Vikan - 30.08.1945, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 35, 1945
11
IIIW A
Framhaldssaga:
Eltir MAZO DE L A R O C H E.
33
iiuaiiiiimimiiiMifimiiiuaiiiiiiifiiiiiiimaiiiiimiiii
Hann fékk ekki af sér að fara inn í uppljómað
húsið, þar sem þau hin sátu og röbbuðu saman
um skemmtiferðina, grunlaus um iilveðursskýið,
sem hékk yfir höfðum þeirra. Hann læddist kring-
um húsið, yfir matjurtagarðinn, gegnum ávaxta-
garðinn, sem lá til kirkjugarðsins.
Kirkjuturnirm bar skýrt við himininn. Kirkjan
sjálf virtist hafa dregið til sín dimmustu skugg-
ana af trjám og gröfum, og hjúpað sig í þeim
líkt og í kufli. Finch fannst eins og hinir dauðu,
undir döggvotri, ferskri grasbreiðunni, væru að
gefa sér gaum, þegar hann gekk upp brött þrepin
inn í garðinn. Ekki þurftu þeir að óttast Guð.
Allt var um garð gengið. Þeir höfðu ekkert fyrir
stafni annað en liggja í gröfum sínum, þar til
líkamar þeirra yrðu iéttir og hvítir eins og blóm-
duft.
Ó, hann er hræddur við Guð! Líkami hans og
sál eru gagntekin af ótta. Hvi hvarf tunglið,
svo koldimmt varð umhverfis hann? Hvað hafði
hann gert? Hann hafði eyðilagt líf Dúfu, Edens,
Piers og Alayne. Höfðu Eden og Dúfa drýgt
synd? Synd! Hve brjálað hugtak! Getur verið,
að til sé eitthvað, sem nefna mætti synd? ÖU
hin fúnandi bein hér í kirkjugarðinum — synd
þeirra var aðeins vorgróður — litlir blómknappar,
græðandi regnskúrir, imaður. En það er til gamalt
orðtak, — í þriðja og fjórða lið. Ef til vill þjáist
hann í nótt vegna einhvers forfeðra sinna. Ef
til vill hafði litla systir hans, sem á þetta leiði, sem
hann stendur við, orðið að afplána einhverja
gamla synd með lífi sínu. Honum finnst hann
sjá hana liggja þama niðri, ekki hræðilega né
óþekkjanlega, heldur bjarta og blíða eins og lítið
blóm, og hún réttir honum hendumar.
Framréttar hendur. — Hve dásamleg tilhugs-
un! Þetta hafði hann þráð — framréttar, hugg-
andi hendur. Sjálfsaumkimin kom yfir hann;
tárin streymdu niður kinnamar. Hann fleygði sér
niður á jörðina milH leiðanna og lá þar kyrr með
andlitið í grasinu. öll reynsla hinna látnu, sem
hvíldu djúpt niðri í moldinni undir honum, og
hann, Finch, urðu eitt. Hann lá grafkyrr og
tæmdi í botn hinn sætbeizka kaleik gamalla
minninga og reynzlu. I áttina til hans teygðust
hendur; hendur hermanna, ómálga barna, bænda,
ungra mæðra og ennfremur hendur, sem voru
öðruvísi en allar hinar, hendur, sem ljómuðu af
kynlegum, hvítum eldi, og réttu honum „hið
lifandi brauð" — hendur Krists.
Hann færðist á hnén og opnaði lófana til að
meðtaka gjöfina, eins og ungt tré í fárviðri.
Hann bar hendumar upp að munninum — hann
hafði meðtekið brauðið — hann fann heilagan
eld brenna í æðum sér — eyða sál hans — Krist-
ur var í honum
Frá sér numinn hneig hann niður við gröf móð-
ur sinnar. Smávaxnir blómknappar skinu í dökku
grasinu, líkt og mild, viðkvæm augu. Hann þrýsti
sér fast að legsteininum og hrópaði: „Mamma,
ó, mamma, talaðu við mig! Ég er Finch, dreng-
urinn þinn.
XXIH.
Flótti Dúfu.
Maurice Vaughan var einn í borðstofimni sinni.
Þegar þeir Piers og hann komu heim frá Stead,
bauð hann Piers inn, og færði honum mat og
drykk sem hann hafði fundið í búrinu. Ef allt
hefði gengið honum að óskum, sæti Piers þar
enn, reykjandi og drekkandi, í hrókaræðum um
hesta, áburð og jarðyrkju. En Piers hafði ekki
viljað standa lengi við. Hann þurfti að fara
snemma á fætur, og af einhverri ástæðu hafði
hann alltaf verið að hugsa um Dúfu. Hugsanir
hans leituðu sífellt til hennar, til litla, föla and-
litsins, og stuttu brúnu, lokltanna. Honum fannst
grannar, ákafar hendur hennar taka í handlegg
sér. Allt kvöldið hafði hann verið annars hugar.
En Maurice hafði tæplega tekið eftir því. Það
eina sem hann þráði, var félagsskapur, lifandi,
heit mannvera, sem gæti haldið kulda hins ömur-
lega húss frá honum. Eftir að Piors fór, sat uar.r?
kyrr og drakk, liægt og gieðilaust, en huguanii
hans beindust í sömu átt og þær höfðu gert
undanfarin tuttugu ár. Hann hugsaði um Möggu,
eins og hún var þegar hann trúlofaðist henni,
stillt og bliðlynd, indæl stúlka. Honum var hugs-
að til hinna gömlu foreldra sinna, til þess, hve
stolt þau voru af honum, og hve mjög þau höfðu
vænzt þess, að hann yrði einh voldugasti og
áhrifamesti maður þjóðarinnar. Hann setti sér
i'yrir sjónir hjónaband sitt og Möggu, samlíf
þeirra og mannvænleg börn þeirra. Hann hcifði
ætið hugsað sér að þau ættu sex börn. Hann
hafði valið þeim öllum nafn — þau áttu að heita
eftir skáldum, sem hann hafði einu sinni dáðst
að. Hann þekkti þau öll, frá hinu yngsta til hins
elzta, gerþekkti hvern drátt í andHtum þeirra,
og hann háfði rétt til þess, því hann hafði skap-
að þau öll í hjarta sínu, til að fullnægja þrá sinni.
Gagnvart þeim fann hann til ástar, sem hann
hafði aldrei kennt gagnvart Dúfu.
Hann hugsaði um móður Dúfu, um fundi þeirra
í rökkrinu, um það, hvernig hún hafði þrábeðið
hann og grátbænt að giftast sér, þegar hún varð
þess vísari, að hún var vanfær, og hvemig hann
hafði slitið sig lausan. Hann minntist þess einnig,
þegar karfan, með barninu í, kom -— honum varð
þungt um andardráttinn, þegar hann hugsaði til
þess, — um það, þegar Magga sagði honum upp,
um dauða foreldra sirina, fjárhagsvandræði sín og
skipbrot metnaðar síns. Þannig hafði allt hans
líf liðið, í því var aðeins einn ljós depill, stríðið.
Meðan á því stóð, hafði hann um stundarsakir
getað gleymt fortíðinni og komizt hjá því að
hugsa um framtíðina.
Er hér var komið hugleiðingum hans, fór her-
bergið, og allt sem í því var, að hringsnúast fyrir
sjónum hans. Hakan seig niður á bringuna, og
gráu hárin á höfði hans urðu meir áberandi í
rafljósinu en ella. Hann mókti milH svefns og
vöku, og vaknaði ekki við varfæmislegan um-
gang sem nú heyrðist allt í einu. Hann sat graf-
kyrr, neðri vörin hékk niður og augun störðu
tómlega fram á gólfið. Hann minnti helzt á
skuggalegan klettadrang niðri á hafsbotni.
Dúfa fann til sárrar meðaumkunar, þegar hún
sá hann sitja þama í köldu rafljósinu. „Hann
litur hræðilega illa út,“ hugsaði hún. Hann er að
verða lotinn." Siðan snemst hugsanir hennar
aftur að hinum dapurlegu aðstæðum henn-
ar sjálfrar. Hún gekk til hans og tók um hand-
legg hans.
„Maurice."
Hann hrökk við. Þegax hann þekkti, hver þar
var, sagði hann dræmt: „Hvað er þér á hönd-
um?“
„ó, Maurice," sagði hún í bænarrómi. „Vertu
nú góður við mig! Þú mátt ekki hleypá Piers
inn! Eg er hrædd um að hann drepi mig!“
Hann glápti aulalega á hana og sagði síðan
nöldrandi:
„Þú átt þá vist ekki betra. skilið, ha!“
„Nei, ég á það skilið En hvernig veizt þú það ?
Hefirðu talað við einhvem?"
Hann hugsaði sig augnabUk um og horfði á
könnuna við hlið sér.
„Já, Piers kom hérna.“
„Kom Piers? ó, hann hefir verið að leita að
mér!“ Hún sló saman höndum í örvæntingu. „ó,
Mauriee, hleyptu honum ekki inn aftur! Eg er
búin að ganga um úti í myrkrinu í marga klukku-
tíma, og komst loks að þeirri niðurstöðu, að ég
gæti ekki leitað annað en til þín Ég er þó dóttir
þín, þegar allt kemur til alls. Þú hefir rétt til að
vemda mig, hvað sem ég hefi brotið af mér.“
Hann herti sig upp.
„Hvað hefirðu gert af þér?“
„Sagði Piers þér það ekki?"
„Nei.“
„En var hann ekki að leita að mér?“
„Nei.“
„En hvemig gazt þú þá vitað, að ég hefði gert
eitthvað af mér?“
„®g vissi það ekki.“
„Þú sagðir, að ég ætti skilið að vera drepin."
„Já, er það ekki rétt?" spurði hann ertnislega.
„Maurice, þú ert fullur. ó, hvað á ég að gera?"
Hún fleygði sér á hnén og tók í föt hans. „Reyndu
að skilja mig! Segðu að þú lofir Piers ekki að
drepa mig!“ Hún fór að gráta. „Maurice, ég varð
að flýja frá Piers, og mér þykir svo ákaflega
vænt um hann!"
„Hann var héma rétt áðan,“ ságði Vaughan
og leit í kringum sig, eins og hann byggist við
að Piers væri þar í einhverju skotinu.
Þá tók hann eftir því að hún hafði hallað
höfðinu að öxl hans, og hann klappaði henni kkuifa-
lega eins og þegar hundi er klappað.
„Vertu ekki að gráta. Ég skal gæta þín. Mér.
þykir vænt um að þú skulir vera hérna, ég hef
verið svo einmana."
Hún greip höna hans og kyssti hana ákaft.
„ó, Maurice, en hvað þú ert góður! Og hvað
Piers var góður við mig — en ég átti það ekki
skilið. Ég ætti skilið að vera hengd!" Síðan bætti
hún við með aumlegri röddu: „Það hefði verið
bezt, að ég hefði aldrei fæðst!"
Hún stóð upp og þerraði augu sín. Hún var
Htil og vesældarleg að sjá. Föt hennar höföu
tætzt sundúr á þymiviðar- og rósarunnum. Hend-
ur hennar, og. meira að segja andlit hennar var
með blæðandi rispum og skrámum. Hún hafðí
týnt öðmm skónum og annar sokkbolurinn
hennar var rennandi af for.
„Já, það væri það," samþykkti hann alúðlega.
Hún sneri sér að dyrunum með eins konar
hjartnæmilegum virðuleika.
„Maurice, er þér sama þó ég fari upp í her-
bergið mitt."
„Mér er alveg sama hvert þú ferð — alveg
hjartanlega sama.“
„En hvað þessi forstofa er ólík hinni íburðar-
miklu forstofu á Jalna með dreglalögðum stig-
um og marglitum gluggum," hugsaði hún, meðan
hún dróst upp stigann. Stóra vísundshöfuðið, sem
endur fyrir löngu hafði valdið henni hræðslu,
starði nú á eftir henni með þandar nasir, eins og
það langaði til að stegla hana á oddhvössum
homunum.
Henni fannst hún vera hætt að skynja. Hún
fann ekkert til nema ofurlítið í öðrum fætinum,
og fleygði sér alklædd á gamla rúmið sitt. Þannig
lá hún og starði á myndirnar hinum megin á
veggnum. önnur hét: „Glaðvakandi, hin: „I djúp-
um svefni.“ Þær höfðu eitt sinn hangið i barna-