Vikan


Vikan - 10.01.1946, Blaðsíða 11

Vikan - 10.01.1946, Blaðsíða 11
VIKAN. nr. 2, 1946 11 ............ Framhaldssaga: — j 18 | Sjúklingurinn í stofu 18 --------------------- SXALDSAGA EFTIK MIGNON G. EBEKHAKT —----- X. KAFLI. biðja yður, ungfrú Keate, að muna mig um að „Þér gerið nú of mikið úr þessu,“ svaraði ég Ég læddist án þess að nokkur sæi mig inn í hringja til mín, ef þér verðið varar við eitthvað og hagræddi koddanum. „Reynið þér nú að leggj- eldhúsið og reyndi að laga mig til, eftir því sem svipað í nótt eins og síðasthðna nótt. Hér hafið ast upp í rúmið og liggja hreyfingarlaus. Þá líð- hægt var. Þegar ég kom fram á ganginn aftur, varð ég þess vör, að nýi sjúklingurinn var kom- inn á stofu 18. Ég hef reynt að vera sem oftast viðstödd þegar nýir sjúklingar hafa komið á sjúkrahúsið og fór ég því nú rakleitt inn á stofu 18. Mér fannst stofan jafn óviðkunnanleg og venjulega, og ekki bætti það úr skák, að sjúkling- urinn í litla rúminu minnti mig svo mikið á manninn, sem legið hafði þar áður. Nýi sjúklingurinn, herra Gastin, var roskinn og virtist önugur yfir því að þurfa að hátta strax ofan í rúm. Hann hlýtur að hafa verið nokkuð þektur maður, því honum hafði þegar bor»st ósköpin öll af blómum Ég spurði að liðan hans og hvernig hann kynni við sig, en hann svaraði því, að hann hefði það svona eins og hann hefði búist og bað mig að ljá sér kvöldblöðin. „Við kaupum ekki blöðin hérna“ svaraði ég. „Kaupið þið þau ekki?,“ spurði hann undrandi og mældi mig með augunum. „Nei, auðvitað ekki! Ég þykist vita hversvegna! Hvar gerðist þetta annars? Og segið mér, hvað er að hátalar- anum? Ég fæ ekkert hljóð úr honum. Hafið þið kannske ekki opnað fyrir viðtækið? Mig iangar að heyra fréttirnar. Get ég ekki opnað fyrir það sjálfur ?“ „Viðtækið sjálft er frammi á áðalskrifstofunni,“ flýtti ég mér að segja, svo hann færi ekki að spyrja frekar um það, sem skeð hefði og mig langaði sízt til að svara. „Hátalarnir í stofun- um eru' í sambandi við það. Það er venjulega búið að opna fyrir það á þessum tima dagsins." Hann reis upp við dogg og sagði: „Getið þér ekki útvegað mér hátalara, sem er i lagi? Mig langar svo mikið að hlusta á eitt- hvað, þótt svo það væri barnatíminn, ég er að drepast úr leiðindum. Og vilduð þér svo eltki gjöra svo vel og útvega mér vindil “ Ég varð alveg undrandi yfir frekju mannsins. En ég sá að ekki mundi tjá annan en láta hann hafa hátalara, sem væri í lagi og fór þvi því með hátalarann hans inn í stofuna til Sonny og tók hans í staðinn. Sonny var svo niðursokkinn í krossgátu, að hann varð þess ekki var. Eftir nokkur augnablik var kominn dynjandi hljóm- list í stofu 18. „Getið þér ekki látið mig hafa tvö auka-teppi, systir?", spurði sjúklingurinn. „Það er svo skrit- ið, en mér finnst svo kalt hérna inni. Svo væri gott, ef þér vilduð kveikja á lampanum I loftinu — já þakka yður fyrir — og líka á þessum þarna yfir dragkistunni." Ég lét vera opið fram á ganginn og lagði ríkt á við sjúklinginn að hringja, ef eitthvað yrði að. Rétt fyrir framan dyrnar á stofu 18 mætti ég ungfrú Jones, sem kom þar með sjúkrabörur og sagðist eiga að fara með hr. Gastin niður á stofu Lethenys — hérna hér — ég meina Balmans, til rannsóknar. Frammi við innganginn mætti ég O’Leary og skaut því að honum, að nú yrði enginn í stofu 18 í svo sem hálftíma, og hélt svo áfram niður í borðstofu til kvöldverðar. Þegar ég nokkru síðar settist við skrifborð mitt frammi á ganginum, kom O’Leary til min „Jæja, urðuð þér r.okkurs vísari?" spurði ég. „Nei, einskis,“ svaraði hann. ,,En ég ætla að þér símanúmerið mitt. Síminn er í svefnherberg- inu mínu. Og góða nótt!“ Hann var aðeins kominn nokkur skref frá mér, er hann sneri aftur við og kom til min. „Mér var að detta nokkuð í hug, ungfrú Kate,“ sagði hann lágt. „Það er í sannleika sagt undar- legt, að enginn skuli hafa reynt að finna morfín- sprautuna, eftir að þér höfðuð borið það í rétt- inum að hún hafi þotið við öxl yðar og senni- lega komið niður í eplagarðinum. Ég botna ekk- ert í þessu. Og svo er það annað —■ það væri gaman að vita, hvar Jim Gainsay hélt sig, frá því að hann rakst á yður fyrir neðan svalirnar og þar til hann fór upp í bifreið Lethenys til þess að aka ofan í bæinn. Þegar ég ber framburð ykkar saman, þá virðist mér greinilegt, að milli þessara tveggja atvika hafi liðið minnst fjórð- ungur stundar. Nú, jæja, ég býð yður þá aftur góða nótt. Góða nótt!“ Það var ekki fyr en um miðnæti að ég fór aftur inni i suðurálmuna. Mér var sagt, að við Maida ættum að vera einar saman á næturvakt- inni. Það hafði verið hætt við að láta okkur hafa aukaaðstoð, eins og tíðkast hafði undanfarið. Ég var hálfgröm yfir þessu. Olma Flynn hafði haft fyrstu vakt eins og venjulega var, og hún sagði mér að allt væri í lagi. Sjúklingurinn á stofu 18 var að vísu nokkuð órólegur, en því hafði ég búist við og setti það ekkert fyrir mig. Olma hafði læst glerhurðinni og hengt lykil- inn á naglann yfir skrifborðinu. Ég tók lykilinn ofan af naglanum og faldi hann undir bók á skrifborðinu og sagði Maidu frá þessu. Ef ein- hvern vantaði hann í kvöld, þá var hann ekki ofgóður til þess að biðja kurteislega um hann! Það höfðu ekki liðið 10 mínútur þegar hringt var úr stofu 18. Þegar ég kom þangað inn, var sjúklingurinn kominn fram úr og sat á rúm- stokknum. „Ég kann ekki við þetta rúm, systir," sagði hann. Hann var með úfið hárið og náttfötin hans voru öll í fellingum. Mér brá við þessi orð hans. Því mér féll sann- arlega heldur ekki þetta rúm. En ég reyndi að láta á engu bera og gekk rólega að rúminu og reyndi að slétta úr misfellunum í lökunum og teppunum. „Hvað finnst yður að rúminu?,“ spurði ég. „Mér finnst það eins og kista," sagði hann og starði niður á fætur sér. „Kista?" Hann leit hvast á mig. „Já, kista,“ endurtók hann. „Ég kann alls ekki við það, ég segi yður það satt!" „Hvaða vitleysa," sagði ég ákveðin, „þér eruð aðeins óvanir rúminu, það er allt og sumt.“ „Hversvegna eru rúmin svona há?“ spurði hann og leit niður á gólfið. „Þetta er hátt fall, ef maður dettur fram úr.“ „Þér dettið ekkert fram úr,“ sagði ég. „Rúmin eru höfð svona há til þess að við hjúkrunarkon urnar hryggbrjótum okkur ekki við að taka ykkur upp.“ ’ „Nú,“ sagði hann önugur. „En þau þyrftu þá ekki að vera svona mjó. Ef ég sný mér í húminu, verö ég að gæta að mér svo ég detti ekki fram úr.“ ur yður betur “ Hann lagðist upp í rúmið, en hélt áfram að nöldra eins og óþekt barn. Mér fannst mjög þungt loft í herberginu og opnaði því gluggann. Hefðihannverið opinn, mimdi ég hafa lokað honum. Ég hef það fyrir vana að hafast eitthvað að hjá órólegum sjúklingum, þá finnst þeim maður vera að reyna að láta fara sem best um þá og róast flestir við slíkt. I sama tilgangi skifti ég um vatn í glasi sjúkl- ingsins og fór út eftir nokkra stund. Eftir svo sem hálftíma var hringt aftur úr stofu 18. Maida fór inn til sjúklingsins, en kom von bráðar út aftur dauð-skelkuð. „Hvað var nú að?“, spurði ég. „Það er númer 18. Hann er mjög órólegur.“ „Já, ég veit það.“ „Hann segist ekki kunna við sig í stofunni." Við litum hvor á aðra. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera og svaraði: „Þetta er aðeins vegna þess, að maðurinn er óvanur að vera í sjúkrastofu." „Já, ég vona að svo sé,“ svaraði Maida og fór leiðar sinnar. Ég er sjálf svo vön sjúkrahúsinu, að ég veit að það lítur öðruvisi út í mínum augum en í augum ókunnugra. En þessa nótt fannst mér ég vera eins og ókunnugur maður í liúsinu. Mér fannst gangamir óvenju langir, dimmir og draugalegir. Kyrðin var óvenju mikil — fannst mér —, hurðirnar opnuðust hljóðlaust og fóta- tak okkar hljómaði svo einkennilega. Við töluð- um í hálfu hljóðum og ég kannaðist varla við röddina í sjálfri mér. Loftið var þrungið meðala- lykt, sápuþef og einkum eter-lykt, sem yfirgnæf- ir allt í sjúkrahúsum og lyfjabúðum. Ég starði lengi á ljósið yfir skrifborðinu, því mér fannst birtan af því svo einkennileg. Að lokum jafnaði ég mig þó og fannst mér þá allt vera eins og venjulega í suðurálmunni, en kviði minn hvarf ekki. Loksins slökkti sjúklingurinn á stofu 18 ljósið hjá sér. Hann hefir líklega sofnað, því við heyrð- um ekkert til hans í einn til tvo klukkutíma. Við höfðum nóg að starfa og gátum því lítið talað saman. Um tvöleytið var Sonny illt I hálsinum og kvartaði um fótakulda. Ég fór að ná í kam- fóru og hitapoka handa honum — en þá var hringt frá stofu 18! Ég flýtti mér þangað inn. Sjúklingurinn starði á mig með þrútnum og blóðhlaupnum augum sýnilegt var, að hann hafði lítið eða ekkert sofið. „Systir,“ sagði hann, „ég get ekki verið í þess- ari stofu lengur. Ég verð að fá að liggja i ein- hverri annari stofu.“ „Það er engin önnur einbýlistofa laus á neðstu hæð, herra Gastin," svaraði ég rólega. „Og þótt svo væri, er ekki hægt að flytja yður á milli 'um miðja nótt.“ Ég reyndi að hagræða honum í rúminu. „En ég heimta að verða fluttur héðan," sagði hann þrjóskufullur. „Þessi stofa er ekkert frábrugðin öðrum ein- býlisstofum hér,“ sagði ég, „og það fer ekkert bet- ur um yður í þeim en í þessari." „En ég get ekki verði hér lengur segi ég. Það er —■ mér finnst ég heyra eiU.hvaö . . . Það er

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.