Vikan - 10.01.1946, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 2, 1946
Pósturinn
Hcimilisblaðið Vikan
Reykjavik.
Ég þakka mj ög innilega fyrir
svarið við bréfinu hennar Maggí og
sendi yður því hér með kr. 25,00 og
viðurkenni þar með tap veðmálsins.
Yðar einl. Dúna.
Svar: Þökkum bréfið. Peningana
sendum við í Vinnuheimiiissjóð
S. 1. B. S.
Kæra Vika!
í>ú sem leysir ailar hugsanlegar
spumingar mjög greiðlega. Gætir þú
sagt mér eitthvað um leikkonurnar
Jinx Falkenberg og Carmen Miranda
t. d. fæðingardag og ár og ýmislegt
fleira.
Með fyrirfram þökk.
Gulla.
Svar: Jinx Falkenburg er fædd 21.
janúar 1919 í Barcelona. Hún heitir
réttu nafni Eugenie.
Er 124 pund að þyngd, 5 fet og
7 þuml. há. Hún er mjög vinsæl fyrir
það, hve blítt hún brosir.
Carmen Miranda er fædd í Portu-
gal árið 1914 og heitir réttu nafni
Mario da Carmo da Cunha. Hún
stundar fjölmargar íþróttir. Er 5 fet
og 2 þuml. há og er 98 pund að
þyngd.
Kæra Vika!
Viltu vera svo góð að birta fyrir
okkur eftirfarandi:
Við undirritaðir óskum að komast
í bréfasamband við stúlkur á aldrin-
um 15—17 ára hvar sem er á landinu
óskum helst að mynd fylgi bréfinu.
Guðjón ólafsson, Vesturgötu 94.
Akranesi.
Leifur Sigurðsson, Vesturgötu 17.
Akranesi.
Kæra Vika!
Ég sé að þú svarar öllu fljótt og
vel, sem þú ert spurð að, og nú lang-
ar mig að biðja þið að segja mér
dálítið.
Ég er að byrja að læra í gagn-
fræðaskóla hérna í bænum og geng-
ur illa í starfræði. Þess vegna býst
ég við að kaupa mér aukatíma í
reikningi. Nú langar mig að spyrja
þig: 1) Hvar er hægt að fá slíka
kennslu ? 2) Hvað kostar hún um
klukkutímann ? 3) Hjálpar kennar-
inn mér með skóladæmin min eða
setur hann mér sérstaklega fyrir?
Mér þætti vænt um, ef þú vildir
svara þessu án þess að birta bréfið.
Vonast eftir svari í næsta blaði. Ég
þakka þér svo fyrir alla ánægjima,
sem þú hefir veitt mér.
Vinsamlegast,
þinn Skóladrengur.
Svar: Kennslu er hægt að reyna að
fá á þann hátt að auglýsa í einhverju
blaði eða leita upplýsinga hjá upp-
lýsingaskrifstofu stúdenta, þar mun
og hægt að fá upplýsingar um
kennslugjald.
Þú munt sjálfsagt geta komizt að
samkomulagi við væntanlegan kenn-
ara um kennslutilhögun.
Við sjáum ekki ástæðu til annars
en að birta bréfið, fyrst við svörum
því.
Kæra. Vika!
Þú, sem allt veizt, getur þá alltaf
sagt mér, hvaða maður Pablo Ríuz
Picasso er.
Með fyrirfram þökk.
Þinn labbakútur.
Svar: Pablo Ruiz Picasso er fædd-
ur 1881 í Maiaga á Spáni. Hann er
tallnn höfundur stefnu þeirra í mál-
aralist, sem kölluð er kubismi.
Húsmóðirin við nýja þjóninn: —
„Þér voruð þá hjá doktor Thorsen,
áður en þér komuð hingað. Hvemig
er hann?“
Þjónninn: „Ég veit ekki, frö Hem-
berg. Hann var úti, þegar ég byrjaði
og var ekki kominn heim, þegar ég
hætti."
IÚtvegum LOFTHITARA, 1
allar stærðir. if
Hitararnir settir í samband við i
miðstöðvarhitun bygginganna. ;
HAMAR H.F.
Frægir
kvikmyndaleikarar.
að rekja til fransks miðstéttarfólks.
Hann lagði mikið kapp á að kynna
sér leiklist og eðli hennar og segir,
að leikari geti lært að þekkja lífið
Hedy Lamar Ieikur i kvikmyndinni
„Samsærismenn," sem sýnd var hér
fyrir skömmu. Hún heitir réttu nafni
Hedwig Eva Maria Keisler og er
fædd í Vín, dóttir mjög auðugra for-
eldra. Hún þykir ákaflega fögur kona
og er þrígift. Fyrsti maður hennar
var Fritz Mandel austurískur vopna
framleiðandi. Annar maður hennar
var Gene Markey og nú er hún gift
John Loder. Hún er alþýðleg og vin-
gjarnleg og hefir mikla ánægju af
börnum.
Charies Boyer leikur I kvikmynd-
inni „Hið dygga man,“ sem sýnd var
hér fyrir skömmu. Hann á rót sína
með því einu móti að lifa því. Hann
er talinn einhver vinsælasti og bezti
leikari, sem upp hefir verið. Hann
les allt milli himins og jarðar og
stundar margskonar íþróttir.
Góð rœða.
Nýi presturinn: — „Hvernig þótti
yður ræðan hjá mér á sunnudaginn?"
— Agæt, prestur minn. Agæt og
mjög uppfræðandi. Við hérna vissum
alls ekki, hvað synd var fyrr en þér
komuð hingað."
Höfum jafnan fyrirliggjandi og útveg-
um með stwttum fyrirvara flestar fá-
anlegar vörur frá Englandi og Norður-
löndum.
Olvir h.f.
Umboðs- og heildverzlun
Sími 6444
Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavlk. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
I