Vikan - 30.08.1945, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 35, 1945
13
Í gœr varst þú barn —!
(Framhald af bls. 4).
•
berg af stað í gönguferð með ísabellu.
Hún var tvo tíma í burtu. Þegar hún kom
heim, voru Elín og Fredlund einnig kom-
in. Þau sátu á sólskýliströppunum og
kysstust af miklum f jálgleik.
Frú Lungberg stanzaði, óráðin í hvað
gera skyldi. „Jæja, er það nú ástand!“
tautaði hún.
„Ástin mín, elskan mín!“ hvíslaði Kurt.
Síðan kyssti hann Elínu, sem leit helzt út
fyrir að vera í óviti, enn áfergjulegar en
áður.
I sama bili sáu þau frú Lungberg, og
stóðu upp. Elín hljóp niður garðstíginn, og
Kurt á eftir henni. Hún tók um háls móð-
ur sinnar og þrýsti sér að henni.
„Ó, mamma — hvað lífið er dásamlegt!"
„Finnst þér það?“ sagði frú Lungberg
óróleg.
„Hann elskar mig, mamma, og ég er
svo hamingjusöm, að ég gæti dáið af því!
Komdu, við skulum fara og spyrja pabba
__ií
„Spyrja — um hvað? hrópaði frú Lung-
berg óstyrk.
„Hvort við getum látið gefa okkur sam-
an á föstudaginn fyrir hádegi,“ svaraði
Elín.
Frú Lungberg hlammaði sér niður á
bekk, sem stóð rétt hjá henni.
„Ertu lasin, mamma,“ spurði Elín í
meðaumkunarrómi. „Á ég að sækja eitt-
hvað handa þér?“
„Elín, góða barn,“ sagði frú Lungberg,
eins og hún væri með kökk í hálsinum.
„Þú þekkir þennan mann ekkert — þú
veizt aðeins hvað hann heitir. Þú ert allt-
of ung til að geta gert þér grein fyrir
hvort þér er alvara.“
„Jæja, ég fer þá bara með honum og
bý einhversstaðar í nágrenni —.“
Það getur verið, að hann verði sendur
eitthvað langt í burtu — hvað þá?“
„Þá vona ég, að ég megi koma hingað,“
svaraði Elín. Neðri vör hennar titraði
ofurlítið. — Nei —annars — ég ætla þá
að vera kyrr og hugsa um búið á meðan.“
„Hvaða þekkingu hefir þú á landbúnaði,
góða mín?“
„Ekki mikla, en það hlýtur að vera hægt
að læra það, ég er ekki heimskari en svo,
að ég ætti að geta lært að stjórna búi.“
Lungberg verkfræðingur kom að í þess-
um svifum. Hann var fljótur að átta sig
á hvað var á seiði.
„Þetta er móðursýki og brjálæði," hróp-
aði hann. Ég skil ekki, hvernig þið farið
að því að láta ykkur detta þetta í hug!
Fólk, sem ekki þekkist nokkurn skapaðan
hlut!“ *
Kurt hafði staðið þögull og hlustað á.
Nú greip hann fram í.
„Hvað vitið þér um það, hve mikið eða
lítið við Elín þekkjumst?
Viðræðurnar stóðu skamma stund eftir
þetta. Lungberg batt endahnútinn á þær.
Elín mændi hryggum augum á eftir Kurt
þegar hann fór.
Morguninn eftir vaknaði Lungberg við
það, að frúin þreif í handlegg hans.
„Hún er horfin — Elín er horfin!“
„Hvað áttu við? — Hvernig — hvert?
„Þau fóru snemma i morgun. Vinnu-
konan segir, að Kurt Fredlund hafi komið
um svipað leyti og mjólkurpósturinn. Elín
fyllti stóra körfu af niðursoðnum mat;
hún hefir líka tekið sykur, smjör, og ég
veit ekki hvað fleira —. Stúlkan segir, að
það hafi helzt litið út fyrir að þau væru
að leggja af stað í margra daga ferðalag.
„Fari það nú allt í-----.“
Lungberg bölvaði í sand og ösku, en
frúin varð rólegri við að sjá reiði hans.
„Þau hafa ef til vill farið til búgarðs-
ins,“ sagði hún hugsandi.
„Þá verðum við —,“ byrjaði Lungberg,
en frú Lungberg greip fram í:
„Þá verð ég að fara á eftir þeim,“ sagði
hún ákveðin. „Ætli ég sé ekki bezt fallin
til þess að kippa þessu í lag.“
Þegar hún beygði inn í húsagarðinn, sá
hún tveggja manna bíl Kurts í skuggan-
um. ísabella lá hjá brunndælunni og sleikti
sólskinið.
„Mamma," sagði Elín rólega, án þess
að sýna nokkur merki um undrun. „Þú
kemur svei mér á heppilegum tíma. Nú
1 ExLcIjCl,
öd/ciOieyAL
SlMI 334.
PÓSTHÓLF 42.
51 * Allar fáanlegar íslenzkar bækur, blöð
og tímarit.
• Erlendar bækur og tímarit.
• Vestur-íslenzku blöðin Heimskringla og
Lögberg og Tímarit Þjóðræknisfélags-
ins.
• Allskonar ritföng og pappírsvörur.
• Bókbandsefni.
Höfum umboð fyrir hina heimsfrægu
„SIIEAFEK’S“ lindarpenna og blýanta.
v>
v>
\
í
i
t
SIMI 158
er númerið, sem þér eigið að biðja um, ef yður
vanhagar um eitthvað, sem viðkemur rafmagni.
VERÐBE) ER HÆFILEGT.
UKVALIÐ MIKIÐ.
VIÐSKIPTIN GREBE).
— Utanáskrift skeyta: ELECTROCO. —
& x
R AFTÆK J A VERZLIJ NIN
AKUREYRI.
i
I