Vikan


Vikan - 30.08.1945, Side 6

Vikan - 30.08.1945, Side 6
6 VIKAN, nr. 35, 1945 „Þakka yður fyrir, sæmilega,“ sagði hann mannalega. „Þegar ég kem heim aftur, skal ég lita inn til yðar og segja yður hvemig við höfum skemmt okkur,“ sagði Maida. Hún vissi, að það voru engar líkur til þess, að hann yrði sofnaður um miðnætti, í aðeins tíu klukkustunda gömlum gibsumbúðmn. „Er þetta alvara yðar, ungfrú Day,“ svaraði hann í efunartón. „Ætlið þér þá að efna það?“ „Já, auðvitað," sagði Maida á sinn alvarlega og einlægnislega hátt, sem ef til vill átti mest- an þátt í því, hve aðlaðandi hún var. „Jæja, Sara, cigum við þá ekki að fara?“ Við gengum samhliða fram ganginn og fórum út um sólskýlisdymar. Stígurinn lá gegnum aldin- garðinn, yfir dálitla brú og síðan um ilmandi smáraengi, sem náði alla leið heim til dr. Letheny. Stígurinn er svo mjór, að tveir menn geta ekkí gengið eftir honum hlið við hlið. Maida gekk á undan. Eg gat ekki stillt mig um að virða fyrir mér og dást að hinum fagra vexti hennar og limaburði. Mér hefur alltaf futndist eins og Maida svifi áfram á bylgjukambi, og hlyti að vera alveg öragg, hvað sem fyrir kæmi. Hún var hjúkranarkona af guðs náð, en slikt er mjög sjaldgæft. Hún hafði ágætt lag á jafnvel hinum erfiðustu og ímyndunarveikustu móðursýkissjúk- lingum, en gat grátið fögram tárum yfir sjúkling- um eins og t. d. Sonny. — Það er ekki ætlun mín að reyna að hlaða neinu sérstöku lofi á Maidu, né hrósa henni umfram verðleika. Ef til vill dáist ég einkum að henni vegna þess, að hún er mjög lík þvi, sem ég hefði getað orðið á æsku- árum minum, ef allt hefði farið dálítið öðravísi en það fór. En auðvitað er ég ekki, og hefi aldrei verið nándamærri eins glæsileg og hún. Jæja, það var beðið eftir okkur. Hinir gest- imir höfðu lokið við cocktailinn þegar við kom- um. Dr. Letheny heilsaði mér eins virðulega og við hefðum aldrei sést áður, en ekki unnið saman fyrr um daginn. Hann var hár vexti og grannur, dökkur yfirlitum, hafði mjög geðfellda framkomu og föt hans fóra nærri því of vel. Hann var fremur lengi að hjálpa Maidu úr yfirhöfn- inni; ég heyrði hann segja við hana í hálfum hljóðum nokkur orð, sem ég gat þó ekki greint. Maida svaraði honum einhverju fremur stuttara- lega og sneri sér snögglega frá honum. Sá ég, að dökku, mjóu augnabrúnirnar voru ofurlítið hnyklaðar, en það var ótvirætt merki þess, að henni hafði runnið í skap. Dr. Balman, fyrsti aðstoðarlæknir dr. Lethenys, var þama einnig. Hann var maður grannholda, með mjótt, fölt andht, hátt enni og alvarlegt augnaráð, sem stundum var dálítið fjarrænt og dreymandi. Á hökunni hafði hann þunnan skegg- topp, sem nú, eins og endranær, lafði niður í lýjmn, því eigandinn hafði þann kæk að vera stöðugt að strjúka grönnum, sýrabrenndum fingrunum í gegnum hann. Hann hafði þunnnt, ljóst hár, sem stóð út í loftið, og bar vitni lé- legri hirðingu. Flibbinn hans var skakkur, og kjólfötin hans af mjög gamalli tízku. Annar aðstoðarlæknir, dr. Fred Hajek, — sem ungu hjúkrunarkonumar köUuðu oftast Hæ-Jack — var líka þama. Hann bjó í sjúkrahúsinu, svar- aði símahringingum að næturlagi, bjó um meiðsU, og var yfirleitt aUtaf til taks. Hann var allmikið yngri en stéttarbræður hans, þó ekki sæist það á útliti hans, því hann var þegar orðinn all-hold- ugur og þyngslalegur að sjá. Hann hafði breitt, rauðbirkið andlit, og virtist dálítið útlendings- legur, með kolsvart yfirskegg og dökk augu. Augnalokin vora dálítið skásett, svo þau virtust fljótt á litið vera of lítil fyrir augim. Var þetta orsök þess, að hann sýndist ætið vera á verði. Hann hafði mjög þægilegt viðmót, og það var eitthvað hraustlegt og dugnáðarlegt við hann, sem ekki var hægt annað en laðast að. Nú beindust augu mín að ungum, ljóshærðum risa, sem nálgaðist okkur, á meðan Corole lét dæluna ganga. „Jim Gainsay," sagði hún kæraleysislega yfir öxl sér um leið og hún bauð Maidu cocktail. Hann tautaði nokkur kurteisisyrði til mín, en ég sá augu hans beinast að Maidu með eins miklum styrk og ef hann ætlaði aldrei að líta af henni framar. Ég virti fyrir mér þennan unga, útitekna mann. Þetta var þá maðurinn, sem smíðaði brýr um allan heim, en leit þá út eins og hann væri nýsloppinn út háskólanum. Á gull- vindlingahylki, sem hann hélt stöðugt opnu í hendinni, rétt eins og hann hefði stirðnað upp við að sjá Maidu, var alþjóðlegt stúdentamerki. — Við nánari athugun breytti ég samt þeirri skoðun, sem ég myndaði mér um hann við fyrsta augUt. Hann hafði hrukkur kringum augun, upp- litaðar augnabrúnimar mættust í einkennilega beinni línu yfir nefinu, hakan var hvöss og gaf í skyn að eigandinn væri harður í hom að taka, næstum því tillitslaus. Föt hans, sem fóru ágæt- lega, gátu ekki leynt hinni kraftalegu vöðva- byggingu, og fita virtist ekki vera til á líkama hans. Hanan leit út fyrir að vera vanastur að umgangast karlmenn, og fara með þá og jafnvel laga þá eftir eigin geðþótta, ef mér skjátlaðist ekki mjög mikið um skapgerð hans. Hingað var ég kominn í hugleiðingum mínum, þegar Hulda, vinnukonan hjá Corole, kom más- andi inn og tilkynnti, að búið væri að leggja á borðið. Við settumst öll við hið langa borð, sem skreytt var misUtum kertum í silfurstjökum. Súpan var, satt að segja, óæt, og fiskurinn bragðlaus og vondur. En kjötið var ágætt, svo mér varð léttara í skapi þegar að því kom. Hin mildu, blaktandi kertaljós, glitrandi silfrið og kristallinn, hið gagnverkandi hvíta og svarta á kvöldbúningi karlmEinnanna, — allt þetta var aðeins baksvið fyrir Mjallhvítar-fegurð Maidu og hina áberandi töfra Coroles. Það þýðir ekki að mótmæla því, að Corole var í raun og sann- leika töfrandi, töfrar hennar voru að visu tölu- vert litsterkir, ef svo mætti segja, dálítið nær- göngulir, en samt erfitt að standast þá. Hún sat fyrir enda borðsins, milli þeirra Jim Gainsays og dr. Hajeks. Hún hafði gult hár með málm- slikju, lá það í stóram, sléttum bylgjum um höfuð hennar. Hún var klædd sérkennilega sniðnum grænum kjól, sem skreyttur var með litlum gull- plötum. Að aftan var hann svo mikið fleginn, að brúnt bakið sást næstum niður að mitti. Ég gat ekki að því gert, að mér datt í hug, hvað spítala- stjómin mundi segja, ef hún vissi, að ráðskona yfirlæknisins gengi í slíkum kjólum. Corole var náfrænka dr. Letheneys, og hafði stjómað heimili hans síðan gamla frú Letheny, móðir hans, lézt. Við þekktum ekki mikið til Corole, en þó ég sé BlessaS bamiS! Teikning eftir George McManus. Mamman: „Haltu áfram að dansa, elskan. Lilli er svo hann hlær. Lilli: „Da-da-da.“ Pabbinn: „Líttu á pabba, LiUi!" hrifinn, sjáðu hvað Listamaðurinn (í íbúðinni fyrir neðan): „Hve lengi skyldu þau halda áfram þessum bölv.... ólátum?“ ' Listamaðurinn: „Ég ætla að leika nokkur lög til þess að dreifa huganmn frá hávaðan- um! Mamman: „Aumingja Lilli fer að gráta, þegar hann heyrir þessa tóna —.“ Pabbinn: „Það er undarlegt, hvað sumt fólk tekur aldrei tUllt tU annarra —.“ Pabbinn:, „Þér verðið að hætta að lemja á þetta píanó, það fer afskaplega í taugar okkar!“ Listamaðurinn: Hvað!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.