Vikan


Vikan - 17.01.1946, Blaðsíða 4

Vikan - 17.01.1946, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 3, 1946 Lagið, sem. i^HARLIE hagræddi sér í þægilega hæg- ^ indastólnum. Á borðinu við hlið hon- um stóð glas með whisky og soda. Þar var líka útvarpstæki, en það var ekki opið — hann hafði nóg af þessháttar í vinnutíma sínum. Því að það var Charlie Light, sem sendi tóna í gegnum íjósvakann inn á þúsundir heimila, svo að unga fólkið gæti dansað. Gamla fólkið sat fyrir framan arininn eða lokaði fyrir útvarpið og sagði með fyrir- htningu: „Nú er það aftur þessi and- styggðar „jazz.“ En það fór ekki í taugamar á Charlie. Brosandi andlit hans sást á sígarettupökk- um, auglýsingaspjöldum, sem vekja skyldu athygli á sápu, rakblöðum o. s. frv. Kvenfólkið skrifaði í þúsundatali til út- varps og blaða og lýsti yfir því, að Charlie væri ímynd mannlegra dyggða og karl- mennsku. Honum var boðið í veizlur ýmist með eða án hljómsveitar sinnar, og hann gæti keypt sér lystisnekkju strax á morg- un, ef hann kærði sig um. Hann hafði unnið sér frægð í Ameríku. Þangað hafði hann komið frá Þýzkalandi þremur árum áður, algjörlega óþekktur. Hann hafði alla tíð litið á sig sem Þjóð- verja, en móðurafi hans og amma höfðu heitið Jakob og Miriam, og þegar Gyðinga- ofsóknirnar byrjuðu hafði Charlie snúið baki við ættlandi sínu. Um þær mundir var hann í hljómsveit einni í Stuttgart, sem oft lék í útvarpið og hann fann, að fengi hann aðeins að, stjórna sinni eigin hljómsveit, þá skyldi hann sýna, hvað hann gæti. Charlie fór sem sé til Ameríku, og vegna undravérðrar heppni og óbilandi dugnaðar hafði honrnn heppnast að láta ljós sitt skína. Margir Gyðingar aðrir voru með í för- inni og á meðal þeirra fékk hann nógu marga til þess að stofna hljómsveit; þeir æfðu sig í hrörlegum skúr, sem Charlie hafði haft upp á. Þeir æfðu sig frá morgni til kvölds, unz þeir voru orðnir leiknir í að fara með þau lög, sem allur almúginn vildi heyra og vegna óþreytandi dugnaðar Charlie fengu þeir að leika í útvarpið. Þeir fengu undraverðar undirtektir og frá þeirri stundu var þeim frami vís. Charlie Light og hljómsveit hans varð þekkt um alla Ameríku og eftir að hafa hrifið Ameríku, fóru þeir til Englands til þess að leggja London fyrir fætur sér. En það var nokkuð, sem hafði valdið honum erfiði. — Umboðsmaður hans hafði gert ráðstöfun nokkra án þess að segja honum frá því — hann hafði víst gleymt því — svo þegar hann ætlaði að fara að leika, kom það honum alveg á óvænt að útvarpið hafði áformað að stofna til sam- n&föí qHdipntet. SMÁSAGA eftir D. V. CARTER keppni í sambandi við fyrstu útvarps- hljómleika hans. Það var tilkynnt, að hann ætlaði að leika lag eftir sjálfan sig — lag, sem aldrei hafði verið leikið fyrr og tíupunda launum var heitið fyrir bezta tekstann, sem ortur væri við lagið. Hann byrjaði örvæntingarfullur að blaða í gegn um nótnahrúguna — en þar var ekki eitt einasta lag, sem ekki hafði verið leikið áður. Nótnaútgefendurnir slógust um að fá allt, sem hann samdi. Loks fann hann í botninum á kassanmn nótnablað, sem var umvafið ljósrauðu silkibandi. Nokkur þurr blóm ultu út úr þeim um leið og hann leysti bandið og rúllaði upp blaðinu. Þegar hann sá, hvað þetta var, brosti hann viðkvæmt. Þetta gamla gulnaða handrit minnti hann á liðinn tíma, þegar hann var aðeins Karl Leitner, fátækur sveitapiltur frá smáþorpi í Bayem. Vikum saman stritaði hann á ökrunum og á laugardagskvöldum i V EIZTU—? I 1. Undir hvaða nafni þekkjum við hinn | fræga kennimann Kínverja, Kung Fu- ; : Tze, bezt? = | 5 1 2. Hversu margir eru íbúar Asíu? | 3. Hvað eru flokkar hryggdýra margir? \ 7 5 ■ 4. Hvað hét New York áður en hún fékk = i núverandi nafn sitt? I 5. Eftir hverjum er Júlíniánuður nefndur ? j [ 6. Hversu hratt fer blóðið i gegn um slag- I i æðamar ? 1 7. Hvort fer hljóðið hraðar í gegn um ! i loft eða vatn? = ,8. Hvenær var Kaupmannahafnarháskóli = stofnaður ? I = 9. Hvenær dó Loftur riki á Möðruvöll- = i um? ! | 10. Hvenær var rithöfundurinn Henri Bar- = busse uppi og hverrar þjóðar var i i hann? Sjá svör á bls. 14. i ^'ÍIIMIIIIIIIIHIIIIMIIIIMMIIIIIHIIMIIIIIIIIMMIIIIMIHIIIMIIMtlllllMIIIIMIIMMIMIMIIVl'* lék hann á fiðlima sína í veitingahúsinu, þar sem unga fólkið safnaðist saman til þess að dansa. Á sumrin komu enskir ferðamenn til þorpsins til þess að skoða f jöllin og sigla á vatninu. Þeir tóku eftir unga fiðluleikar- anum með dökka litarháttinn og fögru, reglulegu andlitsdrættina — í skrautlegum þjóðbúningi leit hann allt öðru vísi út en ljóshærðir og klunnalegir bændurnir. Meðal ferðamannanna var ung stúlka, sem dvaldi eitt sumarið í sex vikur uppi í fjöllunum og sigldi á vatninu. Hún var ung, fögur og draumlynd — hún kom frá Miinchen, en þar lagði hún stund á mál- aralist. Þau fóru saman í gönguferðir meðfram vatninu og töluðu um öll hin fögru og stórkostlegu áform framtíðarinn- ar — hann um hljómlistina og hún um málaralistina. Hann elskaði gamla, þýzka hljómlist og hann lék hana á fiðluna sína í tungsljós- inu, og þau urðu gripin ákafri ást til hvors annars. Hún var ensk dama, en hann var aðeins þýzkur sveitapiltur, en þegar tunglið gægð- ist upp yfir fjallatoppana og breytti vatn- inu í silfurskæran flöt, þá hvarf allur mis- munur. Ekkert gat hindrað þau. Hann samdi lag, lítið viðkvæmt lag, vals, og samdi hann henni til dýrðar. Kvöldið áður en hún f ór lék hann lagið undir glugg- anum hennar, og þau sóru hvort öðru eilífu trúlyndi. Þau sæjust auðvitað aldrei framar. Og hér var lagið! Og í kvöld lék hinn frægi Charlie Light, sem áður hét Karl Leitner, það fyrir framan hljóðnemann, svo að milljónir hlustenda gætu reynt að vinna tíu punda verðlaun fyrir að yrkja við það. Þessi viðburður hafði fengið svo mikið á hann, að hann fór heim í gistihúsið í stað þess að fara í veizlu til lafði Harley. Hér sat hann í ríkmannlega herberginu sínu í frægasta hóteli Lundúnaborgar og hugs- aði um fortíðina. Öll árin eftir að hann hafði yfirgefið litla þorpið sitt til þess að leita hamingj- unnar annarsstaðar, höfðu verið erfið, full af striti og basli. Hann hafði leitað að at- vinnu á hverjum staðnum á fætur öðrum. Eina skemmtunin, sem fólk hafði í þorp- unum, var að sitja á kránum og ræða um stjórnmál. En Karl kærði sig ekki um slíkt — auk þess hafði hann enga peninga fram yfir þá, er hann þurfti að nota til brýnustu nauðsynja. Hann var útaf fyrir sig, æfði sig í því að leika á fiðluna og lærði ensku, vegna þess að hann var stað- ráðinn í því að brjótast áfram í heiminum. Fyrst í stað hafði hann hugsað dálítið um Carlottu, en smám saman gleymdi Framh. á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.