Vikan - 30.08.1945, Síða 2
2
VIKAN, nr. 35, 1945
Pósturinn
Kæra Vika!
Ekki vildir þú gjöra svo vel og
svara mér eftirfarandi spurningum:
1) Hvert á maður að snúa sér til
að sækja um skólavist á Húsmæðra-
skólann í Reykjavík. 2) Hvað kostar
að vera á skólanum. 3) Er þar kennt
bóklegt nám. 4) Hvað má maður vera
gamall til að komast á skólann. 5)
Er skólinn yfir allan veturinn. 6)
Hafa stúlkumar húsnæði á skólanum.
Gætur þið sent mér svar í næsta
blaði. Mikið þakka ég svo ykkur vel
fyrir ef þið gætuð frætt mig á þessu.
Virðingarfyllst,
Erla.
Svar: Sendu umsókn um inntöku
i skólann til forstöðukonunnar. —
Húsmæðraskóli Reykjavíkur mun
starfa í þrem deildum: Heiniavist,
sem stendur í 9 mán. Dagcleild, eru
það 4% mán. námskeið. Er kennt þar
frá kl. 8 f. h. til 4% e. h. Kvölddeild,
eru það námskeið sem standa yfir i
5 vikur hvert. Er þar kennt fjögur
kvöld í viku frá kl. 6% e. h. til 11
e. h. -— Inntökuskilyrði í skólann em,
að nemandinn sé fullra 18 ára, hafi
lokið fullnaðarprófi eftir núgildandi
fræðslulögum og sé heilsuhraustur.
Skólagjald greiða nemendur í
heimavist kr. 40,00 yfir skólatímann,
en fæðisgjald í heimavistinni var
síðastliðið ár kr. 1400,00 yfir tímann
eða rúmlega 150,00 kr. á mánuði.
Nemendur dag- og kvöldskólans
greiða ekkert skólagjald, aðeins fæð-
isgjald. Var fæðisgjald á dagskólan-
um siðastliðið skólaár kr. 700,00 en
á kvöldskólanum kr. 150,00 yfir
námstimann.
Nemendur þurfa að sjá sér fyrir
húsnæði, nema þeir, sem komast að
í heimavist og stunda nám í 9 mán.
Kæra Vika!
Ég undirrituð óska eftir bréfavið-
skiptum við strák eða stelpu á aldr-
inum 15—16 ára. Með virðingu
Sigurbjörg Björnsdóttir,
Grimstungu,
Vatnsdal,
A.-Hún.
Kæra Vika!
Viltu birta þessa tilkynningu fyrir
mig.
Undirrituð óskar eftir bréfasam-
bandi við pilt eða stúlku, einhvers
staðar á landinu, á aldrinum 15—18
ára.
Ráðhildur Guðmundsdóttir, Vestur-
húsi, Höfnum, Gullbringusýslu.
Kæra Vika!
Viltu gjöra svo vel að koma mér í
bréfasamband við frímerkjasafnara,
einhvers staðar á landinu. Með fyrir-
fram þökk.
Gunnlaugur P. Kristinsson, Ham-
arstíg 6, Akureyri.
Dráttarvextir.
Dráttarvextir falla á tekju- og eigna-
skatt og tekjuskattsviðauka ársins
1945, svo og veltuskatt fyrir árshelm-
ing 1945 hafi gjöld þessi ekki verið
greidd að fuliu í síðasta lagi föstudag-
inn 7. september næstkomandi.
Á það, sem þá verður ógreitt, reiknast
dráttarvextir frá gjalddaga, sem var
15. júní síðastliðinn, að því er snertir
tekju- og eignaskatt ásamt viðauka,
en 1. ágúst að því er snertir veltuskatt.
Reykjavík, 22. ágúst 1945.
TOLLST J ÓRASKRIFSTOF AN,
Hafnarstræti 5.
P RENTVERK
Björnssonar
AKUREYRI
Stofnsett 1901
'r
Símar 45 og 370
Pósthólf 45
✓
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365