1944, Page 13
VIKAN, nr. 30, 1944
13
DÆTUR PRESTSINS.
Framhald af bls. 4.
óttinn við, að hann myndi gizka á leyndar-
dóm hjarta míns, sem gerði mig svo
mælska, að ég svo að segja fleygði Henri-
ettu í fangið á honum.
Það var ekki mér að kenna, að ekkert
varð úr neinu milli hans og*Henriette, nei
það var henni að kenna. Hún hafði séð mig
út og vissi vel, að ég elskaði Jóhann
Stenberg, og hún hafði á þessari'þriggja
tíma göngu, ósérplægin og fórnfús, hælt
mér á hvert reipi. Hún sagði, að þau hefðu
talað um mig. Já, hún hafði talað um mig,
og hann hafði verið neyddur til þess að
hlusta á, og svo hafði hann auðvitað hald-
ið, að Henriette væri alveg sama um hann,
annars hefði hún ekki verið að mæla með
mér á þennan hátt ....
Við höfðum oft síðan talað um Jóhann;
það er að segja, það var alltaf Henriette,
sem hóf máls á því, og hún hélt enn þá
því fram, að hann hefði elskað mig.
Jæja. Þetta var nú löngu liðið. Hann
hafði farið frá prestssetrinu og síðan höfð-
um við hvorki séð hann né heyrt. Hann
hafði skrifað pabba nokkur vingjarnleg
bréf og lokið þeim með kveðju til „dætra
prestsins".
Stundum laumaðist ég til að lesa þessi
bréf til þess að sjá skriftina hans, því ég
hafði aldrei gleymt honum. Þau tíu ár, sem
liðin voru, hafði hann lifað í hjarta mínu,
enginn dagur leið svo, að ég hugsaði ekki
til hans. Ég átti mynd af honum, litla
mynd, sem tekin hafði verið heima á
prestsetrinu. Ég geymdi hana í skúffunni
á náttborðinu og hið síðasta, sem ég leit
á kvöldin áður en ég slökkti, var hið fagra,
fíngerða andlit hans með dálítið þreytuleg-
um augum. Stundum dreymdi mig hann,
og ég vaknaði á morgnana með einkenni-
legt hugboð um, að hann kallaði á mig —
á mig, en ekki Henriette.
Ó, þetta var heimskulegt; það var allt
svo löngu liðið ...
— Heimabökuðu kökurnar okkar voru
á hvers manns borði í nágrenninu.
„Já, en elskurnar mínar, þetta er hrein-
asta gullnáma!“ Það var litla, feita heild-
salafrúin í skrauthúsinu niðri á horninu,
sem af tilviljun „slæddist inn“ í kjallara-
búðina okkar. „Viljið þér gjöra svo vel að
senda mér tíu um ellefuleytið hvern morg-
unn. Mér þykir svo gott að fá nýjar, heima-
bakaðar kökum með morgunkaffinu!"
Það urðu smám saman fastar pantanir
fyrir allt hverfið, bæði af einu og öðru.
Um jólin höfðum við ekki undan að af-
greiða pantanir, og sama sagan var fram
vftir öllum vetrinum og fram á vor.
Og á kvöldin hnigum við niður dauð-
þreyttai- á meðal tæmdra kökudiska . . .
„Jæja, hér er það síðasta,“ sagði Henri-
ette og bar inn bakka með „kexinu hans
afa“, og ég tók bakkann til þess að raða
því niður í kassa. Það voru engir viðskipta-
vinir í búðinni. Klukkan var orðin
;
sex, og það var laugardagur.
Aftur var gengið um búðar-
dyrnar.
„Við erum eiginlega búnar að
loka,“ sagði Henriette, en . . . .“
„Það var eftir því, sem ég beið
— ungfrú!“
„Jóhann!“ kallaði ég.
, .Hæstaréttar dómarinn! “ sagði
Henriette.
Andlitið í ljósgeislanum brosti.
„Já, þið hafið sjálfar sent eftir
mér.“
Ég stóð og glápti á hann.
„Ráðskonan mín er vön að gefa
mér tvö vínarbrauð með kaffinu,
þegar ég kem heim á daginn,“ sagði hann.
„Vitið þið hvað hún gerði í dag? Hún bar
fyrir mig tvær sneiðar af jólakökunni,
sem mamma ykkar var vön að baka. Það
eru tíu ár síðan ég bragðaði hana síðast,
en það er engin jólakaka í heiminum, sem
jafnast á við hana.“
Henriette náði sér fyrst. Hún hló við,
opnaði hlerann á búðarborðinu og sagði:
„Vill ekki hæstaréttardómarinn gera
okkur þá ánægju að drekka með okkur
kvöldteið. Við eigum heima hér uppi.“
„Þakka, það vil ég mjög gjarnan.“ Hann
leit alltaf á mig.
„Julie,“ sagði Henriette, „vilt þú fylgja
hæstaréttardómaranum upp; ég skal laga
til og loka búðinni."
„Nei, Henriette, það get ég vel gert!“
flýtti ég mér að segja. Ég fann, að ég var
orðin eldrauð í andliti.
Hann gekk inn fyrir búðarborðið.
„Mér finnst, að þér ættuð að fylgja ráð-
um systur yðar, ungfrú Julie,“ sagði hann
kurteislega, en ákveðið.
Ég gekk á undan upp tröppurnar og
augnabliki síðar stóðum við í setustofunni.
„Sófinn, gamli fallegi sófinn með tré-
skurðarmyndunum á,“ sagði hann. „Gamla
dragkistan. Hægindastóll prestsins. Allt er
það hérna.“
„Já,“ sagði ég og reyndi eins og ég gat
að dylja, hversu rugluð og óstyrk ég var,
„við höfum verið svo heppnar, að við gát-
um haldið því öllu.“
„Allt er það hérna,“ endurtók hann. „Og
þér líka, ungfrú Julie.“
„Já,“ ég hló við. „Og Henriette.“
„Henriette," sagði hann. „Við megum
auðvitað ekki gleyma Henriette . . . .“
„Hún kemur rétt strax,“ flýtti ég mér
að segja. „Eftir augnablik. Nú skal ég fara
og setja upp ketilinn!“
„Það liggur ekkert á því“ sagði hann.
Hann tók rólega hönd mína og neyddi mig
til þess að setjast. Sjálfur settist hann fyr-
ir framan mig, en hélt áfram í hönd mína.
„Ungfrú Julie,“ sagði hann,“ ég met
systur yðar, Henriette, ótrúlega mikils, en
haldið þér ekki, að við gætum svona rétt
einu sinni sleppt henni úr samtali okkar?
Einu sinni reyndi ég að segja yður dálítið,
sem lá mér á hjarta, en þér létuð mig alls
ekki komast að. Þér skutuð alltaf systur
yðar, Henriette, fram fyrir yður, — eins
og skildi. Ég dró mínar eigin ályktanir af
því, og þér munið ef til vill, að ég fór
skyndilega á brott?“
„Já“ hvíslaði ég, „ég minnist þess.“
„Ég sökkti mér niður í vinnu mína,“ hélt
hann áfram jafn rólegur. „Ég reyndi að
gleyma yður, en mér tókst það aldrei,
og nú sit ég hér frammi fyrir yður með
nákvæmlega sömu hugsanirnar og tilfinn-
ingarnar eins og síðast, er við töluðum
saman; þarna í lystihúsinu á gamla prest-
setrinu; . . . með sömu vonir og sömu þrá
og sama h’jartslátt.“
„Já, en,“ byrjaði ég.
„Julie,“ greip hann fram í fyrir mér,
„skilurðu, hvað það er, sem ég er að reyna
að segja þér? Skilurðu . . . .“
Hann féll á kné við stól minn og hélt
blíðlega utan um hönd mína.
Núna á eftir hefir mér dottið í hug, ef
þetta hefði gerzt í nýtízku herbergi með
nýtízku húsgögnum, þá mundi það ef til
vill hafa litið skringilega út.
En nú var þetta gamaldags herbergi
með húsgögnum, sem hæfðu umhverfinu,
og ég er víst sjálf dálítið gamaldags, því
að mér fannst þetta fallegt, aðeins fallegt,
dásamlega fallegt.
Það getur líka verið, að umhverfið og
umgjörðin hafi ekki mikið að segja, því
að ástin er og hefir alltaf verið eins ....
Hún er sennilega hið eina hér á jörðinni,
sem ekki breytist . . .
Ég strauk blíðlega yfir hið fagra, dökii.i
hár hans, og þegar ég leit upp, stóð Henri-
ette í dyrunum og brosti.
Dægrastytting j
*” ..> i MMNiNiuiHiiu mmnnnninmmiimniHwiiim^
Orðaþraut.
EIGA
SPAR
ER J A
RÚÐA
EGGI
S K A R
ÆSIR
LIN A
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn
staf, þannig', að séu þeir stafir lesnir ofanfrá og
niðureftir myndast nýtt orð og er það notað um
reglumann. Sjá lausn á bls. 14.